Skíðagöngufólkið er fundið Árni Sæberg skrifar 13. maí 2023 23:24 Frá björgunarstörfum á Vatnajökli í nótt. Landsbjörg Hópur skíðagöngufólks, sem leitað hafði verið frá því um klukkan 15 í dag, er fundinn. Í kvöld náðist samband við fólkið en langan tíma tók að fá staðsetningu þeirra staðfesta. Ástand fólksins er gott miðað við aðstæður, það var komið í tjöld og enginn kennir sér meins nema konan sem fékk sleða í höfuðið í dag. Síðdegis í dag óskaði hópur gönguskíðafólks á Vatnajökli eftir aðstoð viðbragðsaðila eftir að kona úr hópnum datt og fékk sleða, sem hún var með í eftirdragi, í höfuðið. Þegar björgunarsveitarfólk kom að þeim stað, þar sem talið var að fólkið væri, bólaði ekkert á hópnum. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að fólkið hafi sent viðbragðsaðilum hnit úr staðsetningartæki. Hins vegar virðist svo vera að tæki hópsins noti annað kerfi en Landsbjörg og því tók lengri tíma en ella að staðsetja hópinn. Hann segir að björgunarsveitir víða að af landinum hafi verið kallaðar til enda var óttast að leitin gæti teygt sig inn í nóttina og jafnvel lengur. Leitarskilyrði voru með versta móti og skyggni nánast ekki neitt. Hann segir þó að vel hafi farið um fólkið inni í tjaldi og að ekki hafi væst um það uppi á jöklinum. Þó sé veðurspá mjög slæm fyrir nóttina og því hafi mikið púður verið sett í leitina, sem skilaði loks árangri um klukkan 23:45 í kvöld. Björgunarsveitarmenn á snjósleðum tóku þátt í leitinni.Landsbjörg Þiggja líklega far niður af jöklinum Jón Þór segir að nú sé verið að koma slösuðu konunni fyrir í bíl og búa hana til flutnings niður af jöklinum. Hann býr ekki yfir upplýsingum um hvaða leið verður farin niður af jöklinum og veit þar af leiðandi ekki hvar konan endar. Líklegast sé þó að henni verði ekið á Landspítalann. Þá kveðst Jón Þór ekki vita hvað samferðamenn konunnar, sem allir eru spænskumælandi, ætla að gera í framhaldinu. Hann telur þó líklegast að þeir muni þiggja far með björgunarsveitarmönnum niður af jöklinum. Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs. 13. maí 2023 17:37 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Síðdegis í dag óskaði hópur gönguskíðafólks á Vatnajökli eftir aðstoð viðbragðsaðila eftir að kona úr hópnum datt og fékk sleða, sem hún var með í eftirdragi, í höfuðið. Þegar björgunarsveitarfólk kom að þeim stað, þar sem talið var að fólkið væri, bólaði ekkert á hópnum. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að fólkið hafi sent viðbragðsaðilum hnit úr staðsetningartæki. Hins vegar virðist svo vera að tæki hópsins noti annað kerfi en Landsbjörg og því tók lengri tíma en ella að staðsetja hópinn. Hann segir að björgunarsveitir víða að af landinum hafi verið kallaðar til enda var óttast að leitin gæti teygt sig inn í nóttina og jafnvel lengur. Leitarskilyrði voru með versta móti og skyggni nánast ekki neitt. Hann segir þó að vel hafi farið um fólkið inni í tjaldi og að ekki hafi væst um það uppi á jöklinum. Þó sé veðurspá mjög slæm fyrir nóttina og því hafi mikið púður verið sett í leitina, sem skilaði loks árangri um klukkan 23:45 í kvöld. Björgunarsveitarmenn á snjósleðum tóku þátt í leitinni.Landsbjörg Þiggja líklega far niður af jöklinum Jón Þór segir að nú sé verið að koma slösuðu konunni fyrir í bíl og búa hana til flutnings niður af jöklinum. Hann býr ekki yfir upplýsingum um hvaða leið verður farin niður af jöklinum og veit þar af leiðandi ekki hvar konan endar. Líklegast sé þó að henni verði ekið á Landspítalann. Þá kveðst Jón Þór ekki vita hvað samferðamenn konunnar, sem allir eru spænskumælandi, ætla að gera í framhaldinu. Hann telur þó líklegast að þeir muni þiggja far með björgunarsveitarmönnum niður af jöklinum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs. 13. maí 2023 17:37 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs. 13. maí 2023 17:37