Sögulega lág fæðingartíðni geti haft efnahagslegar afleiðingar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. maí 2023 19:00 Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Fæðingartíðni lækkaði sögulega á milli ára og hefur aldrei verið lægri en í fyrra. Prófessor í hagfræði segir að ef fram heldur sem horfir geti efnahagslegar afleiðingar orðið talsverðar. Árið 2022 fæddist 4.391 barn sem er mikil fækkun frá árinu 2021 þegar 4.879 börn komu í heiminn. Þetta er mesta fækkun á lifandi fæddum börnum sem hefur átt sér stað milli ára frá 1838 eða fækkun upp á 488 börn. Fæðingartíðni lækkaði sögulega á milli ára og hefur aldrei verið lægri en í fyrra. Það getur haft margvísleg áhrif.grafík/sara Ýmislegt getur skýrt lækkandi fæðingartíðni, en í rannsókn sem hópur fræðafólks við Háskóla Íslands vann að kemur fram að ungar konur upplifi foreldrahlutverkið kvíðavaldandi og sjá ekki hvernig þær eigi að uppfylla þær vaxandi kröfur sem gerðar eru til þeirra í samfélagi lífsgæðakapphlaups. Minna til skiptanna fyrir hvern og einn Prófessor í hagfræði segir langtíma þróun á fæðingartíðni hafa talsverð áhrif á samfélagsgerðina. Fyrirsjáanlega verði færri í hverri kynslóð sem þýði að á endanum verði fáir á vinnufærum aldri og hlutfallslega margir á eftirlaunum. Ef fram heldur sem horfir geti slíkt haft margvísleg efnahagsleg- og félagsleg áhrif. „Það verða fáir að vinna miðað við þá sem búa á landinu og nota vörur og þjónustu þannig það verður minna til skiptanna fyrir hvern og einn. Svo er þetta líka álag fyrir lífeyriskerfi, jafnvel þó þau séu með sjóðssöfnun eins og það íslenska, að þá er það töluvert átak að framfleyta kynslóðum þegar þær eru svona mis stórar,“ segir Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði. Hagstofan birti í morgun upplýsingar um fæðingartíðni árið 2022.grafík/sara Lækkandi fæðingartíðni er einnig áberandi í nágrannalöndum þar sem fæðingartíðni er víða lægri en hér. Hún er þó lægst í fjarlægari löndum á borð við Japan og Suður-Kóreu. „Og þar hefur þetta haft bara veruleg áhrif á hagkerfið og er svona til dæmis hluti af skýringunni á því að Japan telst ekki lengur það efnahags stórveldi sem það var fyrir nokkrum áratugum.“ Ýmislegt geti breytt myndinni, til dæmis flutningur fólks til landsins en ungt fólk á þrítugsaldri er áberandi í hópi þeirra fjölmörgu sem flytja til landsins, sem hafi yngt aldursdreifingu íbúa. „Það eru bara einfaldlega mun fleiri á vinnufærum aldri á Íslandi. Bæði absalút og hlutfallslega heldur en væri ef þessi flutningur hefði ekki verið til landsins.“ Efnahagsmál Börn og uppeldi Félagsmál Frjósemi Mannfjöldi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Árið 2022 fæddist 4.391 barn sem er mikil fækkun frá árinu 2021 þegar 4.879 börn komu í heiminn. Þetta er mesta fækkun á lifandi fæddum börnum sem hefur átt sér stað milli ára frá 1838 eða fækkun upp á 488 börn. Fæðingartíðni lækkaði sögulega á milli ára og hefur aldrei verið lægri en í fyrra. Það getur haft margvísleg áhrif.grafík/sara Ýmislegt getur skýrt lækkandi fæðingartíðni, en í rannsókn sem hópur fræðafólks við Háskóla Íslands vann að kemur fram að ungar konur upplifi foreldrahlutverkið kvíðavaldandi og sjá ekki hvernig þær eigi að uppfylla þær vaxandi kröfur sem gerðar eru til þeirra í samfélagi lífsgæðakapphlaups. Minna til skiptanna fyrir hvern og einn Prófessor í hagfræði segir langtíma þróun á fæðingartíðni hafa talsverð áhrif á samfélagsgerðina. Fyrirsjáanlega verði færri í hverri kynslóð sem þýði að á endanum verði fáir á vinnufærum aldri og hlutfallslega margir á eftirlaunum. Ef fram heldur sem horfir geti slíkt haft margvísleg efnahagsleg- og félagsleg áhrif. „Það verða fáir að vinna miðað við þá sem búa á landinu og nota vörur og þjónustu þannig það verður minna til skiptanna fyrir hvern og einn. Svo er þetta líka álag fyrir lífeyriskerfi, jafnvel þó þau séu með sjóðssöfnun eins og það íslenska, að þá er það töluvert átak að framfleyta kynslóðum þegar þær eru svona mis stórar,“ segir Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði. Hagstofan birti í morgun upplýsingar um fæðingartíðni árið 2022.grafík/sara Lækkandi fæðingartíðni er einnig áberandi í nágrannalöndum þar sem fæðingartíðni er víða lægri en hér. Hún er þó lægst í fjarlægari löndum á borð við Japan og Suður-Kóreu. „Og þar hefur þetta haft bara veruleg áhrif á hagkerfið og er svona til dæmis hluti af skýringunni á því að Japan telst ekki lengur það efnahags stórveldi sem það var fyrir nokkrum áratugum.“ Ýmislegt geti breytt myndinni, til dæmis flutningur fólks til landsins en ungt fólk á þrítugsaldri er áberandi í hópi þeirra fjölmörgu sem flytja til landsins, sem hafi yngt aldursdreifingu íbúa. „Það eru bara einfaldlega mun fleiri á vinnufærum aldri á Íslandi. Bæði absalút og hlutfallslega heldur en væri ef þessi flutningur hefði ekki verið til landsins.“
Efnahagsmál Börn og uppeldi Félagsmál Frjósemi Mannfjöldi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira