Kristensen bjargaði mikilvægu stigi fyrir Leeds Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. maí 2023 13:27 Rasmus Kristensen reyndist hetja Leeds í dag. Stu Forster/Getty Images Rasmus Kristensen reyndist hetja Leeds er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Newcastle í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leeds og Newcastle eru í baráttu á sitt hvorum enda töflunnar og þurftu bæði á stigum að halda í dag. Newcastle hedði með sigri farið langleiðina með að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili, en Leeds hefði lyft sér upp úr fallsæti með sigri. Það voru heimamenn í Leeds sem voru fyrri til að brjóta ísinn þegar Luke Ayling kom boltanum í netið strax á sjöundu mínútu áður en Patrick Bamford fékk tækifæri til að tvöfalda forystu liðsins af vítapunktinum tuttugu mínútu síðar eftir að Joelinton gerðist brotlegur innan vítateigs. Bamford tók spyrnuna, en Nick Pope sá við honum í marki Newcastle. Gestirnir fengu svo sjálfir vítaspyrnu eftir hálftíma leik þegar Maximillian Woeber braut á Alexander Isak innan vítateigs. Callum Wilson steig á punktinn og skoraði fram hjá Joel Robles í marki Leeds. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik og staðan var því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo ekki fyrr en að rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka að það fró loksins til tíðinda á ný. Junior Firpo virtist þá handleika knöttinn innan vítateigs og eftir langa skoðun myndbandsdómara fór dómari leiksins, Simon Hooper, sjálfur í skjáinn og dæmdi vítaspyrnu. Callum Wilson steig aftur á punktinn, skoraði af miklu öryggi og kom Newcastle í forystu. Heimamenn lögðu þó ekki árar í bát og á 79. mínútu jafnaði Rasmus Kristensen metin fyrir Leeds með föstu skoti sem fór af varnarmanni Newcastle og í netið og staðan því orðin 2-2. Heimamenn þurftu svo að leika manni færri í uppbótartímanum eftir að Junior Firpo braut klaufalega á Anthony Gordon, en það kom þó ekki að sök og niðurstaðan varð 2-2 jafntefli. Leeds er nú með 31 stig í 18. sæti deildarinnar þegar liðið á tvo leiki eftir, einu stigi frá öruggu sæti. Newcastle situr hins vegar í þriðja sæti deildarinnar með 66 stig og liðið þarf fimm stig í viðbót í seinustu þremur leikjum tímabilsins til að gulltryggja sæti sitt í Meistaradeild Evrópu. Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Sjá meira
Leeds og Newcastle eru í baráttu á sitt hvorum enda töflunnar og þurftu bæði á stigum að halda í dag. Newcastle hedði með sigri farið langleiðina með að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili, en Leeds hefði lyft sér upp úr fallsæti með sigri. Það voru heimamenn í Leeds sem voru fyrri til að brjóta ísinn þegar Luke Ayling kom boltanum í netið strax á sjöundu mínútu áður en Patrick Bamford fékk tækifæri til að tvöfalda forystu liðsins af vítapunktinum tuttugu mínútu síðar eftir að Joelinton gerðist brotlegur innan vítateigs. Bamford tók spyrnuna, en Nick Pope sá við honum í marki Newcastle. Gestirnir fengu svo sjálfir vítaspyrnu eftir hálftíma leik þegar Maximillian Woeber braut á Alexander Isak innan vítateigs. Callum Wilson steig á punktinn og skoraði fram hjá Joel Robles í marki Leeds. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrri hálfleik og staðan var því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo ekki fyrr en að rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka að það fró loksins til tíðinda á ný. Junior Firpo virtist þá handleika knöttinn innan vítateigs og eftir langa skoðun myndbandsdómara fór dómari leiksins, Simon Hooper, sjálfur í skjáinn og dæmdi vítaspyrnu. Callum Wilson steig aftur á punktinn, skoraði af miklu öryggi og kom Newcastle í forystu. Heimamenn lögðu þó ekki árar í bát og á 79. mínútu jafnaði Rasmus Kristensen metin fyrir Leeds með föstu skoti sem fór af varnarmanni Newcastle og í netið og staðan því orðin 2-2. Heimamenn þurftu svo að leika manni færri í uppbótartímanum eftir að Junior Firpo braut klaufalega á Anthony Gordon, en það kom þó ekki að sök og niðurstaðan varð 2-2 jafntefli. Leeds er nú með 31 stig í 18. sæti deildarinnar þegar liðið á tvo leiki eftir, einu stigi frá öruggu sæti. Newcastle situr hins vegar í þriðja sæti deildarinnar með 66 stig og liðið þarf fimm stig í viðbót í seinustu þremur leikjum tímabilsins til að gulltryggja sæti sitt í Meistaradeild Evrópu.
Enski boltinn Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Sjá meira