Voru sextán klukkustundir að ná konunni af jöklinum Árni Sæberg og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 14. maí 2023 13:57 Aðstæður við Grímsfjall í Vatnajökli voru erfiðar í gærkvöldi og í nótt. Landsbjörg Um klukkan þrjú í gær óskaði hópur gönguskíðafólks á Vatnajökli eftir aðstoð viðbragðsaðila eftir að kona úr hópnum hafði fengið sleða sem hún dró á eftir sér í höfuðið. Björgunarsveitir héldu af stað úr tveimur áttum, en þegar komið var á staðinn þar sem talið var að fólkið væri, bólaði ekkert á hópnum. Björgunarsveitir víða af landinu voru kallaðar til enda var óttast að leitin gæti teygt sig inn í nóttina og jafnvel lengur. Leitarskilyrði voru með versta móti og skyggni nánast ekkert. Hópurinn fannst um miðnætti og þá tók við heilmikil aðgerð. „Þá var slasaða konan sett í snjóbíl, búið um hana til flutnings þar, hún var flutt af jöklinum með honum, svo yfir í björgunarsveitarbíl, sem flutti hana niður af fjalli, þar sem sjúkrabíll beið og flutti hana á Hornarfjarðarflugvöll, þar beið þyrlan [Landhelgisgæslunnar], sem flutti hana til Reykjavíkur,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbargar. 150 manns komu að leitinni Konan komst undir læknishendur á Landspítala um klukkan 7 í morgun, sextán klukkustundum eftir að útkall barst. Jón Þór segir að aðstæður hafi verið afar krefjandi. Í myndskeiðinu hér að neðan, þar sem búið er að klippa saman myndskeið frá liðsmönnum björgunarsveitanna, má sjá svipmyndir frá aðgerðum næturinnar. „Veðrið fór versnandi og það var líka ástæðan fyrir því að það var aukið við viðbúnað þegar kom í ljós að hópurinn var ekki á þeim stað sem talið var og útlit fyrir að það þyrfti mögulega að fara í viðamikla leit. Þá var bætt í og þegar mest var voru 150 manns sem voru að koma að þessari aðgerð,“ segir Jón Þór. Í gærkvöldi sagði hann að konan væri með meðvitund og í stöðugu ástandi. Frekari upplýsingar um líðan hennar liggja ekki fyrir. Björgunarsveitir Sveitarfélagið Hornafjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Skíðagöngufólkið er fundið Hópur skíðagöngufólks, sem leitað hafði verið frá því um klukkan 15 í dag, er fundinn. Í kvöld náðist samband við fólkið en langan tíma tók að fá staðsetningu þeirra staðfesta. Ástand fólksins er gott miðað við aðstæður, það var komið í tjöld og enginn kennir sér meins nema konan sem fékk sleða í höfuðið í dag. 13. maí 2023 23:24 Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs. 13. maí 2023 17:37 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Björgunarsveitir víða af landinu voru kallaðar til enda var óttast að leitin gæti teygt sig inn í nóttina og jafnvel lengur. Leitarskilyrði voru með versta móti og skyggni nánast ekkert. Hópurinn fannst um miðnætti og þá tók við heilmikil aðgerð. „Þá var slasaða konan sett í snjóbíl, búið um hana til flutnings þar, hún var flutt af jöklinum með honum, svo yfir í björgunarsveitarbíl, sem flutti hana niður af fjalli, þar sem sjúkrabíll beið og flutti hana á Hornarfjarðarflugvöll, þar beið þyrlan [Landhelgisgæslunnar], sem flutti hana til Reykjavíkur,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbargar. 150 manns komu að leitinni Konan komst undir læknishendur á Landspítala um klukkan 7 í morgun, sextán klukkustundum eftir að útkall barst. Jón Þór segir að aðstæður hafi verið afar krefjandi. Í myndskeiðinu hér að neðan, þar sem búið er að klippa saman myndskeið frá liðsmönnum björgunarsveitanna, má sjá svipmyndir frá aðgerðum næturinnar. „Veðrið fór versnandi og það var líka ástæðan fyrir því að það var aukið við viðbúnað þegar kom í ljós að hópurinn var ekki á þeim stað sem talið var og útlit fyrir að það þyrfti mögulega að fara í viðamikla leit. Þá var bætt í og þegar mest var voru 150 manns sem voru að koma að þessari aðgerð,“ segir Jón Þór. Í gærkvöldi sagði hann að konan væri með meðvitund og í stöðugu ástandi. Frekari upplýsingar um líðan hennar liggja ekki fyrir.
Björgunarsveitir Sveitarfélagið Hornafjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Skíðagöngufólkið er fundið Hópur skíðagöngufólks, sem leitað hafði verið frá því um klukkan 15 í dag, er fundinn. Í kvöld náðist samband við fólkið en langan tíma tók að fá staðsetningu þeirra staðfesta. Ástand fólksins er gott miðað við aðstæður, það var komið í tjöld og enginn kennir sér meins nema konan sem fékk sleða í höfuðið í dag. 13. maí 2023 23:24 Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs. 13. maí 2023 17:37 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Skíðagöngufólkið er fundið Hópur skíðagöngufólks, sem leitað hafði verið frá því um klukkan 15 í dag, er fundinn. Í kvöld náðist samband við fólkið en langan tíma tók að fá staðsetningu þeirra staðfesta. Ástand fólksins er gott miðað við aðstæður, það var komið í tjöld og enginn kennir sér meins nema konan sem fékk sleða í höfuðið í dag. 13. maí 2023 23:24
Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs. 13. maí 2023 17:37