Segist ekki hafa verið Meghan Markle í dulargervi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. maí 2023 23:49 Sir Karl Jenkins tekur þátt í furðulegu gríni netverja sem velta fyrir sér hvort hann hafi í raun verið hertogaynjan Meghan Markle í dulargervi í krýningu Karls síðastliðna helgi. Samsett/Getty Velska tónskáldið Sir Karl Jenkins neitar því að hann hafi verið Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex í dulargervi við krýningu Karls Bretakonungs síðastliðna helgi, í bráðfyndnu myndbandi þar sem hann útskýrir klæðnað sinn. Horfa má á myndbandið hér fyrir neðan. Sky fréttastöðin greinir frá því að netverjar hafi velt vöngum yfir því hvort að hinn 79 ára gamli tónlistarmaður, sem sat við hlið tónskáldsins Andrew Lloyd Webber í Westminster Abbey kirkjunni síðastliðinn laugardag, hafi í raun verið hertogaynjan af Sussex í dulargervi. Eins og frægt er orðið mætti hertogaynjan ekki í krýninguna svo athygli vakti. Einungis eiginmaður hennar Harry Bretaprins mætti og tók hann engan sérstakan þátt í hátíðarhöldunum. Var hann sömuleiðis fljótur að fljúga aftur til Meghan og barnanna í Los Angeles að krýningu lokinni. Sir Karl lætur orðrómana ekki á sig fá og gerir góðlátlegt grín að málinu öllu saman. Í myndbandi á samfélagsmiðlinum TikTo útskýrir hann að þetta hafi svo sannarlega verið hann, á léttum nótum. „Ég var nokkuð hissa að heyra að nokkrir hafi haldið að ég væri Meghan Markle í dulargervi. Einhver skrifaði að ég hefði verið þarna til þess að stela krúnudjásnunum. Ég lít alltaf svona út.“ Þá tók félagi hans Andrew Lloyd Webber þátt í gríninu og staðfesti á Twitter að þetta hafi svo sannarlega verið vinur sinn en ekki hertogaynjan. „Ég get staðfest að þetta var að öllum líkindum ekki MM og að hann var ekki með krúnudjásn á sér, svo ég gat séð.“ @karljenkinsofficial Sir Karl Jenkins sets the record straight on his attendance at the coronation. #fyp #coronation #disguise #karljenkins Jenkins: Adiemus - Karl Jenkins Kóngafólk Harry og Meghan Karl III Bretakonungur Bretland Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Sky fréttastöðin greinir frá því að netverjar hafi velt vöngum yfir því hvort að hinn 79 ára gamli tónlistarmaður, sem sat við hlið tónskáldsins Andrew Lloyd Webber í Westminster Abbey kirkjunni síðastliðinn laugardag, hafi í raun verið hertogaynjan af Sussex í dulargervi. Eins og frægt er orðið mætti hertogaynjan ekki í krýninguna svo athygli vakti. Einungis eiginmaður hennar Harry Bretaprins mætti og tók hann engan sérstakan þátt í hátíðarhöldunum. Var hann sömuleiðis fljótur að fljúga aftur til Meghan og barnanna í Los Angeles að krýningu lokinni. Sir Karl lætur orðrómana ekki á sig fá og gerir góðlátlegt grín að málinu öllu saman. Í myndbandi á samfélagsmiðlinum TikTo útskýrir hann að þetta hafi svo sannarlega verið hann, á léttum nótum. „Ég var nokkuð hissa að heyra að nokkrir hafi haldið að ég væri Meghan Markle í dulargervi. Einhver skrifaði að ég hefði verið þarna til þess að stela krúnudjásnunum. Ég lít alltaf svona út.“ Þá tók félagi hans Andrew Lloyd Webber þátt í gríninu og staðfesti á Twitter að þetta hafi svo sannarlega verið vinur sinn en ekki hertogaynjan. „Ég get staðfest að þetta var að öllum líkindum ekki MM og að hann var ekki með krúnudjásn á sér, svo ég gat séð.“ @karljenkinsofficial Sir Karl Jenkins sets the record straight on his attendance at the coronation. #fyp #coronation #disguise #karljenkins Jenkins: Adiemus - Karl Jenkins
Kóngafólk Harry og Meghan Karl III Bretakonungur Bretland Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira