Viðbrögð Gunnars eftir súra upplifun séu aðdáunarverð: „Takk Gunnar“ Aron Guðmundsson skrifar 10. maí 2023 15:01 Kristinn Óskarsson (til hægri) er ánægður með það hvernig Gunnar Magnússon (til vinstri), þjálfari karlaliðs Aftureldingar í handbolta, kom frá sér gagnrýni á störf dómara í leik liðsins gegn Haukum á dögunum Vísir/Samsett mynd Körfuknattleiksdómarinn Kristinn Óskarsson þakkar Gunnar Magnússyni, þjálfara karlaliðs Aftureldingar í handbolta fyrir yfirvegaða og sanngjarna gagnrýni hans á störf dómara í leik Aftureldingar og Hauka í Olís deild karla á dögunum. Kristinn ritar í dag pistil sem hann birtir á samfélagsmiðlinum Facebook og ber nafnið „Að gagnrýna dómara og störf þeirra.“ Pistilinn ritar Kristinn í kjölfar viðtals sem tekið var við Gunnar Magnússon, þjálfara Hauka í útsendingu Stöðvar 2 Sport eftir leik Hauka og Aftureldingar í úrslitakeppni Olís deildarinnar í handbolta. Í viðtalinu átti Gunnar mjög erfitt með sig eftir umdeildan endi á öðrum leik liðanna í umræddri úrslitakeppni en leiknum lauk með eins marks sigri Hauka sem náðu um leið að jafna einvígið gegn Aftureldingu. Haukar skoruðu sigurmarkið á lokasekúndum leiksins en í aðdraganda marksins mátti klárlega sjá að brotið var á leikmanni Aftureldingar, eitthvað sem fór fram hjá dómurum leiksins. „Ég held að það sjái það allir í húsinu að auðvitað var þetta vara fríkast,“ sagði Gunnar í viðtalinu og bætti við: „Auðvitað hljóta dómararnir að vera svekktastir af öllum hérna og svekktari en við. Horfðu bara á þetta. Guð minn almáttugur.“ „Dómarar þrá faglega gagnrýni“ Viðtalið við Gunnar vakti athygli hjá Kristni Óskarssyni, einum reynslumesta körfuknattleiksdómara landsins og tjáir hann sig um það í pistli á Facebook. „Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt að dómarar bregðist illa við gagnrýni, að þeir þoli hana illa og vilji hana ekki. "Það má ekki gagnrýna dómara!". Þetta er frasinn. Fátt er meira fjarri sanni,“ skrifar Kristinn í pistli sínum. Kristinn Óskarsson að störfum sem dómari. Hér ræðir hann við Helga Magnússon, þjálfara KR.Vísir/Vilhelm Kristinn segir dómara þrá faglega gagnrýni, gagnrýni sem byggi á þekkingu og greiningu og hafi þann tilgang að bjóða upp á lærdóm, visku og þroska. „Þjálfarar eru ráðnir til að ná árangri í íþróttum og gæta hagsmuna síns liðs. Hámarka sigurlíkur. Það er því innbundið í kerfið að þeir verða reglulega fyrir vonbrigðum með að ná ekki fram markmiðum sínum. Oftast er það vegna þess að andstæðingurinn var betri, amk í þessum leik.“ Svo geti ýmis óvænt atvik, eins og meiðsli og forföll sett strik í reikninginn. „Að maður tali nú ekki um þjálfunina, undirbúninginn, liðsuppstillingu, taktík, skiptingar og annað sem þjálfarinn ber ábyrgð á og getur farið úrskeiðis. Og svo dómgæslan.“ Yfirvegun og sanngirni Gunnars sé aðdáunarverð Mistök dómara séu viðurkenndur hluti af leiknum. „Alveg þangað til okkar eigið lið ber skarðan hlut frá borði. Þá eru þau óásættanleg og ýmsar hugsanir sækja á. Ekki alltaf allar fallegar. Mistök dómara hafa þann leiða fylgifisk að bitna á öðru liðinu (jafnast út yfir tíma vonar fólk).“ Gunnar Magnússon á hliðarlínunniVísir/Hulda Margrét Og snýr Kristinn sér þá að viðtalinu við Gunnar Magnússon. „Hann er sannfærður um að dómarar hafi gert mistök sem mögulega höfðu áhrif á úrslit leiks. En yfirvegun hans og sanngirni þegar hann nálgast efnið er aðdáunarverð. Gagnrýnin er skýr og hann sendir ábyrgðina þangað sem hann telur hana eiga heima. Hann má það.“ Það megi allir hafa skoðun á dómgæslu. „Það má fjalla um dómgæslu þegar upp á vantar. Það er bara hægt að gera það með reisn og virðingu. Takk Gunnar (þekki manninn ekkert).“ Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 29-28 | Ótrúleg dramatík þegar Haukar jöfnuðu metin Haukar hafa jafnað metin gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Haukar unnu dramatískan sigur þökk sé flautumarki eftir að hafa af því virðist hafa hent frá sér sigrinum undir lok leiks. Dramatík af bestu gerð. 8. maí 2023 21:15 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Kristinn ritar í dag pistil sem hann birtir á samfélagsmiðlinum Facebook og ber nafnið „Að gagnrýna dómara og störf þeirra.“ Pistilinn ritar Kristinn í kjölfar viðtals sem tekið var við Gunnar Magnússon, þjálfara Hauka í útsendingu Stöðvar 2 Sport eftir leik Hauka og Aftureldingar í úrslitakeppni Olís deildarinnar í handbolta. Í viðtalinu átti Gunnar mjög erfitt með sig eftir umdeildan endi á öðrum leik liðanna í umræddri úrslitakeppni en leiknum lauk með eins marks sigri Hauka sem náðu um leið að jafna einvígið gegn Aftureldingu. Haukar skoruðu sigurmarkið á lokasekúndum leiksins en í aðdraganda marksins mátti klárlega sjá að brotið var á leikmanni Aftureldingar, eitthvað sem fór fram hjá dómurum leiksins. „Ég held að það sjái það allir í húsinu að auðvitað var þetta vara fríkast,“ sagði Gunnar í viðtalinu og bætti við: „Auðvitað hljóta dómararnir að vera svekktastir af öllum hérna og svekktari en við. Horfðu bara á þetta. Guð minn almáttugur.“ „Dómarar þrá faglega gagnrýni“ Viðtalið við Gunnar vakti athygli hjá Kristni Óskarssyni, einum reynslumesta körfuknattleiksdómara landsins og tjáir hann sig um það í pistli á Facebook. „Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt að dómarar bregðist illa við gagnrýni, að þeir þoli hana illa og vilji hana ekki. "Það má ekki gagnrýna dómara!". Þetta er frasinn. Fátt er meira fjarri sanni,“ skrifar Kristinn í pistli sínum. Kristinn Óskarsson að störfum sem dómari. Hér ræðir hann við Helga Magnússon, þjálfara KR.Vísir/Vilhelm Kristinn segir dómara þrá faglega gagnrýni, gagnrýni sem byggi á þekkingu og greiningu og hafi þann tilgang að bjóða upp á lærdóm, visku og þroska. „Þjálfarar eru ráðnir til að ná árangri í íþróttum og gæta hagsmuna síns liðs. Hámarka sigurlíkur. Það er því innbundið í kerfið að þeir verða reglulega fyrir vonbrigðum með að ná ekki fram markmiðum sínum. Oftast er það vegna þess að andstæðingurinn var betri, amk í þessum leik.“ Svo geti ýmis óvænt atvik, eins og meiðsli og forföll sett strik í reikninginn. „Að maður tali nú ekki um þjálfunina, undirbúninginn, liðsuppstillingu, taktík, skiptingar og annað sem þjálfarinn ber ábyrgð á og getur farið úrskeiðis. Og svo dómgæslan.“ Yfirvegun og sanngirni Gunnars sé aðdáunarverð Mistök dómara séu viðurkenndur hluti af leiknum. „Alveg þangað til okkar eigið lið ber skarðan hlut frá borði. Þá eru þau óásættanleg og ýmsar hugsanir sækja á. Ekki alltaf allar fallegar. Mistök dómara hafa þann leiða fylgifisk að bitna á öðru liðinu (jafnast út yfir tíma vonar fólk).“ Gunnar Magnússon á hliðarlínunniVísir/Hulda Margrét Og snýr Kristinn sér þá að viðtalinu við Gunnar Magnússon. „Hann er sannfærður um að dómarar hafi gert mistök sem mögulega höfðu áhrif á úrslit leiks. En yfirvegun hans og sanngirni þegar hann nálgast efnið er aðdáunarverð. Gagnrýnin er skýr og hann sendir ábyrgðina þangað sem hann telur hana eiga heima. Hann má það.“ Það megi allir hafa skoðun á dómgæslu. „Það má fjalla um dómgæslu þegar upp á vantar. Það er bara hægt að gera það með reisn og virðingu. Takk Gunnar (þekki manninn ekkert).“
Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 29-28 | Ótrúleg dramatík þegar Haukar jöfnuðu metin Haukar hafa jafnað metin gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Haukar unnu dramatískan sigur þökk sé flautumarki eftir að hafa af því virðist hafa hent frá sér sigrinum undir lok leiks. Dramatík af bestu gerð. 8. maí 2023 21:15 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 29-28 | Ótrúleg dramatík þegar Haukar jöfnuðu metin Haukar hafa jafnað metin gegn Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Haukar unnu dramatískan sigur þökk sé flautumarki eftir að hafa af því virðist hafa hent frá sér sigrinum undir lok leiks. Dramatík af bestu gerð. 8. maí 2023 21:15