Slær líka á putta Kópavogs vegna nemendakerfis Árni Sæberg skrifar 12. maí 2023 13:32 Grunnskólar í Kópavogi brutu í bága við persónuverndarlöggjöf með notkun Seesaw. Vísir/Vilhelm Persónuvernd hefur gert Kópavogsbæ að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna notkunar bæjarins á nemendakerfinu Seesaw. Reykjavíkurborg var gert að greiða fimm milljónakróna sekt vegna notkunar sama kerfis í fyrra. Persónuvernd tók ákvörðun um að sekta sveitarfélagið í byrjun mánaðar en ákvörðunin var birt á vef stjórnvaldsins í dag. Í ákvörðuninni segir að grunnskólar Kópavogsbæjar hafi notað upplýsingatæknikerfi án þess að gætt væri að kröfum persónuverndarlöggjafarinnar. Úttekt Persónuverndar á notkun kerfisins hafi leitt í ljós margvísleg brot sveitarfélagsins á löggjöfinni. „Persónuupplýsingar barna njóta sérstakrar verndar. Þegar nota á upplýsingatæknikerfi í grunnskólastarfi er mikilvægt að hugað sé að þeirri vernd og farið að kröfum persónuverndarlöggjafarinnar til hins ýtrasta,“ segir í ákvörðuninni. Reykjvíkurborg var sektuð fyrir sams konar brot í fyrra. Sviðsstjóri skóla- og frístundassviðs Reykjavíkurborgar, sagði þá að niðurstaða stofnunarinnar myndi leiða til þess að skólum um allt land yrði ókleift að innleiða tæknilausnir í óbreyttu umhverfi. Fara þyrfti vandlega yfir stöðu mála. Samevrópsk úttekt Upphaf málsins má rekja til úttektar Persónuverndar á notkun skýjaþjónustu Seesaw og Google í grunnskólastarfi. Úttektin var þáttur í víðtækara verkefni sem unnið var að frumkvæði Evrópska persónuverndarráðsins, þar sem meirihluti aðildarríkja ráðsins sinnir sameiginlegum viðfangsefnum á samræmdan hátt, en ákveðið var að setja notkun opinberra aðila á skýjaþjónustu í forgang árið 2022. Úttektin leiddi í ljós margvísleg brot Kópavogsbæjar á persónuverndarlöggjöfinni. Meðal annars studdist vinnsla persónuupplýsinga grunnskólanemenda í kerfinu ekki við fullnægjandi vinnsluheimild þar sem hún rúmaðist ekki að öllu leyti innan þeirra lögbundnu verkefna sem Kópavogsbæ eru falin með lögum um grunnskóla. Að auki var vinnslan ekki talin vera í samræmi við meginreglur persónuverndarlöggjafarinnar um lögmæta, sanngjarna og gagnsæja vinnslu, skýrt tilgreindan, lögmætan og málefnalegan tilgang, meðalhóf og varðveislu persónuupplýsinga. Áhætta fylgir því að senda upplýsingar til Bandaríkjanna Í ákvörðuninni segir að við ákvörðun um hvort leggja skyldi á sekt og hver fjárhæð hennar skyldi vera hafi verið litið til þess meðal annars að brot Kópavogsbæjar vörðuðu persónuupplýsingar barna, sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni og líkur hafi þótt á að skráðar væru í kerfið viðkvæmar persónuupplýsingar þeirra og upplýsingar viðkvæms eðlis. Þá hafi verið horft til þess að áhætta fylgi því að persónuupplýsingar séu fluttar til Bandaríkjanna og unnar þar án þess að gripið hafi verið til viðeigandi verndarráðstafana. Á hinn bóginn hafi einnig verið litið til þess að ekkert tjón virtist hafa orðið vegna brotanna, ekkert benti til annars en að almennt upplýsingaöryggi Seesaw væri fullnægjandi og að Kópavogsbær svaraði erindum Persónuverndar við meðferð málsins með skýrum og greinargóðum hætti. Persónuvernd Kópavogur Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Sektar borgina um fimm milljónir króna vegna Seesaw-nemendakerfisins Persónuvernd hefur lagt fyrir Reykjavíkurborg að greiða fimm milljónir króna stjórnvaldssekt á grundvelli fyrri ákvörðunar stofnunarinnar um notkun Seesaw-nemendakerfisins í grunnskólum borgarinnar. 9. maí 2022 08:02 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Persónuvernd tók ákvörðun um að sekta sveitarfélagið í byrjun mánaðar en ákvörðunin var birt á vef stjórnvaldsins í dag. Í ákvörðuninni segir að grunnskólar Kópavogsbæjar hafi notað upplýsingatæknikerfi án þess að gætt væri að kröfum persónuverndarlöggjafarinnar. Úttekt Persónuverndar á notkun kerfisins hafi leitt í ljós margvísleg brot sveitarfélagsins á löggjöfinni. „Persónuupplýsingar barna njóta sérstakrar verndar. Þegar nota á upplýsingatæknikerfi í grunnskólastarfi er mikilvægt að hugað sé að þeirri vernd og farið að kröfum persónuverndarlöggjafarinnar til hins ýtrasta,“ segir í ákvörðuninni. Reykjvíkurborg var sektuð fyrir sams konar brot í fyrra. Sviðsstjóri skóla- og frístundassviðs Reykjavíkurborgar, sagði þá að niðurstaða stofnunarinnar myndi leiða til þess að skólum um allt land yrði ókleift að innleiða tæknilausnir í óbreyttu umhverfi. Fara þyrfti vandlega yfir stöðu mála. Samevrópsk úttekt Upphaf málsins má rekja til úttektar Persónuverndar á notkun skýjaþjónustu Seesaw og Google í grunnskólastarfi. Úttektin var þáttur í víðtækara verkefni sem unnið var að frumkvæði Evrópska persónuverndarráðsins, þar sem meirihluti aðildarríkja ráðsins sinnir sameiginlegum viðfangsefnum á samræmdan hátt, en ákveðið var að setja notkun opinberra aðila á skýjaþjónustu í forgang árið 2022. Úttektin leiddi í ljós margvísleg brot Kópavogsbæjar á persónuverndarlöggjöfinni. Meðal annars studdist vinnsla persónuupplýsinga grunnskólanemenda í kerfinu ekki við fullnægjandi vinnsluheimild þar sem hún rúmaðist ekki að öllu leyti innan þeirra lögbundnu verkefna sem Kópavogsbæ eru falin með lögum um grunnskóla. Að auki var vinnslan ekki talin vera í samræmi við meginreglur persónuverndarlöggjafarinnar um lögmæta, sanngjarna og gagnsæja vinnslu, skýrt tilgreindan, lögmætan og málefnalegan tilgang, meðalhóf og varðveislu persónuupplýsinga. Áhætta fylgir því að senda upplýsingar til Bandaríkjanna Í ákvörðuninni segir að við ákvörðun um hvort leggja skyldi á sekt og hver fjárhæð hennar skyldi vera hafi verið litið til þess meðal annars að brot Kópavogsbæjar vörðuðu persónuupplýsingar barna, sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni og líkur hafi þótt á að skráðar væru í kerfið viðkvæmar persónuupplýsingar þeirra og upplýsingar viðkvæms eðlis. Þá hafi verið horft til þess að áhætta fylgi því að persónuupplýsingar séu fluttar til Bandaríkjanna og unnar þar án þess að gripið hafi verið til viðeigandi verndarráðstafana. Á hinn bóginn hafi einnig verið litið til þess að ekkert tjón virtist hafa orðið vegna brotanna, ekkert benti til annars en að almennt upplýsingaöryggi Seesaw væri fullnægjandi og að Kópavogsbær svaraði erindum Persónuverndar við meðferð málsins með skýrum og greinargóðum hætti.
Persónuvernd Kópavogur Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Sektar borgina um fimm milljónir króna vegna Seesaw-nemendakerfisins Persónuvernd hefur lagt fyrir Reykjavíkurborg að greiða fimm milljónir króna stjórnvaldssekt á grundvelli fyrri ákvörðunar stofnunarinnar um notkun Seesaw-nemendakerfisins í grunnskólum borgarinnar. 9. maí 2022 08:02 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Sektar borgina um fimm milljónir króna vegna Seesaw-nemendakerfisins Persónuvernd hefur lagt fyrir Reykjavíkurborg að greiða fimm milljónir króna stjórnvaldssekt á grundvelli fyrri ákvörðunar stofnunarinnar um notkun Seesaw-nemendakerfisins í grunnskólum borgarinnar. 9. maí 2022 08:02