Vill sjá undanþágur vegna barna í viðkvæmri stöðu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. maí 2023 12:00 Formaður heimilis og skóla vill sjá undanþágur á verkfallsaðgerðum sem bitna á viðkvæmustu hópum barna. Formaður heimilis og skóla hefur áhyggjur af því að verkfall aðildarfélaga BSRB bitni mest á viðkvæmustu hópum barna. Talsvert hefur borist af undanþágubeiðnum, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hefur verið synjað. Formaður BSRB segir ekkert samtal í gangi varðandi samninga. Verkföll hjá aðildarfélögum BSRB sem starfar hjá flestum stærstu sveitarfélögum landsins að Reykjavík undanskilinni hófust á miðnætti. Starfsfólk félagsins hefur lagt niður störf á leikskólum í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ og í grunnskólum Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Verkfallið nær einnig til starfsfólk frístundaheimila. Verkföllin á þessum stöðum verða í allan dag en á morgun hefur verið boðað til verkfalls hálfan daginn á sömu stöðum. Á næstu vikum verða síðan enn víðtækari aðgerðir í fjölda sveitarfélaga alla vikuna, ef ekki tekst að semja. Ekkert samtal í gangi BSRB og samband íslenskra sveitafélaga funduðu með sáttasemjara á föstudag sem ákvað að fundinum loknum að ekki væri tilefni til að boða til annars fundar. „Þannig það er ekkert samtal í gangi,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. „Við vonumst auðvitað eftir því að samband Íslenskra sveitafélaga fari að sýna samningsvilja, þau hafa ekki gert það hingað til.“ Í samtali við fréttstofu segir Þorvar Hafsteinsson, formaður Heimilis og skóla að hann hafi áhyggjur af því að verkfallið bitni mest á börnum í viðkvæmri stöðu sem þurfi á stuðningsfulltrúum að halda. „Þetta eru börn sem eru viðkvæmust og bara þola hreinlega litla sem enga breytingu á sinni tilveru. Auðvitað kemur þetta niður á fleirum, kemur illa niður á kennurum, foreldrum og mun koma til með að koma niður á öðrum börnum. En þessi börn munu finna mest fyrir þessu.“ Samstöðufundur var haldinn í morgun meðal aðildarfélaga BSRB í Kópavogi.Vísir/Einar Þorvar segist hefði viljað sjá undanþágur veittar fyrir þessa hópa. „Auðvitað er það þannig að þegar tveir deila og ná ekki samkomulagi að þá er gripið til svona aðgerða. En mér finnst við verða að passa upp á þessa viðkvæmustu hópa sem mega hreinlega ekki við því að það sé hróflað við tilverunni.“ Ekki verið veittar margar undanþágur Sonja Ýr staðfestir að undanþágubeiðnir hafi borist, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hafi verið synjað. „Undanþágur eru veittar ef það varðar almannaöryggi og almannaheill. Þessi störf falla raunverulega ekki þar undir. Þetta er til að tryggja nauðsynlegt heilbrigði og annað, þannig það hafa ekki verið veittar margar undanþágur.“ Sonja Ýr, formaður BSRB segir að allar undarþágur séu skoðaðar og metnar.Vísir/Sigurjón Sonja segir að þegar fólk leggi niður störf sé búið að reyna allar aðrar leiðir til að knýja fram þessar kröfur sem eru a samningsborðinu. „Þetta er fólk sem er á lægstu launum á vinnumarkaði og er að sinna ómissandi störfum. Það að veita undanþágur þýðir auðvitað að það er verið að drag bit úr verkfallinu.“ Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Grunnskólar Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Verkföll hjá aðildarfélögum BSRB sem starfar hjá flestum stærstu sveitarfélögum landsins að Reykjavík undanskilinni hófust á miðnætti. Starfsfólk félagsins hefur lagt niður störf á leikskólum í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ og í grunnskólum Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Verkfallið nær einnig til starfsfólk frístundaheimila. Verkföllin á þessum stöðum verða í allan dag en á morgun hefur verið boðað til verkfalls hálfan daginn á sömu stöðum. Á næstu vikum verða síðan enn víðtækari aðgerðir í fjölda sveitarfélaga alla vikuna, ef ekki tekst að semja. Ekkert samtal í gangi BSRB og samband íslenskra sveitafélaga funduðu með sáttasemjara á föstudag sem ákvað að fundinum loknum að ekki væri tilefni til að boða til annars fundar. „Þannig það er ekkert samtal í gangi,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. „Við vonumst auðvitað eftir því að samband Íslenskra sveitafélaga fari að sýna samningsvilja, þau hafa ekki gert það hingað til.“ Í samtali við fréttstofu segir Þorvar Hafsteinsson, formaður Heimilis og skóla að hann hafi áhyggjur af því að verkfallið bitni mest á börnum í viðkvæmri stöðu sem þurfi á stuðningsfulltrúum að halda. „Þetta eru börn sem eru viðkvæmust og bara þola hreinlega litla sem enga breytingu á sinni tilveru. Auðvitað kemur þetta niður á fleirum, kemur illa niður á kennurum, foreldrum og mun koma til með að koma niður á öðrum börnum. En þessi börn munu finna mest fyrir þessu.“ Samstöðufundur var haldinn í morgun meðal aðildarfélaga BSRB í Kópavogi.Vísir/Einar Þorvar segist hefði viljað sjá undanþágur veittar fyrir þessa hópa. „Auðvitað er það þannig að þegar tveir deila og ná ekki samkomulagi að þá er gripið til svona aðgerða. En mér finnst við verða að passa upp á þessa viðkvæmustu hópa sem mega hreinlega ekki við því að það sé hróflað við tilverunni.“ Ekki verið veittar margar undanþágur Sonja Ýr staðfestir að undanþágubeiðnir hafi borist, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hafi verið synjað. „Undanþágur eru veittar ef það varðar almannaöryggi og almannaheill. Þessi störf falla raunverulega ekki þar undir. Þetta er til að tryggja nauðsynlegt heilbrigði og annað, þannig það hafa ekki verið veittar margar undanþágur.“ Sonja Ýr, formaður BSRB segir að allar undarþágur séu skoðaðar og metnar.Vísir/Sigurjón Sonja segir að þegar fólk leggi niður störf sé búið að reyna allar aðrar leiðir til að knýja fram þessar kröfur sem eru a samningsborðinu. „Þetta er fólk sem er á lægstu launum á vinnumarkaði og er að sinna ómissandi störfum. Það að veita undanþágur þýðir auðvitað að það er verið að drag bit úr verkfallinu.“
Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Grunnskólar Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent