Skotsvæðinu á Álfsnesi lokað enn á ný Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2023 14:10 Skotíþróttamenn á höfuðborgarsvæðinu hafa lengi stundað íþrótt sína á Álfsnesi. AÐSEND/GUÐMUNDUR GÍSLASON Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur stöðvað alla starfsemi á skotsvæðinu á Álfsnesi. Þetta er gert eftir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem starfsemin er metin ólögleg útfrá ákvæðum um landnotkun í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar. Skotfélag Reykjavíkur og Skotveiðifélag Reykjavíkur hafa rekið skotvelli á Álfsnesi í á annan áratug. Á síðustu árum hefur verið deilt hart um starfsleyfi sem hafa verið gefin út og svo felld úr gildi eftir kærur. Greint var frá því í janúar að heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefði ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður heilbrigðisnefndar borgarinnar, sagði þá í samtali við fréttastofu að við útgáfu starfsleyfisins hefði verið horft til bæði hagsmuna íbúa og félagsmanna Skotfélagsins. Búið væri takmarka opnunartíma og auknar kröfur gerðar um hljóðdeyfa á rifflum. Þá sagði hann ljóst að skotsvæðið myndi á endanum fara. Hávaði og blýmengun Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði þá nýverið fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Þá var svæðinu í kjölfarið lokað. Fyrst svar svæðinu lokað í september 2021 eftir að íbúar og landeigendur í nágrenninu höfðu kært leyfisveitinguna nokkrum mánuðum fyrr á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Þá var sömuleiðis bent á þá hávaðamengun sem kæmi frá svæðinu. Í bága við gildandi landnotkun aðalskipulags Í nýjasta úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála kemur fram að ekki liggi fyrir að landnotkun umrædds svæðis hafi verið breytt frá því að fyrri úrskurðir nefndarinnar voru kveðnir upp. Þar segir að starfsemi skotæfingavalla á svæðinu sé ekki talin í samræmi við gildandi landnotkun umrædds svæðis samkvæmt eldra aðalskipulagi borgarinnar og þess sem nú gildir. Þá fari starfsleyfið auk þess í bága við ákvæði skipulagsreglugerðar um landnotkunarflokka. Þá ítrekar nefndin að starfsemin hafi um árabil verið stunduð í bága við gildandi landnotkun aðalskipulags. Meðal annars með vísan til þess ákvað nefndin að fella starfsleyfið úr gildi. Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Reykjavík Skipulag Skotvopn Skotíþróttir Tengdar fréttir Borgin gefur út enn eitt starfsleyfið fyrir skotsvæðið á Álfsnesi Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Deilur hafa staðið um starfsemina um árabil og segir formaður nefndarinnar að með ákvörðuninni sé verið að reyna að koma til móts við báða aðila. Ljóst sé að skotsvæðið mun á endanum fara. 6. febrúar 2023 13:30 Lokun skotsvæðis lituð af fordómum gagnvart byssufólki Formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis telur málsmeðferð vegna lokunar skotsvæðisins á Álfsnesi litaða af fordómum gagnvart byssufólki. Svæðinu hefur verið lokað á ný og starfsleyfið fellt úr gildi. 4. janúar 2023 11:46 Starfsleyfi vegna skotsvæðisins á Álfsnesi fellt úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því verið lokað. 4. janúar 2023 07:03 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Skotfélag Reykjavíkur og Skotveiðifélag Reykjavíkur hafa rekið skotvelli á Álfsnesi í á annan áratug. Á síðustu árum hefur verið deilt hart um starfsleyfi sem hafa verið gefin út og svo felld úr gildi eftir kærur. Greint var frá því í janúar að heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefði ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður heilbrigðisnefndar borgarinnar, sagði þá í samtali við fréttastofu að við útgáfu starfsleyfisins hefði verið horft til bæði hagsmuna íbúa og félagsmanna Skotfélagsins. Búið væri takmarka opnunartíma og auknar kröfur gerðar um hljóðdeyfa á rifflum. Þá sagði hann ljóst að skotsvæðið myndi á endanum fara. Hávaði og blýmengun Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði þá nýverið fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Þá var svæðinu í kjölfarið lokað. Fyrst svar svæðinu lokað í september 2021 eftir að íbúar og landeigendur í nágrenninu höfðu kært leyfisveitinguna nokkrum mánuðum fyrr á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Þá var sömuleiðis bent á þá hávaðamengun sem kæmi frá svæðinu. Í bága við gildandi landnotkun aðalskipulags Í nýjasta úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála kemur fram að ekki liggi fyrir að landnotkun umrædds svæðis hafi verið breytt frá því að fyrri úrskurðir nefndarinnar voru kveðnir upp. Þar segir að starfsemi skotæfingavalla á svæðinu sé ekki talin í samræmi við gildandi landnotkun umrædds svæðis samkvæmt eldra aðalskipulagi borgarinnar og þess sem nú gildir. Þá fari starfsleyfið auk þess í bága við ákvæði skipulagsreglugerðar um landnotkunarflokka. Þá ítrekar nefndin að starfsemin hafi um árabil verið stunduð í bága við gildandi landnotkun aðalskipulags. Meðal annars með vísan til þess ákvað nefndin að fella starfsleyfið úr gildi.
Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Reykjavík Skipulag Skotvopn Skotíþróttir Tengdar fréttir Borgin gefur út enn eitt starfsleyfið fyrir skotsvæðið á Álfsnesi Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Deilur hafa staðið um starfsemina um árabil og segir formaður nefndarinnar að með ákvörðuninni sé verið að reyna að koma til móts við báða aðila. Ljóst sé að skotsvæðið mun á endanum fara. 6. febrúar 2023 13:30 Lokun skotsvæðis lituð af fordómum gagnvart byssufólki Formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis telur málsmeðferð vegna lokunar skotsvæðisins á Álfsnesi litaða af fordómum gagnvart byssufólki. Svæðinu hefur verið lokað á ný og starfsleyfið fellt úr gildi. 4. janúar 2023 11:46 Starfsleyfi vegna skotsvæðisins á Álfsnesi fellt úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því verið lokað. 4. janúar 2023 07:03 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Borgin gefur út enn eitt starfsleyfið fyrir skotsvæðið á Álfsnesi Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Deilur hafa staðið um starfsemina um árabil og segir formaður nefndarinnar að með ákvörðuninni sé verið að reyna að koma til móts við báða aðila. Ljóst sé að skotsvæðið mun á endanum fara. 6. febrúar 2023 13:30
Lokun skotsvæðis lituð af fordómum gagnvart byssufólki Formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis telur málsmeðferð vegna lokunar skotsvæðisins á Álfsnesi litaða af fordómum gagnvart byssufólki. Svæðinu hefur verið lokað á ný og starfsleyfið fellt úr gildi. 4. janúar 2023 11:46
Starfsleyfi vegna skotsvæðisins á Álfsnesi fellt úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því verið lokað. 4. janúar 2023 07:03