Dýralæknafélag Íslands segir ráðherra bera að stöðva hvalveiðar tafarlaust Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. maí 2023 09:46 „DÍ telur því engar líkur að úrbætur verði á komandi veiðitímabili hvað varðar skilvirkni umræddrar veiðiaðferðar.“ Vísir/Egill Dýralæknafélag Íslands segir skýrslu Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar sýna með óyggjandi hætti að sú aflífunaraðferð sem notuð sé og samykkt brjóti gegn meginmarkmiðum laga um velferð dýra. Ráðherra beri því að stöðva veiðarnar tafarlaust. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á Facebook-síðu DÍ. Þar segir einnig að stjórn félagsins hafi sent ráðherra erindi hvað þetta varðar og vonist til að hagsmunir dýranna verði settir ofan öðrum hagsmunum. „DÍ telur skýrsluna staðfesta að sú tækni sem notuð er við veiðar á stórhvelum í dag geti ekki uppfyllt þau viðmið sem teljast ásættanleg út frá dýravelferð (lög nr. 55/2013 um velferð dýra). Í þessu samhengi skal helst nefna of lágt hlutfall þeirra dýra sem drepst samstundis eða fljótt eða um 67% og sú staðreynd að um 33% dýranna þurfa að heyja langt dauðastríð,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki sé hægt að bera saman skilvirkni aflífunar á dýrum undir stýrðum aðstæðum og á villtum dýrum til veiðar. Líklega sé ekki til nein aflífunaraðferð sem tryggi 100 prósent tafarlaust meðvitundarleysi við hvert dráp en markmiðið hljóti að vera eins nálægt 100 prósent og mögulegt sé. „Því meira sem við fjarlægjumst það markmið bregðumst við um leið þeirri siðferðislegu skyldu okkar að tryggja velferð þeirra dýra sem við nýtum til afurða,“ segir í yfirlýsingunni. Félagið leggur einnig áherslu á að ekki sé hægt að sjá að nein framþróun hafi orðið á þeim aðferðum sem notaðar eru við veiðar á stórhvelum. „DÍ telur því engar líkur að úrbætur verði á komandi veiðitímabili hvað varðar skilvirkni umræddrar veiðiaðferðar og því er ljóst að heimili ráðherra veiðar er um leið verið að samþykkja brot á velferð þessara dýra, þar sem vitað er að hluti þeirra mun alltaf þurfa að líða þjáningar og kvalir af mannavöldum.“ Dýr Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Ráðherra beri því að stöðva veiðarnar tafarlaust. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á Facebook-síðu DÍ. Þar segir einnig að stjórn félagsins hafi sent ráðherra erindi hvað þetta varðar og vonist til að hagsmunir dýranna verði settir ofan öðrum hagsmunum. „DÍ telur skýrsluna staðfesta að sú tækni sem notuð er við veiðar á stórhvelum í dag geti ekki uppfyllt þau viðmið sem teljast ásættanleg út frá dýravelferð (lög nr. 55/2013 um velferð dýra). Í þessu samhengi skal helst nefna of lágt hlutfall þeirra dýra sem drepst samstundis eða fljótt eða um 67% og sú staðreynd að um 33% dýranna þurfa að heyja langt dauðastríð,“ segir í yfirlýsingunni. Ekki sé hægt að bera saman skilvirkni aflífunar á dýrum undir stýrðum aðstæðum og á villtum dýrum til veiðar. Líklega sé ekki til nein aflífunaraðferð sem tryggi 100 prósent tafarlaust meðvitundarleysi við hvert dráp en markmiðið hljóti að vera eins nálægt 100 prósent og mögulegt sé. „Því meira sem við fjarlægjumst það markmið bregðumst við um leið þeirri siðferðislegu skyldu okkar að tryggja velferð þeirra dýra sem við nýtum til afurða,“ segir í yfirlýsingunni. Félagið leggur einnig áherslu á að ekki sé hægt að sjá að nein framþróun hafi orðið á þeim aðferðum sem notaðar eru við veiðar á stórhvelum. „DÍ telur því engar líkur að úrbætur verði á komandi veiðitímabili hvað varðar skilvirkni umræddrar veiðiaðferðar og því er ljóst að heimili ráðherra veiðar er um leið verið að samþykkja brot á velferð þessara dýra, þar sem vitað er að hluti þeirra mun alltaf þurfa að líða þjáningar og kvalir af mannavöldum.“
Dýr Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent