Drógu rauða spjaldið til baka og segjast ekki hafa séð öll sjónarhorn Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2023 14:05 Frá þessu sjónarhorni, sem dómararnir skoðuðu í leiknum eins og sést á mynd, sést að Ólafur Ægir Ólafsson togaði í treyju Igors Kopishinsky í átökum þeirra úti við hliðarlínu. Stöð 2 Sport Aftureldingarmenn hafa verið afar svekktir vegna umdeildra ákvarðana dómara eftir síðustu tvo leiki gegn Haukum, og kætast varla nú þegar dómararnir hafa viðurkennt afdrifarík mistök í gærkvöld. Haukar komust í 2-1 í einvígi sínu gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ í gær, eftir framlengdan leik, í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Mikið hefur verið rætt og ritað um það sem gerðist á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar Ihor Kopyshynskyi fékk að líta rauða spjaldið eftir brot á Ólafi Ægi Ólafssyni úti við hliðarlínu. Dómarar leiksins, þeir Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson, skoðuðu atvikið á skjá áður en þeir gáfu Ihor rauða spjaldið og dæmdu víti, sem Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði úr til að tryggja Haukum framlengingu. Samkvæmt úrskurði aganefndar HSÍ vegna málsins, sem birtur er í dag, hefur rauða spjaldið hins vegar verið dregið til baka. Þar segir að samkvæmt agaskýrslu dómara hafi þeir ekki séð öll möguleg sjónarhorn af atvikinu og að við nánari skoðun dómara að leik loknum hafi þeir séð að Ihor hafi ekki brotið reglu 8.10 c. Úr leikreglum IHF: Útilokun vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar sem skrifleg skýrsla fylgir 8:10 Flokki dómarar hegðun sem mjög grófa ódrengilega hegðun er henni refsað samkvæmt eftirfarandi reglum... Við eftirfarandi brot (c, d), skal vítakast dæmt til handa mótherjunum. c) ef að boltinn er úr leik á síðustu 30 sekúndum leiksins og leikmaður eða starfsmaður liðs kemur í veg fyrir eða tefur framkvæmd kasts mótherja til þess að hindra þá í að ná skoti á mark eða að fá upplagt markfæri skal útiloka hinn brotlega leikmann/starfsmann og vítakast skal dæmt til handa mótherjunum. Þetta á við um allt sem veldur truflun (s.s., með lítilli líkamlegri aðgerð, að stöðva töku kasts, trufla móttöku bolta, sleppa ekki bolta). Þó er erfitt að sjá að dómararnir hafi ekki fengið að sjá þau sjónarhorn sem í boði voru, því í beinni sjónvarpsútsendingu mátti sjá þá skoða atvikið og um leið hvaða sjónarhorn þeir skoðuðu þá, eins og sést á myndinni hér að ofan. Samkvæmt upplýsingum Vísis fengu dómararnir raunar í varsjánni að sjá það sjónarhorn sem sýndi atvikið best en þó aðeins einu sinni. Við nánari skoðun frá því sjónarhorni eftir leik varð niðurstaðan sú að draga rauða spjaldið til baka. Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson töldu rauða spjaldið sem þeir gáfu vera rangan dóm eftir leik.vísir/Diego Nú er þó ljóst að Ihor á ekki á hættu að fara í leikbann en ljóst er að málið er svekkjandi fyrir Aftureldingu sem nú er 2-1 undir í einvíginu og á því á hættu að falla úr keppni á sunnudaginn þegar fjórði leikur einvígisins verður spilaður. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar Afturelding Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira
Haukar komust í 2-1 í einvígi sínu gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ í gær, eftir framlengdan leik, í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Mikið hefur verið rætt og ritað um það sem gerðist á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar Ihor Kopyshynskyi fékk að líta rauða spjaldið eftir brot á Ólafi Ægi Ólafssyni úti við hliðarlínu. Dómarar leiksins, þeir Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson, skoðuðu atvikið á skjá áður en þeir gáfu Ihor rauða spjaldið og dæmdu víti, sem Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði úr til að tryggja Haukum framlengingu. Samkvæmt úrskurði aganefndar HSÍ vegna málsins, sem birtur er í dag, hefur rauða spjaldið hins vegar verið dregið til baka. Þar segir að samkvæmt agaskýrslu dómara hafi þeir ekki séð öll möguleg sjónarhorn af atvikinu og að við nánari skoðun dómara að leik loknum hafi þeir séð að Ihor hafi ekki brotið reglu 8.10 c. Úr leikreglum IHF: Útilokun vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar sem skrifleg skýrsla fylgir 8:10 Flokki dómarar hegðun sem mjög grófa ódrengilega hegðun er henni refsað samkvæmt eftirfarandi reglum... Við eftirfarandi brot (c, d), skal vítakast dæmt til handa mótherjunum. c) ef að boltinn er úr leik á síðustu 30 sekúndum leiksins og leikmaður eða starfsmaður liðs kemur í veg fyrir eða tefur framkvæmd kasts mótherja til þess að hindra þá í að ná skoti á mark eða að fá upplagt markfæri skal útiloka hinn brotlega leikmann/starfsmann og vítakast skal dæmt til handa mótherjunum. Þetta á við um allt sem veldur truflun (s.s., með lítilli líkamlegri aðgerð, að stöðva töku kasts, trufla móttöku bolta, sleppa ekki bolta). Þó er erfitt að sjá að dómararnir hafi ekki fengið að sjá þau sjónarhorn sem í boði voru, því í beinni sjónvarpsútsendingu mátti sjá þá skoða atvikið og um leið hvaða sjónarhorn þeir skoðuðu þá, eins og sést á myndinni hér að ofan. Samkvæmt upplýsingum Vísis fengu dómararnir raunar í varsjánni að sjá það sjónarhorn sem sýndi atvikið best en þó aðeins einu sinni. Við nánari skoðun frá því sjónarhorni eftir leik varð niðurstaðan sú að draga rauða spjaldið til baka. Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson töldu rauða spjaldið sem þeir gáfu vera rangan dóm eftir leik.vísir/Diego Nú er þó ljóst að Ihor á ekki á hættu að fara í leikbann en ljóst er að málið er svekkjandi fyrir Aftureldingu sem nú er 2-1 undir í einvíginu og á því á hættu að falla úr keppni á sunnudaginn þegar fjórði leikur einvígisins verður spilaður. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Úr leikreglum IHF: Útilokun vegna mjög grófrar ódrengilegrar hegðunar sem skrifleg skýrsla fylgir 8:10 Flokki dómarar hegðun sem mjög grófa ódrengilega hegðun er henni refsað samkvæmt eftirfarandi reglum... Við eftirfarandi brot (c, d), skal vítakast dæmt til handa mótherjunum. c) ef að boltinn er úr leik á síðustu 30 sekúndum leiksins og leikmaður eða starfsmaður liðs kemur í veg fyrir eða tefur framkvæmd kasts mótherja til þess að hindra þá í að ná skoti á mark eða að fá upplagt markfæri skal útiloka hinn brotlega leikmann/starfsmann og vítakast skal dæmt til handa mótherjunum. Þetta á við um allt sem veldur truflun (s.s., með lítilli líkamlegri aðgerð, að stöðva töku kasts, trufla móttöku bolta, sleppa ekki bolta).
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Haukar Afturelding Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Sjá meira