Þá segir Kristján að eftirlitsmenn á vegum MAST um borð í hvalbátunum síðasta sumar hafi ekki fengið nægilega þjálfun og því hafi niðurstaðan orðið í samræmi við það.
Það er Morgunblaðið sem greinir frá.
Skýrsluhöfundar telja að aflífun hluta þeirra hvala sem voru skotnir síðasta sumar hafi tekið of langan tíma og ekki samræmst meginmarkiðum um velferð dýra.
Kristján segir að menn leiki sér ekki að því að draga dauðastríð hvalanna á langinn en að ýmislegt geti komið upp sem verði til þess að lengri tíma taki að aflífa dýrin en ætlunin sé.
Þá segir hann dæmi um að MAST viðhafi villandi framsetningu til að draga upp eins dökka mynd og mögulegt sé. Þannig hafi vélarbilun orðið þess valdandi að ekki hafi verið hægt að ná hval sem var með skutul í bakinu.
Það komi hinsvegar ekki fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar þar sem fjallað er um það atriði.