Handbolti

Gísli Þor­geir fór sár­þjáður af velli | Mynd­skeið

Aron Guðmundsson skrifar
Gísli Þorgeir í leik Wisla Plock og Magdeburg í Meistaradeid Evrópu í gær
Gísli Þorgeir í leik Wisla Plock og Magdeburg í Meistaradeid Evrópu í gær Vísir/Getty

Ís­lenski at­vinnu- og lands­liðs­maðurinn í hand­bolta, Gísli Þor­geir Kristjáns­son, fór sár­þjáður af velli í leik með Mag­deburg í Meistara­deild Evrópu í gær­kvöldi.

Gísli Þor­geir meiddist á ökkla í fyrri hálf­leik í leik Wisla Plock og Mag­deburg í átta liða úr­slitum Meistara­deildar Evrópu.

Mynd­band af at­vikinu hefur farið í dreifingu á sam­fé­lags­miðlum en þar sést Gísli Þor­geir falla til jarðar er leik­menn Wisla sækja að marki Mag­deburgar.

Gísli er greini­lega sár­þjáður og nær ekki að koma sér aftur á lappir en ekki var um að ræða meiðsli sem komu eftir átök við leik­mann and­stæðinganna.

Leik Wisla Plock og Mag­deburgar lauk með jafn­tefli, 22-22 en þau mætast öðru sinni, þá í Þýska­landi, eftir tæpa viku.

Mag­deburg er nú þegar án ís­lenska lands­liðs­mannsins Ómars Inga Magnús­sonar en hann fór í að­gerð á hæl í febrúar og verður frá næstu mánuðina.

Ekki náðist í Gísla Þor­geir við gerð fréttarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×