„Enginn að leika sér að veiða þessi dýr svo að þau þjáist“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. maí 2023 11:27 Vilhjálmur Birgisson segir áframhaldandi hvalveiðar gríðarlegt hagsmunamál fyrir atvinnulíf á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit. Vísir/Vilhelm Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það gríðarlegt hagsmunamál að Hvalur hf. fái að halda áfram hvalveiðum sínum næstu árin. Að meðaltali hafi 90 starfsmenn Hvals verið félagsmenn í verkalýðsfélaginu á síðustu vertíð. Hann spyr sig hvaða veiðar skuli næst banna á grundvelli dýraverndunarsjónarmiða. „Þetta eru yfir 120 manns sem störfuðu við veiðar og vinnslu á síðustu vertíð og ég sé bara að meðallaun per mánuð er 1,7 milljón hjá verkamanni. Ég geri mér reyndar grein fyrir því að það er mikið vinnuframlag á bakvið það,“ segir Vilhjálmur Birgisson í samtali við Vísi. Hann segir hagsmunina sem fólgnir séu í hvalveiðum gífurlega fyrir Vesturland. Níutíu félagsmenn í Verkalýðsfélaginu á Akranesi hafi starfað hjá Hvali á síðustu vertíð. Tilefnið er umræða um hvalveiðar í kjölfar nýrrar eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar en Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, hefur sagt tilefni til að skoða hvort leyfi til Hvals verði endurnýjað á næsta ári, þó hún hafi ekki vald til þess. Í skýrslunni kom meðal annars fram að aflífun sumra hvala tók marga klukkutíma síðasta sumar. „Í Akranesskaupsstað og Hvalfjarðarsveit þá koma 14,4 prósent útsvarstekjur frá þessum veiðum og svo koma gríðarlegar skatttekjur til ríkisins, fyrir utan afleiddu störfin sem verða til af þessu, bara í formi aðfanga og fæðis og flutninga og annars. Þetta er umtalsverðir hagsmunir þarna sem eru í húfi.“ Spyr sig hvar umræðan endar Vilhjálmur segir mikilvægt að auðlindir hafsins séu nýttar í samræmi við veiðiráðgjöf Hafrannsóknunarstofu. „Það er gefinn út kvóti þannig það er engin hætta á ofveiði nema síður sé. 200 dýr og ef ég man rétt er stofninn í kringum 11.000 þannig að staðan er bara svona.“ Í pistli á Facebook sem Vilhjálmur skrifar um málið segist hann spyrja sig hvaða veiðar verði bannaðar næst út frá dýravelferðarsjónarmiðum og nefnir þorskveiðar í net eða línu eða botnvörpu sem dæmi. „Ég spyr bara hvað næst? Það er líka það sem maður er að velta fyrir sér. Það kemur fram í skýrslunni að 70 prósent dýranna drepast samstundis og það geta alltaf komið upp svona aðstæður en ég er ekki í neinum vafa um að Hvalur muni einbeita sér að þessu, enda er enginn að leika sér að veiða þessi dýr svo að þau þjáist.“ Hvalveiðar Sjávarútvegur Stéttarfélög Vinnumarkaður Hvalfjarðarsveit Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Shein ginni neytendur til skyndikaupa Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Shein ginni neytendur til skyndikaupa Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Sjá meira
„Þetta eru yfir 120 manns sem störfuðu við veiðar og vinnslu á síðustu vertíð og ég sé bara að meðallaun per mánuð er 1,7 milljón hjá verkamanni. Ég geri mér reyndar grein fyrir því að það er mikið vinnuframlag á bakvið það,“ segir Vilhjálmur Birgisson í samtali við Vísi. Hann segir hagsmunina sem fólgnir séu í hvalveiðum gífurlega fyrir Vesturland. Níutíu félagsmenn í Verkalýðsfélaginu á Akranesi hafi starfað hjá Hvali á síðustu vertíð. Tilefnið er umræða um hvalveiðar í kjölfar nýrrar eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar en Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, hefur sagt tilefni til að skoða hvort leyfi til Hvals verði endurnýjað á næsta ári, þó hún hafi ekki vald til þess. Í skýrslunni kom meðal annars fram að aflífun sumra hvala tók marga klukkutíma síðasta sumar. „Í Akranesskaupsstað og Hvalfjarðarsveit þá koma 14,4 prósent útsvarstekjur frá þessum veiðum og svo koma gríðarlegar skatttekjur til ríkisins, fyrir utan afleiddu störfin sem verða til af þessu, bara í formi aðfanga og fæðis og flutninga og annars. Þetta er umtalsverðir hagsmunir þarna sem eru í húfi.“ Spyr sig hvar umræðan endar Vilhjálmur segir mikilvægt að auðlindir hafsins séu nýttar í samræmi við veiðiráðgjöf Hafrannsóknunarstofu. „Það er gefinn út kvóti þannig það er engin hætta á ofveiði nema síður sé. 200 dýr og ef ég man rétt er stofninn í kringum 11.000 þannig að staðan er bara svona.“ Í pistli á Facebook sem Vilhjálmur skrifar um málið segist hann spyrja sig hvaða veiðar verði bannaðar næst út frá dýravelferðarsjónarmiðum og nefnir þorskveiðar í net eða línu eða botnvörpu sem dæmi. „Ég spyr bara hvað næst? Það er líka það sem maður er að velta fyrir sér. Það kemur fram í skýrslunni að 70 prósent dýranna drepast samstundis og það geta alltaf komið upp svona aðstæður en ég er ekki í neinum vafa um að Hvalur muni einbeita sér að þessu, enda er enginn að leika sér að veiða þessi dýr svo að þau þjáist.“
Hvalveiðar Sjávarútvegur Stéttarfélög Vinnumarkaður Hvalfjarðarsveit Mest lesið Stefna að því að opna deiliþjónustu bílferða fljótlega Atvinnulíf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Dómstóll ógilti tollahækkanir Trump Viðskipti erlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent ESB skammar Shein: Falskir afslættir og villandi upplýsingar Neytendur Shein ginni neytendur til skyndikaupa Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Shein ginni neytendur til skyndikaupa Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Sjá meira