Ísland ætlar að gefa Úkraínu færanlegt neyðarsjúkrahús Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2023 15:05 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í heimsókn sinni til Kiev í mars síðastliðnum. Getty Images/Sergii Kharchenko Formenn allra flokka á Alþingi hafa samþykkt að gefa Úkraínu færanlegt sjúkrahús. Þetta staðfestir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við fréttastofu. Í tilkynningu segir að formenn og fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi leggi í dag fram tillögu til þingsályktunar um að fela utanríkisráðherra að festa kaup á færanlegu neyðarsjúkrahúsi til notkunar fyrir særða hermenn og færa úkraínsku þjóðinni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. „Frá því að innrás Rússa hófst hefur stuðningur Íslands við Úkraínu verið skýr, bæði meðal almennings og stjórnvalda. Á Alþingi hefur ríkt þverpólitísk samstaða um stuðninginn og leggja formenn flokkanna áherslu á að undirstrika þá samstöðu með þessari gjöf,“ segir í tilkynningu. Sinna særðum og almenningi Sjúkrahúsið sem um ræði skipti sköpum til að sinna bæði særðum hermönnum og almenningi, en hægt sé að starfsrækja þau sjálfstætt og án tengingar við fyrirliggjandi innviði. „Úkraínsk stjórnvöld hafa komið því á framfæri við íslensk stjórnvöld að brýn þörf sé á færanlegum neyðarsjúkrahúsum fyrir særða hermenn og óskað eftir stuðningi Íslands í þeim efnum. Þá hefur forseti Úkraínu, Volodomyr Selenskí, ítrekað þakklæti fyrir yfirgnæfandi stuðning íslensku þjóðarinnar við málstað Úkraínu á fundum sínum með forsætisráðherra Íslands.“ Þrjú sjúkrahús af þessari gerð hafa verið send til Úkraínu og er óskað eftir þremur til viðbótar. Eistnesk stjórnvöld lögðu til eitt, Þjóðverjar annað og Noregur og Holland í sameiningu hið þriðja. Framleiðslutími á sjúkrahúsi af þessu tagi er u.þ.b. hálft ár og áætlaður kostnaður nemur um það bil 7,8 milljónum evra, eða um 1.200 milljónum króna. Fundað tvisvar með Selenskí Katrín átti í byrjun maí tvíhliða fund með Volodímír Selenskí, forseta Úkraínu, í Helsinki. Þá var hún stödd á norrænum leiðtogafundi þar sem Selenskí var óvæntur gestur. Á fundinum ræddu Katrín og Selenskí meðal annars leiðtogafund Evrópuráðsins sem hefst í Reykjavík á morgun. Þar verða málefni Úkraínu í brennidepli. „Mikil áhersla verður lögð á að sækja bætur fyrir það tjón sem stríðsrekstur Rússa hefur valdið. Liður í því er að koma á fót sérstakri tjónaskrá sem kynnt verður á leiðtogafundinum,“ sagði á vef stjórnarráðsins að loknum fundi þeirra. „Þá var rætt hvernig Ísland geti með sem bestum hætti stutt áfram við Úkraínu. Þar er m.a. horft til samstarfs á sviði orkumála og heilbrigðismála. Loks var rætt um stöðuna og horfur í stríðinu og hugmyndir um sérstakan friðarfund. Um var að ræða annan fund Katrínar og Selenskí en forsætisráðherra og utanríkisráðherra heimsóttu Kænugarð í mars“. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Úkraína Tengdar fréttir Katrín og von der Leyen funda á morgun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Úrsúla von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu eiga tvíhliða fund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík á morgun. 15. maí 2023 10:55 Bauðst til að benda á rússneska hermenn í skiptum fyrir Bakhmut Yevgeniy Prigozhin, rússneskur auðjöfur sem rekur málaliðahóp sem kallast Wagner Group, er sagður hafa boðið úkraínska hernum að segja þeim hvar rússneska hermenn mætti finna. Í skiptum vildi hann að Úkraínumenn hörfuðu frá bænum Bakhmut, sem Wagner hefur reynt að hernema frá síðasta sumri. 15. maí 2023 10:11 Selenskí í óvæntri heimsókn á Bretlandseyjum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti heldur áfram ferðalagi sínu og í morgun mætti hann í óvænta heimsókn til Bretlands, þar sem hann mun funda með forsætisráðherranum Rishi Sunak. 15. maí 2023 07:03 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Í tilkynningu segir að formenn og fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi leggi í dag fram tillögu til þingsályktunar um að fela utanríkisráðherra að festa kaup á færanlegu neyðarsjúkrahúsi til notkunar fyrir særða hermenn og færa úkraínsku þjóðinni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. „Frá því að innrás Rússa hófst hefur stuðningur Íslands við Úkraínu verið skýr, bæði meðal almennings og stjórnvalda. Á Alþingi hefur ríkt þverpólitísk samstaða um stuðninginn og leggja formenn flokkanna áherslu á að undirstrika þá samstöðu með þessari gjöf,“ segir í tilkynningu. Sinna særðum og almenningi Sjúkrahúsið sem um ræði skipti sköpum til að sinna bæði særðum hermönnum og almenningi, en hægt sé að starfsrækja þau sjálfstætt og án tengingar við fyrirliggjandi innviði. „Úkraínsk stjórnvöld hafa komið því á framfæri við íslensk stjórnvöld að brýn þörf sé á færanlegum neyðarsjúkrahúsum fyrir særða hermenn og óskað eftir stuðningi Íslands í þeim efnum. Þá hefur forseti Úkraínu, Volodomyr Selenskí, ítrekað þakklæti fyrir yfirgnæfandi stuðning íslensku þjóðarinnar við málstað Úkraínu á fundum sínum með forsætisráðherra Íslands.“ Þrjú sjúkrahús af þessari gerð hafa verið send til Úkraínu og er óskað eftir þremur til viðbótar. Eistnesk stjórnvöld lögðu til eitt, Þjóðverjar annað og Noregur og Holland í sameiningu hið þriðja. Framleiðslutími á sjúkrahúsi af þessu tagi er u.þ.b. hálft ár og áætlaður kostnaður nemur um það bil 7,8 milljónum evra, eða um 1.200 milljónum króna. Fundað tvisvar með Selenskí Katrín átti í byrjun maí tvíhliða fund með Volodímír Selenskí, forseta Úkraínu, í Helsinki. Þá var hún stödd á norrænum leiðtogafundi þar sem Selenskí var óvæntur gestur. Á fundinum ræddu Katrín og Selenskí meðal annars leiðtogafund Evrópuráðsins sem hefst í Reykjavík á morgun. Þar verða málefni Úkraínu í brennidepli. „Mikil áhersla verður lögð á að sækja bætur fyrir það tjón sem stríðsrekstur Rússa hefur valdið. Liður í því er að koma á fót sérstakri tjónaskrá sem kynnt verður á leiðtogafundinum,“ sagði á vef stjórnarráðsins að loknum fundi þeirra. „Þá var rætt hvernig Ísland geti með sem bestum hætti stutt áfram við Úkraínu. Þar er m.a. horft til samstarfs á sviði orkumála og heilbrigðismála. Loks var rætt um stöðuna og horfur í stríðinu og hugmyndir um sérstakan friðarfund. Um var að ræða annan fund Katrínar og Selenskí en forsætisráðherra og utanríkisráðherra heimsóttu Kænugarð í mars“.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Úkraína Tengdar fréttir Katrín og von der Leyen funda á morgun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Úrsúla von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu eiga tvíhliða fund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík á morgun. 15. maí 2023 10:55 Bauðst til að benda á rússneska hermenn í skiptum fyrir Bakhmut Yevgeniy Prigozhin, rússneskur auðjöfur sem rekur málaliðahóp sem kallast Wagner Group, er sagður hafa boðið úkraínska hernum að segja þeim hvar rússneska hermenn mætti finna. Í skiptum vildi hann að Úkraínumenn hörfuðu frá bænum Bakhmut, sem Wagner hefur reynt að hernema frá síðasta sumri. 15. maí 2023 10:11 Selenskí í óvæntri heimsókn á Bretlandseyjum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti heldur áfram ferðalagi sínu og í morgun mætti hann í óvænta heimsókn til Bretlands, þar sem hann mun funda með forsætisráðherranum Rishi Sunak. 15. maí 2023 07:03 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Katrín og von der Leyen funda á morgun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Úrsúla von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, munu eiga tvíhliða fund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík á morgun. 15. maí 2023 10:55
Bauðst til að benda á rússneska hermenn í skiptum fyrir Bakhmut Yevgeniy Prigozhin, rússneskur auðjöfur sem rekur málaliðahóp sem kallast Wagner Group, er sagður hafa boðið úkraínska hernum að segja þeim hvar rússneska hermenn mætti finna. Í skiptum vildi hann að Úkraínumenn hörfuðu frá bænum Bakhmut, sem Wagner hefur reynt að hernema frá síðasta sumri. 15. maí 2023 10:11
Selenskí í óvæntri heimsókn á Bretlandseyjum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti heldur áfram ferðalagi sínu og í morgun mætti hann í óvænta heimsókn til Bretlands, þar sem hann mun funda með forsætisráðherranum Rishi Sunak. 15. maí 2023 07:03