Simmi Vill datt óvænt inn á þingveislu Alþingis Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2023 16:39 Simmi Vill datt óvænt inn á sjálfa þingmannaveisluna á Nordica um helgina og hleypti aukafjöri í samkomuna með dansi og krefjandi spurningum. vísir/vilhelm Þingveisla Alþingis fór fram á föstudagskvöldið og mættu þingmenn prúðbúnir til leiks eins og vera ber. Óvænt var Sigmar Vilhjálmsson mættur, í miklu stuði og hleypti fjöri í samkomuna. Simmi telur ekki ólíklegt að hann fari fram í næstu kosningum. Samkvæmt heimildum Vísis var fátt meira rætt í mötuneyti Alþingis í dag en þessi óvænta innkoma Simma Vill, hins litríka eiganda MiniGarðsins, hlaðvarpsstjóra og fyrrverandi sjónvarpsstjörnu. Hann var í mötuneytinu sagður hafa kynnt sig sem verðandi þingmann sem viðstöddum þótti að vonum athyglisverð yfirlýsing. Simmi reyndist hrókur alls fagnaðar og dreif meðal annars Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra út á dansgólfið og sýndi mikla danstakta. Steig dansinn við utanríkisráðherra Vísi þótti tilefni til að bera þessar sögusagnir undir Simma sjálfan og hann segir að þetta hafi nú einfaldlega verið þannig til komið að hann átti fund í forstofu Nordica hvar veislan var haldin í sal inn af anddyrinu. Og ónefndir þingmenn hafi dregið hann inn í fjörið. Áður en hann vissi af stóð hann við barinn þar í hrókasamræðum við Ingu Sæland og fleiri þingmenn – annað gott fólk. En hvað með að hann hafi kynnt sig sem verðandi þingmann? Simmi segir að þetta hafi eitthvað skolast til á leiðinni í eyru blaðamanns. „Ég var spurður hvað ég væri að gera þarna og sagðist vera í starfskynningu. Það var nú eiginlega brandarinn,“ segir Simmi sem er tregur í taumi að tala fjálglega og í smáatriðum um þá upplifun að hafa verið óvænt staddur í miðjum glaumi og gleði þingmannanna. Og hvað þar bar fyrir augu og eyru. En mér er sagt að þú hafir stigið dans af mikilli kúnst við utanríkisráðherra? „Það var … góður DJ þarna og skemmtilegt. Sko, við vorum ekkert ein að dansa. Ekki eins og þetta hafi verið einhver rómans enda hún lofuð kona. Fólk dansar í hópi. Jájá, ég held að þetta sé mjög skemmtilegur vinnustaður.“ Segist allt eins vera að spá í að fara fram næst En þeir þingmenn sem Vísir hefur rætt við töldu einsýnt að þú værir á þeim skónum að vilja bætast í hóp þeirra? Ertu að velta því fyrir þér að fara fram í næstu Alþingiskosningum? „Jájá, ég hef velt því fyrir mér nú í aðdraganda nokkurra kosninga í röð en ekki fundist ég hafa til að bera nægilega mikinn þroska. Ekki fundist ég búinn að gera nógu mikið. Simmi segir að það hafi verið góður DJ á staðnum og ekkert því til fyrirstöðu að drífa sig á dansgólfið. Honum sýnist þetta skemmtilegur vinnustaður og hann er að velta því fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að bjóða sig fram.vísir/vilhelm En ég hef áhuga á stjórnmálum. Ég er áhugasamur um að sjá breytingar í menntamálum, viðskiptaumhverfinu, jafnari stöðu í atvinnulífinu og samgöngum,“ segir Simmi og ljóst að hann hefur velt þessum málum mjög fyrir sér. Hann skilur til dæmis ekki hvernig það megi vera að ríkið hafi fært kostnaðarsöm verkefni til sveitarfélaga en skattar ekki lækkað á mót. Þá veltir Simmi því fyrir sér hvort til sé að verða á Íslandi einsleit stétt atvinnustjórnmálamanna sem hafi hækkað laun sín verulega með því að komast inn á þing. Og séu til í að sveigja af leið til að halda kjörum sínum ef svo ber undir. Allt þetta og fleira til ræddi hann við þingmenn sem hann hitti á föstudagskvöldið. „Já, þá viltu ekki breyta neinu. En við viljum hafa þverskurð þjóðarinnar inni á þingi. Meðallaun opinberra starfsmanna eru orðin hærri en á markaði. Það eru þrír þættir sem allir Íslendingar þurfa að nýta sér einhvern tíma á lífleiðinni; samgöngur, menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Við gerum þá kröfu að þessir málaflokkar séu í lagi en því fer fjarri,“ segir Simmi. Alþingi Næturlíf Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis var fátt meira rætt í mötuneyti Alþingis í dag en þessi óvænta innkoma Simma Vill, hins litríka eiganda MiniGarðsins, hlaðvarpsstjóra og fyrrverandi sjónvarpsstjörnu. Hann var í mötuneytinu sagður hafa kynnt sig sem verðandi þingmann sem viðstöddum þótti að vonum athyglisverð yfirlýsing. Simmi reyndist hrókur alls fagnaðar og dreif meðal annars Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra út á dansgólfið og sýndi mikla danstakta. Steig dansinn við utanríkisráðherra Vísi þótti tilefni til að bera þessar sögusagnir undir Simma sjálfan og hann segir að þetta hafi nú einfaldlega verið þannig til komið að hann átti fund í forstofu Nordica hvar veislan var haldin í sal inn af anddyrinu. Og ónefndir þingmenn hafi dregið hann inn í fjörið. Áður en hann vissi af stóð hann við barinn þar í hrókasamræðum við Ingu Sæland og fleiri þingmenn – annað gott fólk. En hvað með að hann hafi kynnt sig sem verðandi þingmann? Simmi segir að þetta hafi eitthvað skolast til á leiðinni í eyru blaðamanns. „Ég var spurður hvað ég væri að gera þarna og sagðist vera í starfskynningu. Það var nú eiginlega brandarinn,“ segir Simmi sem er tregur í taumi að tala fjálglega og í smáatriðum um þá upplifun að hafa verið óvænt staddur í miðjum glaumi og gleði þingmannanna. Og hvað þar bar fyrir augu og eyru. En mér er sagt að þú hafir stigið dans af mikilli kúnst við utanríkisráðherra? „Það var … góður DJ þarna og skemmtilegt. Sko, við vorum ekkert ein að dansa. Ekki eins og þetta hafi verið einhver rómans enda hún lofuð kona. Fólk dansar í hópi. Jájá, ég held að þetta sé mjög skemmtilegur vinnustaður.“ Segist allt eins vera að spá í að fara fram næst En þeir þingmenn sem Vísir hefur rætt við töldu einsýnt að þú værir á þeim skónum að vilja bætast í hóp þeirra? Ertu að velta því fyrir þér að fara fram í næstu Alþingiskosningum? „Jájá, ég hef velt því fyrir mér nú í aðdraganda nokkurra kosninga í röð en ekki fundist ég hafa til að bera nægilega mikinn þroska. Ekki fundist ég búinn að gera nógu mikið. Simmi segir að það hafi verið góður DJ á staðnum og ekkert því til fyrirstöðu að drífa sig á dansgólfið. Honum sýnist þetta skemmtilegur vinnustaður og hann er að velta því fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að bjóða sig fram.vísir/vilhelm En ég hef áhuga á stjórnmálum. Ég er áhugasamur um að sjá breytingar í menntamálum, viðskiptaumhverfinu, jafnari stöðu í atvinnulífinu og samgöngum,“ segir Simmi og ljóst að hann hefur velt þessum málum mjög fyrir sér. Hann skilur til dæmis ekki hvernig það megi vera að ríkið hafi fært kostnaðarsöm verkefni til sveitarfélaga en skattar ekki lækkað á mót. Þá veltir Simmi því fyrir sér hvort til sé að verða á Íslandi einsleit stétt atvinnustjórnmálamanna sem hafi hækkað laun sín verulega með því að komast inn á þing. Og séu til í að sveigja af leið til að halda kjörum sínum ef svo ber undir. Allt þetta og fleira til ræddi hann við þingmenn sem hann hitti á föstudagskvöldið. „Já, þá viltu ekki breyta neinu. En við viljum hafa þverskurð þjóðarinnar inni á þingi. Meðallaun opinberra starfsmanna eru orðin hærri en á markaði. Það eru þrír þættir sem allir Íslendingar þurfa að nýta sér einhvern tíma á lífleiðinni; samgöngur, menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Við gerum þá kröfu að þessir málaflokkar séu í lagi en því fer fjarri,“ segir Simmi.
Alþingi Næturlíf Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent