Gefa Evrópuráðinu fundarhamar eftir Siggu á Grund að gjöf Atli Ísleifsson skrifar 12. maí 2023 13:46 Hamarinn hvílir á litlum stokki sem er holur að innan og þar má koma fyrir góðum skilaboðum til næstu formennsku. Stjr Íslensk stjórnvöld munu gefa ráðherranefnd Evrópuráðsins útskorinn fundarhamar eftir listakonuna Sigríði Kristjánsdóttur, betur þekkt sem Sigga á Grund, að gjöf í tilefni af leiðtogafundinum sem hefst í Reykjavík á þriðjudag. Fyrirmynd hamarsins er fundarhamar Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara sem upprunalega var gefinn Sameinuðu þjóðunum árið 1952 þegar nýjar höfuðstöðvar stofnunarinnar í New York voru teknar í notkun. Frá þessu segir á vef stjórnarráðsins en hefð er fyrir því að formennskuríki Evrópuráðsins gefi Evrópuráðinu gjöf við lok formennskutímabilsins. Fram kemur að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra muni sem forseti ráðherranefndar Evrópuráðsins afhenda Edgars Rinkēvičs, utanríkisráðherra Lettlands, fundarhamarinn á lokaathöfn leiðtogafundar Evrópuráðsins 17. maí. Lettar taka þá formlega við formennsku í ráðinu. Sigríður Kristjánsdóttir, betur þekkt sem Sigga á Grund. Magnús Hlynur „Listakonan Sigríður Kristjánsdóttur, Sigga á Grund, skar hamarinn út, sem notaður verður til að stýra fundum ráðherranefndarinnar. Efniviður Sigríðar í verkið er gamall peruviður sem að hennar sögn kemur einmitt frá gömlu meisturunum. Í upprunalegt verk sitt, sem stundum er kallað Ásmundarnautur, valdi Ásmundur Sveinsson þemað „Bæn víkingsins fyrir friði“, sem sést þegar vel er að gáð að hamarshöfuðið er stílfærður víkingur með spenntar greipar fyrir brjósti sér,“ segir í tilkynningunni. Hamarinn hvílir á litlum stokki sem er holur að innan og þar má koma fyrir góðum skilaboðum til næstu formennsku. Á hamarinn er letrað á latínu og íslensku: Legibus gentes moderandae sunt - Með lögum skal land byggja. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Handverk Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Búin að skera út allar gangtegundir íslenska hestsins Íslenskur hesturinn er í miklu metum og uppáhaldi hjá Sigríði Jónu Kristjánsdóttur, alltaf kölluð Sigga á Grund, útskurðarmeistara í Flóanum, enda var hún að ljúka við að skera út allar fimm gangtegundir hestsins. Auk þess var hún að gera risa drykkjarhorn úr nautgripahorni. 13. maí 2022 19:30 Eftirmynd af auga Lindu Pé komið upp á vegg Efturlíking af auga Lindu Pétursdóttur, alheimsfegurðardrottingu er nú komið upp á vegg á safni í Flóanum en það var rennt og skorið út í tré. Listamaðurinn er mjög stoltur af auganu, svo ekki sé minnst á gesti safnsins, sem dást af verkinu og auga Lindu Pé. 6. júní 2022 20:31 Gestir fá gæsahúð þegar þeir sjá þetta listaverk Útskurðarverk af vanfærri konu, eftir listakonu í Flóahreppi, vekur slíka hrifningu að gestir fá gæsahúð og fölna upp. 24. mars 2015 20:47 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Fyrirmynd hamarsins er fundarhamar Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara sem upprunalega var gefinn Sameinuðu þjóðunum árið 1952 þegar nýjar höfuðstöðvar stofnunarinnar í New York voru teknar í notkun. Frá þessu segir á vef stjórnarráðsins en hefð er fyrir því að formennskuríki Evrópuráðsins gefi Evrópuráðinu gjöf við lok formennskutímabilsins. Fram kemur að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra muni sem forseti ráðherranefndar Evrópuráðsins afhenda Edgars Rinkēvičs, utanríkisráðherra Lettlands, fundarhamarinn á lokaathöfn leiðtogafundar Evrópuráðsins 17. maí. Lettar taka þá formlega við formennsku í ráðinu. Sigríður Kristjánsdóttir, betur þekkt sem Sigga á Grund. Magnús Hlynur „Listakonan Sigríður Kristjánsdóttur, Sigga á Grund, skar hamarinn út, sem notaður verður til að stýra fundum ráðherranefndarinnar. Efniviður Sigríðar í verkið er gamall peruviður sem að hennar sögn kemur einmitt frá gömlu meisturunum. Í upprunalegt verk sitt, sem stundum er kallað Ásmundarnautur, valdi Ásmundur Sveinsson þemað „Bæn víkingsins fyrir friði“, sem sést þegar vel er að gáð að hamarshöfuðið er stílfærður víkingur með spenntar greipar fyrir brjósti sér,“ segir í tilkynningunni. Hamarinn hvílir á litlum stokki sem er holur að innan og þar má koma fyrir góðum skilaboðum til næstu formennsku. Á hamarinn er letrað á latínu og íslensku: Legibus gentes moderandae sunt - Með lögum skal land byggja.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Handverk Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Búin að skera út allar gangtegundir íslenska hestsins Íslenskur hesturinn er í miklu metum og uppáhaldi hjá Sigríði Jónu Kristjánsdóttur, alltaf kölluð Sigga á Grund, útskurðarmeistara í Flóanum, enda var hún að ljúka við að skera út allar fimm gangtegundir hestsins. Auk þess var hún að gera risa drykkjarhorn úr nautgripahorni. 13. maí 2022 19:30 Eftirmynd af auga Lindu Pé komið upp á vegg Efturlíking af auga Lindu Pétursdóttur, alheimsfegurðardrottingu er nú komið upp á vegg á safni í Flóanum en það var rennt og skorið út í tré. Listamaðurinn er mjög stoltur af auganu, svo ekki sé minnst á gesti safnsins, sem dást af verkinu og auga Lindu Pé. 6. júní 2022 20:31 Gestir fá gæsahúð þegar þeir sjá þetta listaverk Útskurðarverk af vanfærri konu, eftir listakonu í Flóahreppi, vekur slíka hrifningu að gestir fá gæsahúð og fölna upp. 24. mars 2015 20:47 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Búin að skera út allar gangtegundir íslenska hestsins Íslenskur hesturinn er í miklu metum og uppáhaldi hjá Sigríði Jónu Kristjánsdóttur, alltaf kölluð Sigga á Grund, útskurðarmeistara í Flóanum, enda var hún að ljúka við að skera út allar fimm gangtegundir hestsins. Auk þess var hún að gera risa drykkjarhorn úr nautgripahorni. 13. maí 2022 19:30
Eftirmynd af auga Lindu Pé komið upp á vegg Efturlíking af auga Lindu Pétursdóttur, alheimsfegurðardrottingu er nú komið upp á vegg á safni í Flóanum en það var rennt og skorið út í tré. Listamaðurinn er mjög stoltur af auganu, svo ekki sé minnst á gesti safnsins, sem dást af verkinu og auga Lindu Pé. 6. júní 2022 20:31
Gestir fá gæsahúð þegar þeir sjá þetta listaverk Útskurðarverk af vanfærri konu, eftir listakonu í Flóahreppi, vekur slíka hrifningu að gestir fá gæsahúð og fölna upp. 24. mars 2015 20:47