Forstjóri S4S segir að breyta þurfi opnunartímum verslana Máni Snær Þorláksson skrifar 11. maí 2023 15:14 Pétur Þór Halldórsson, forstjóri S4S, segir að kominn sé tími til að breyta opnunartímum verslana. Aðsend Forstjóri S4S segir að kominn sé tími til að breyta opnunartíma verslana. Erfitt sé að halda fólki í verslunarstörfum og taka þurfi mið af styttingu vinnuvikunnar í verslunum. Ný kynslóð lifi ekki til að vinna heldur öfugt. „Við erum búin að vera að átta okkur á þessu í um fjögur ár,“ segir Pétur Þór Halldórsson, forstjóri S4S, í samtali við fréttastofu. Hann segir samfélagsbreytingar hafa orðið á undanförnum árum sem orsaki skort á starfsfólki í verslunum. Pétur nefnir sem dæmi að nú sé erfiðara að fá framhaldsskólanemendur til að ganga í verslanastörf. „Framhaldsskólafólkið okkar hefur ekki burði eða tíma til að vinna með skóla í dag, í þessu þriggja ára námi,“ segir hann. Verslanir hafi lengi verið í erfiðleikum sökum þess að fólk sjái ekki fyrir sér að ná frama í verslun. „Við erum oftast stoppistöð áður en það fer að gera eitthvað annað.“ Fjallað var um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Breyttir tímar Þess vegna segir Pétur að það þurfi að breyta til, færa opnunartíma framar svo verslunarstörf heilli yngra fólk meira. „Þessi kynslóð, hún er ekkert að fara að vinna og koma heim klukkan hálf átta á kvöldin,“ segir Pétur. Þá séu verslanir í samkeppni um starfsfólk við aðra, ríki, sveitarfélög og önnur fyrirtæki. Þar séu störf þar sem stytting vinnuvikunnar er kominn í gang og kannski hægt að vinna heima einhverja daga. „Við getum þetta ekki í verslunum, við erum alltaf opin.“ Pétur segir styttingu vinnuvikunnar vera óumflýjanlega og um leið frábæra þróun. Passa þurfi þó að verslunarfólk verði ekki skilið út undan í því. Stytting vinnuvikunnar virki nú þannig fyrir verslunarfólk að það fái bara meiri yfirvinnu. „Við getum ekki tekið einhvern hóp út fyrir sem þarf þá að vinna allt öðruvísi en hinir.“ Hann segir þá að í dag hafi fólk meiri tíma, það er að segja þau sem vinna ekki í verslunum. „Við sjáum það bara á umferðinni. Við vorum alltaf að fara heim milli fimm og sex, í dag er varla umferð þá - hún er á milli fjögur og fimm.“ Pétur birti í dag færslu á Facebook um málið sem vakið hefur nokkra athygli. Fólk líti ekki á verslanir sem framtíðarvinnustað Pétur segist hafa séð og upplifað það hægt og rólega að fólk líti ekki á það sem framtíðarstarf að vinna í verslunum. Þetta sé ekki eitthvað sem gerist á einni nóttu. „Við erum búin að tala um þetta í mörg ár, til dæmis þegar fólk fer í fæðingarorlof þá kemur það ekkert aftur. Fólk lítur á starf í verslun sem tímabundið starf,“ segir hann og bætir við að því sé erfitt að finna starfsfólk sökum þessa. „Við erum bara í tómum vandræðum með að fá fólk til að vinna fyrir okkur. Maður heyrir oft að fólk vilji hafa opið til 7-8 á kvöldin og jafnvel meira því það kemst ekki í búðir. En það er enginn sem vill vinna þá og afgreiða. Þetta er stóra málið, það er ekki það að við séum að reyna að spara einhverjar krónur og aura í rekstrinum. Aðalatriðið er það að við fáum ekki fólk til að líta á okkur sem framtíðarvinnustað.“ Verslanir breytist og fólkið með Að mati Péturs væri það jákvætt skref að minnka og færa opnunartíma verslana framar. Þá hefur hann ekki áhyggjur af því að breyttir opnunartímar hafi slæm áhrif á verslanir. „Við fáum stundum rökin á okkur að það sé fullt af fólki milli sex og sjö í Smáralindinni. Auðvitað, ég er ekki að segja að það sé enginn þarna en það kemur þá bara fyrr, skipuleggur daginn sinn. Við erum að breyta því, það breytist með opnunartímanum.“ Máli sínu til stuðnings bendir hann á kvöldvaktina á fimmtudögum í Kringlunni en þær opnanir voru lagðar af árið 2020. „Viku seinna þá mundi engin eftir henni, hún hafði engin áhrif. Salan fór ekki, hún kom bara á öðrum tímum,“ segir hann. „Ég held að það verði þannig í nánustu framtíð að við förum í níu til fimm opnunartíma. Við erum með netverslun, við finnum allt á netinu. Þú ert ekkert að rúlla á milli búða, þú veist nákvæmlega hvort eitthvað sé til í Ellingsen, þú kíkir á Ellingsen.is áður en þú ferð af stað. Það eru nánast allir okkar viðskiptavinir þannig. Þú ert ekkert að leita að svefnpoka og ferð í fimm búðir, þú leitar að þessu öllu saman á netinu.“ Verslun Vinnumarkaður Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Við erum búin að vera að átta okkur á þessu í um fjögur ár,“ segir Pétur Þór Halldórsson, forstjóri S4S, í samtali við fréttastofu. Hann segir samfélagsbreytingar hafa orðið á undanförnum árum sem orsaki skort á starfsfólki í verslunum. Pétur nefnir sem dæmi að nú sé erfiðara að fá framhaldsskólanemendur til að ganga í verslanastörf. „Framhaldsskólafólkið okkar hefur ekki burði eða tíma til að vinna með skóla í dag, í þessu þriggja ára námi,“ segir hann. Verslanir hafi lengi verið í erfiðleikum sökum þess að fólk sjái ekki fyrir sér að ná frama í verslun. „Við erum oftast stoppistöð áður en það fer að gera eitthvað annað.“ Fjallað var um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Breyttir tímar Þess vegna segir Pétur að það þurfi að breyta til, færa opnunartíma framar svo verslunarstörf heilli yngra fólk meira. „Þessi kynslóð, hún er ekkert að fara að vinna og koma heim klukkan hálf átta á kvöldin,“ segir Pétur. Þá séu verslanir í samkeppni um starfsfólk við aðra, ríki, sveitarfélög og önnur fyrirtæki. Þar séu störf þar sem stytting vinnuvikunnar er kominn í gang og kannski hægt að vinna heima einhverja daga. „Við getum þetta ekki í verslunum, við erum alltaf opin.“ Pétur segir styttingu vinnuvikunnar vera óumflýjanlega og um leið frábæra þróun. Passa þurfi þó að verslunarfólk verði ekki skilið út undan í því. Stytting vinnuvikunnar virki nú þannig fyrir verslunarfólk að það fái bara meiri yfirvinnu. „Við getum ekki tekið einhvern hóp út fyrir sem þarf þá að vinna allt öðruvísi en hinir.“ Hann segir þá að í dag hafi fólk meiri tíma, það er að segja þau sem vinna ekki í verslunum. „Við sjáum það bara á umferðinni. Við vorum alltaf að fara heim milli fimm og sex, í dag er varla umferð þá - hún er á milli fjögur og fimm.“ Pétur birti í dag færslu á Facebook um málið sem vakið hefur nokkra athygli. Fólk líti ekki á verslanir sem framtíðarvinnustað Pétur segist hafa séð og upplifað það hægt og rólega að fólk líti ekki á það sem framtíðarstarf að vinna í verslunum. Þetta sé ekki eitthvað sem gerist á einni nóttu. „Við erum búin að tala um þetta í mörg ár, til dæmis þegar fólk fer í fæðingarorlof þá kemur það ekkert aftur. Fólk lítur á starf í verslun sem tímabundið starf,“ segir hann og bætir við að því sé erfitt að finna starfsfólk sökum þessa. „Við erum bara í tómum vandræðum með að fá fólk til að vinna fyrir okkur. Maður heyrir oft að fólk vilji hafa opið til 7-8 á kvöldin og jafnvel meira því það kemst ekki í búðir. En það er enginn sem vill vinna þá og afgreiða. Þetta er stóra málið, það er ekki það að við séum að reyna að spara einhverjar krónur og aura í rekstrinum. Aðalatriðið er það að við fáum ekki fólk til að líta á okkur sem framtíðarvinnustað.“ Verslanir breytist og fólkið með Að mati Péturs væri það jákvætt skref að minnka og færa opnunartíma verslana framar. Þá hefur hann ekki áhyggjur af því að breyttir opnunartímar hafi slæm áhrif á verslanir. „Við fáum stundum rökin á okkur að það sé fullt af fólki milli sex og sjö í Smáralindinni. Auðvitað, ég er ekki að segja að það sé enginn þarna en það kemur þá bara fyrr, skipuleggur daginn sinn. Við erum að breyta því, það breytist með opnunartímanum.“ Máli sínu til stuðnings bendir hann á kvöldvaktina á fimmtudögum í Kringlunni en þær opnanir voru lagðar af árið 2020. „Viku seinna þá mundi engin eftir henni, hún hafði engin áhrif. Salan fór ekki, hún kom bara á öðrum tímum,“ segir hann. „Ég held að það verði þannig í nánustu framtíð að við förum í níu til fimm opnunartíma. Við erum með netverslun, við finnum allt á netinu. Þú ert ekkert að rúlla á milli búða, þú veist nákvæmlega hvort eitthvað sé til í Ellingsen, þú kíkir á Ellingsen.is áður en þú ferð af stað. Það eru nánast allir okkar viðskiptavinir þannig. Þú ert ekkert að leita að svefnpoka og ferð í fimm búðir, þú leitar að þessu öllu saman á netinu.“
Verslun Vinnumarkaður Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira