Álitið fjalli ekki um ákvörðun Jóns heldur heimildir þingsins Helena Rós Sturludóttir skrifar 12. maí 2023 12:53 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir álitið taka af allan vafa um að hann hafi farið á svig við lög við breytingar á umsóknum um ríkisborgararétt. Vísir/Vilhelm Einn höfunda lögfræðiálits Lagastofnunar Háskóla Íslands sem birt var á vef stjórnarráðsins í morgun segir álitið ekki beinlínis snúa að breyttu verklagi dómsmálaráðherra um afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun. Yfirlýsing ráðuneytisins um að ráðuneytið hafi farið að lögum varðandi umsóknir um ríkisborgararétt sé því of afdráttarlaus. Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu segir að ráðuneytið hafi farið að lögum varðandi umsóknir um ríkisborgararétt og er þar vísað til lögfræðiálits Lagastofnunar Háskóla Íslands. Hafsteinn Þór Hauksson, dósent í lögfræði og annar höfunda álitsgerðarinnar, segir álitið ekki snúa því hvort ákvörðun Jóns Gunnarsson um breytt verklag við afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun hafi verið rétt eða lögmæt. „Þetta breytta verklag leiddi til þess að þingmenn í nefndinni ákváðu að beita 51. grein þingskapalaga til að fá umsagnir frá stjórnvöldum fyrr í hendur,“ segir Hafsteinn og að um það snúist álitsgerðin. „Okkar álit fjallaði um það hvort þinginu væri rétt að beita 51. grein þingskapalaga til að kalla eftir þessum umræddu umsögnum sem stjórnvöld veita umsögnum um ríkisborgararétt,“ segir Hafsteinn. Í álitinu hafi umdeildar breytingar dómsmálaráðherra á reglum um afgreiðslu umsókna ekki verið skoðaðar sérstaklega. Hins vegar sé það mat höfunda álitsins að þingmönnum sé ekki heimilt að beita 51. grein þingskaparlaga þegar óskað er eftir umsögnum stjórnvalda í tilefni af umsóknum um veitingu ríkisborgararéttar. Aðspurður hvort yfirlýsingar ráðuneytisins um að það hafi farið að lögum séu rangar vill Hafsteinn ekki ganga svo langt að segja það hins vegar sé hún kannski full breiðvirk. „Það getur verið að hún sé svolítið full breiðvirk ef svo má að orði komast. Ég hef að vísu ekki lesið fréttina sjálfur. Ég er staddur erlendis á ráðstefnu og fjarri góðu gamni,“ segir Hafsteinn og bætir við: „Álitsgerðin fjallar í sjálfu sér ekki um það hvort dómsmálaráðuneytið hafi breytt verklagi sínu með eðlilegum hætti heldur um það hvort þingið geti beitt þessari 51. grein þingskapalaga.“ Dómsmálaráðherra túlkar álitið hins vegar á þann veg að hann hafi ekki farið á svig við lög. „Við óskuðum eftir því í ráðuneytinu að Lagastofnun Háskóla Íslands færi ofan í þetta mál og það kom frá þeim í gær greinargerð um þetta eða lögskýringar. Þar er auðvitað allur vafi tekinn af um það að við höfum eitthvað verið að fara á svig við lög,“ sagði Jón Gunnarsson að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Engin lög brotin og ekkert rætt um framtíð Jóns Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir skýrt að engin lög hafi verið brotin eftir að hann stóð af sér vantrauststillögu á Alþingi í dag. Ekkert hafi verið rætt við hann um hvort að hann láti af embætti ráðherra á næstunni eins og lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins. 30. mars 2023 15:29 Forsætisráðherra segir málið snúast um lagalegan ágreining Allar líkur eru á að vantrauststillaga fjögurra stjórnarandstöðuflokka á dómsmálaráðherra verði felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi síðar í dag. Tillöguflytjendur segja ráðherrann hafa brotið gegn einni af grunnstoðum þingræðisins. Forsætisráðherra segir deiluna hins vegar lögfræðilega og ekki grundvöll til vantrausts. 30. mars 2023 12:13 Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu segir að ráðuneytið hafi farið að lögum varðandi umsóknir um ríkisborgararétt og er þar vísað til lögfræðiálits Lagastofnunar Háskóla Íslands. Hafsteinn Þór Hauksson, dósent í lögfræði og annar höfunda álitsgerðarinnar, segir álitið ekki snúa því hvort ákvörðun Jóns Gunnarsson um breytt verklag við afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun hafi verið rétt eða lögmæt. „Þetta breytta verklag leiddi til þess að þingmenn í nefndinni ákváðu að beita 51. grein þingskapalaga til að fá umsagnir frá stjórnvöldum fyrr í hendur,“ segir Hafsteinn og að um það snúist álitsgerðin. „Okkar álit fjallaði um það hvort þinginu væri rétt að beita 51. grein þingskapalaga til að kalla eftir þessum umræddu umsögnum sem stjórnvöld veita umsögnum um ríkisborgararétt,“ segir Hafsteinn. Í álitinu hafi umdeildar breytingar dómsmálaráðherra á reglum um afgreiðslu umsókna ekki verið skoðaðar sérstaklega. Hins vegar sé það mat höfunda álitsins að þingmönnum sé ekki heimilt að beita 51. grein þingskaparlaga þegar óskað er eftir umsögnum stjórnvalda í tilefni af umsóknum um veitingu ríkisborgararéttar. Aðspurður hvort yfirlýsingar ráðuneytisins um að það hafi farið að lögum séu rangar vill Hafsteinn ekki ganga svo langt að segja það hins vegar sé hún kannski full breiðvirk. „Það getur verið að hún sé svolítið full breiðvirk ef svo má að orði komast. Ég hef að vísu ekki lesið fréttina sjálfur. Ég er staddur erlendis á ráðstefnu og fjarri góðu gamni,“ segir Hafsteinn og bætir við: „Álitsgerðin fjallar í sjálfu sér ekki um það hvort dómsmálaráðuneytið hafi breytt verklagi sínu með eðlilegum hætti heldur um það hvort þingið geti beitt þessari 51. grein þingskapalaga.“ Dómsmálaráðherra túlkar álitið hins vegar á þann veg að hann hafi ekki farið á svig við lög. „Við óskuðum eftir því í ráðuneytinu að Lagastofnun Háskóla Íslands færi ofan í þetta mál og það kom frá þeim í gær greinargerð um þetta eða lögskýringar. Þar er auðvitað allur vafi tekinn af um það að við höfum eitthvað verið að fara á svig við lög,“ sagði Jón Gunnarsson að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Engin lög brotin og ekkert rætt um framtíð Jóns Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir skýrt að engin lög hafi verið brotin eftir að hann stóð af sér vantrauststillögu á Alþingi í dag. Ekkert hafi verið rætt við hann um hvort að hann láti af embætti ráðherra á næstunni eins og lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins. 30. mars 2023 15:29 Forsætisráðherra segir málið snúast um lagalegan ágreining Allar líkur eru á að vantrauststillaga fjögurra stjórnarandstöðuflokka á dómsmálaráðherra verði felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi síðar í dag. Tillöguflytjendur segja ráðherrann hafa brotið gegn einni af grunnstoðum þingræðisins. Forsætisráðherra segir deiluna hins vegar lögfræðilega og ekki grundvöll til vantrausts. 30. mars 2023 12:13 Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Engin lög brotin og ekkert rætt um framtíð Jóns Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir skýrt að engin lög hafi verið brotin eftir að hann stóð af sér vantrauststillögu á Alþingi í dag. Ekkert hafi verið rætt við hann um hvort að hann láti af embætti ráðherra á næstunni eins og lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins. 30. mars 2023 15:29
Forsætisráðherra segir málið snúast um lagalegan ágreining Allar líkur eru á að vantrauststillaga fjögurra stjórnarandstöðuflokka á dómsmálaráðherra verði felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi síðar í dag. Tillöguflytjendur segja ráðherrann hafa brotið gegn einni af grunnstoðum þingræðisins. Forsætisráðherra segir deiluna hins vegar lögfræðilega og ekki grundvöll til vantrausts. 30. mars 2023 12:13
Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42