Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf. Vísir

Hvalur hf. tapaði þremur milljörðum króna á hvalveiðum á árunum 2012 til 2020. Á sama tíma hagnaðist félagið um þrjátíu milljarða á öðrum fjárfestingum, ótengdum útgerð. Í hádegisfréttum á Bylgjunni verður rætt við lögmann Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem segir einsýnt að stöðva verði hvalveiðar hið snarasta.

Þá heyrum við hetjusögu björgunarsveitamanna sem sóttu skíðagönguhóp á Vatnajökul í gær. Kona í hópnum hafði slasast og tók sextán klukkustundir að koma henni undir læknishendur. 

Við rýnum í nýja rannsókn, sem sýnir að sykraðir gosdrykkir innihalda allt að 100 sinnum meira plast en drykkjarvatni í flöskum. Svo kíkjum við út í sveit, þar sem sauðburður stendur yfir og önnur vorverk komin á fullt.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×