Björgvini Páli leiðist í sumarfríi: „Maður stoppar aldrei á þessum aldri“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2023 23:00 Björgvin Páll hefur verið lengi að. Vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, fór heldur fyrr í sumarfrí í ár en hann er vanur. Hann kveðst ekki njóta þess neitt sérstaklega. Valur vann alla titla sem í boði voru á síðustu leiktíð og gerðu flest ráð fyrir svipuðum árangri í ár. Valur fékk hins vegar sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þar sem það stóð sig afar vel og komst áfram í útsláttarkeppnina þar sem Göppingen reyndist of sterkt. Mikið álag fylgdi Evrópuverkefninu og þar af leiðandi töluverð meiðsli leikmanna. Þeir urðu deildarmeistarar þrátt fyrir að tapa síðustu fimm deildarleikjum sínum. Haukar slógu þá svo úr í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar og fóru Valsmenn því öllu fyrr í sumarfrí en þeir eru vanir. „Nei, satt besta að segja ekki. Það er smá pirringur og reiði í bland við að vera með fjölskyldunni og notið þess líka. Einhvern veginn byrjar bara næsta tímabil strax daginn eftir, erum byrjaðir að æfa aftur,“ sagði Björgvin Páll aðspurður hvort hann hefði notið frísins. „Ég persónulega er orðinn það gamall að ég tími ekki að taka langt frí. Tók 3-4 daga til þess aðeins að anda en kominn á fullt skrið aftur með ný markmið, sama hvort það tengist Val eða landsliðinu. Maður stoppar aldrei á þessum aldri, annars morknar maður niður og þá er þetta orðið erfitt,“ sagði hinn 37 ára gamli markvörður. „Klárlega langt sumarfrí, maður gerði það besta úr því. Þetta var langt tímabil, fjöldi leikja og álag. Tímabilið þar á undan sem við unnum alla titla sem við gátum unnið. Búið að vera skemmtilegt tímabil en kannski leiðinlegur endir á því.“ „Frábært að geta andað aðeins og safnað kröftum því þurfum að koma okkur í stand til að geta barist um titilinn á næsta ári,“ sagði Björgvin Páll að endingu. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Handbolti Valur Landslið karla í handbolta Olís-deild karla Tengdar fréttir „Spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi“ „Skemmtilegur riðill, alvöru þjóðir og þjóðir sem við þekkjum vel,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, eftir að dregið var í riðla á EM 2024 í handbolta sem fram fer í Þýskalandi. 10. maí 2023 23:01 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Valur vann alla titla sem í boði voru á síðustu leiktíð og gerðu flest ráð fyrir svipuðum árangri í ár. Valur fékk hins vegar sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þar sem það stóð sig afar vel og komst áfram í útsláttarkeppnina þar sem Göppingen reyndist of sterkt. Mikið álag fylgdi Evrópuverkefninu og þar af leiðandi töluverð meiðsli leikmanna. Þeir urðu deildarmeistarar þrátt fyrir að tapa síðustu fimm deildarleikjum sínum. Haukar slógu þá svo úr í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar og fóru Valsmenn því öllu fyrr í sumarfrí en þeir eru vanir. „Nei, satt besta að segja ekki. Það er smá pirringur og reiði í bland við að vera með fjölskyldunni og notið þess líka. Einhvern veginn byrjar bara næsta tímabil strax daginn eftir, erum byrjaðir að æfa aftur,“ sagði Björgvin Páll aðspurður hvort hann hefði notið frísins. „Ég persónulega er orðinn það gamall að ég tími ekki að taka langt frí. Tók 3-4 daga til þess aðeins að anda en kominn á fullt skrið aftur með ný markmið, sama hvort það tengist Val eða landsliðinu. Maður stoppar aldrei á þessum aldri, annars morknar maður niður og þá er þetta orðið erfitt,“ sagði hinn 37 ára gamli markvörður. „Klárlega langt sumarfrí, maður gerði það besta úr því. Þetta var langt tímabil, fjöldi leikja og álag. Tímabilið þar á undan sem við unnum alla titla sem við gátum unnið. Búið að vera skemmtilegt tímabil en kannski leiðinlegur endir á því.“ „Frábært að geta andað aðeins og safnað kröftum því þurfum að koma okkur í stand til að geta barist um titilinn á næsta ári,“ sagði Björgvin Páll að endingu. Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan.
Handbolti Valur Landslið karla í handbolta Olís-deild karla Tengdar fréttir „Spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi“ „Skemmtilegur riðill, alvöru þjóðir og þjóðir sem við þekkjum vel,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, eftir að dregið var í riðla á EM 2024 í handbolta sem fram fer í Þýskalandi. 10. maí 2023 23:01 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
„Spilað yfir 250 leiki og mér líður eins og helmingurinn af þeim sé á móti Ungverjalandi“ „Skemmtilegur riðill, alvöru þjóðir og þjóðir sem við þekkjum vel,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, eftir að dregið var í riðla á EM 2024 í handbolta sem fram fer í Þýskalandi. 10. maí 2023 23:01