Vanmátu aðstæður þegar þrír féllu útbyrðis í prufusiglingu slöngubáts Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2023 09:06 Segja má að SeaRanger bátarnir séu sambland af sæþotu og slöngubáti. RNSA Vanmat á aðstæðum er talin ástæða þess að tveir björgunarsveitarmenn og sölumaður slöngubáts féllu útbyrðis þegar verið var prufukeyra slöngubát af gerðinni SeaRanger í Víkurfjöru í nóvember síðastliðinn. Mennirnir komust allir í land af sjálfsdáðum. Frá þessu segir í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í gær. Er það mat nefndarinnar að ástæða slyssins hafi verið vanmat á aðstæðum, auk þess að stjórnun slíkra báta krefst mikillar þjálfunar. Í skýrslunni segir að sölumaður hafi verið að kynna bátinn fyrir fólki sem voru meðlimir í björgunarsveit. Tveir hafi farið um borð í bátinn ásamt stjórnanda en þrír hafi svo fylgst með siglingunni í fjörunni. Eftir um sjötíu sekúndna siglingu hafi bátnum svo hvolft sem varð til þess að allir bátsverjar féllu útbyrðis. Þ Annar björgunarsveitarmannanna lenti undir bátnum þegar honum hvolfdi og fékk hann högg á höfuðið og öxlina, en allir komust þeir þó í land af sjálfsdáðum. Fram kemur að aðstæður hafi verið á þann veg að vindur hafi verið átta til tíu metrar á sekúndu og ölduhæðin tveir til þrír metrar. Um bátinn segir að um sé að ræða slöngubátur með „jet“ mótor, harðbotna þar sem stjórnandi bátsins situr í miðjunni. Megi segja að báturinn sé sambland af sæþotu og slöngubáti. Við rannsókn nefndarinnar kom í ljós að ekki hafi verið hugað að því að hafa búnað tiltækan ef eitthvað færi úrskeiðis. Þá hafi björgunarsveitarmenn verið í sjóbjörgunarbúningum sem láku. Uppfært 11:30: Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar um slysið í kjölfar birtingar skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa: Vegna óhapps sem varð í Víkurfjöru þann 12. nóvember 2022, vill Slysavarnafélagið Landsbjörg árétta eftirfarandi. Söluaðili viðkomandi báts kom að máli við forsvarsmenn Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal, og óskaði þess að fá að sýna félögum sveitarinnar víðkomandi bát, í þeim aðstæðum sem sveitin þarf að kljást við. Forsvarsmenn sveitarinnar lýstu yfir efasemdum um að aðstæður væru öruggar. Söluaðilinn taldi svo vera, og höfðu félagar Víkverja engar forsendur til að andmæla því mati söluaðila, sem taldi bátinn byggðan fyrir verri aðstæður en voru þennan dag. Það er ljóst að það mat á aðstæðum var ekki rétt. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur einnig fram að sjóbjörgunargallar þeir sem félagar sveitarinnar klæddust hafi lekið, er rétt að árétta að vatn virðist hafa smitast inn í gallana með rennilásum, en texta skýrslunar má skilja sem vatn hafi flætt inn í gallana, sem ekki var. Engu að síður hafa þessir gallar verið teknir úr notkun, þrátt fyrir að þeir hafi verið nýkomnir úr yfirferð og skoðun hjá umboðsmanni framleiðanda þeirra og sagðir í góðu lagi. Þessi atburður er hins vegar okkur öllum mikilvæg árétting þess að allir geta lent í óhöppum, líka björgunarsveitarfólk, og að verklag okkar þegar kemur að áhættumati, verður að stýra för í öllum þeim aðgerðum sem við förum í. Skýrsla nefndarinnar verður nú rýnd innan félagsins til að draga af henni lærdóm. Samgönguslys Mýrdalshreppur Björgunarsveitir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Frá þessu segir í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í gær. Er það mat nefndarinnar að ástæða slyssins hafi verið vanmat á aðstæðum, auk þess að stjórnun slíkra báta krefst mikillar þjálfunar. Í skýrslunni segir að sölumaður hafi verið að kynna bátinn fyrir fólki sem voru meðlimir í björgunarsveit. Tveir hafi farið um borð í bátinn ásamt stjórnanda en þrír hafi svo fylgst með siglingunni í fjörunni. Eftir um sjötíu sekúndna siglingu hafi bátnum svo hvolft sem varð til þess að allir bátsverjar féllu útbyrðis. Þ Annar björgunarsveitarmannanna lenti undir bátnum þegar honum hvolfdi og fékk hann högg á höfuðið og öxlina, en allir komust þeir þó í land af sjálfsdáðum. Fram kemur að aðstæður hafi verið á þann veg að vindur hafi verið átta til tíu metrar á sekúndu og ölduhæðin tveir til þrír metrar. Um bátinn segir að um sé að ræða slöngubátur með „jet“ mótor, harðbotna þar sem stjórnandi bátsins situr í miðjunni. Megi segja að báturinn sé sambland af sæþotu og slöngubáti. Við rannsókn nefndarinnar kom í ljós að ekki hafi verið hugað að því að hafa búnað tiltækan ef eitthvað færi úrskeiðis. Þá hafi björgunarsveitarmenn verið í sjóbjörgunarbúningum sem láku. Uppfært 11:30: Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar um slysið í kjölfar birtingar skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa: Vegna óhapps sem varð í Víkurfjöru þann 12. nóvember 2022, vill Slysavarnafélagið Landsbjörg árétta eftirfarandi. Söluaðili viðkomandi báts kom að máli við forsvarsmenn Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal, og óskaði þess að fá að sýna félögum sveitarinnar víðkomandi bát, í þeim aðstæðum sem sveitin þarf að kljást við. Forsvarsmenn sveitarinnar lýstu yfir efasemdum um að aðstæður væru öruggar. Söluaðilinn taldi svo vera, og höfðu félagar Víkverja engar forsendur til að andmæla því mati söluaðila, sem taldi bátinn byggðan fyrir verri aðstæður en voru þennan dag. Það er ljóst að það mat á aðstæðum var ekki rétt. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur einnig fram að sjóbjörgunargallar þeir sem félagar sveitarinnar klæddust hafi lekið, er rétt að árétta að vatn virðist hafa smitast inn í gallana með rennilásum, en texta skýrslunar má skilja sem vatn hafi flætt inn í gallana, sem ekki var. Engu að síður hafa þessir gallar verið teknir úr notkun, þrátt fyrir að þeir hafi verið nýkomnir úr yfirferð og skoðun hjá umboðsmanni framleiðanda þeirra og sagðir í góðu lagi. Þessi atburður er hins vegar okkur öllum mikilvæg árétting þess að allir geta lent í óhöppum, líka björgunarsveitarfólk, og að verklag okkar þegar kemur að áhættumati, verður að stýra för í öllum þeim aðgerðum sem við förum í. Skýrsla nefndarinnar verður nú rýnd innan félagsins til að draga af henni lærdóm.
Vegna óhapps sem varð í Víkurfjöru þann 12. nóvember 2022, vill Slysavarnafélagið Landsbjörg árétta eftirfarandi. Söluaðili viðkomandi báts kom að máli við forsvarsmenn Björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal, og óskaði þess að fá að sýna félögum sveitarinnar víðkomandi bát, í þeim aðstæðum sem sveitin þarf að kljást við. Forsvarsmenn sveitarinnar lýstu yfir efasemdum um að aðstæður væru öruggar. Söluaðilinn taldi svo vera, og höfðu félagar Víkverja engar forsendur til að andmæla því mati söluaðila, sem taldi bátinn byggðan fyrir verri aðstæður en voru þennan dag. Það er ljóst að það mat á aðstæðum var ekki rétt. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur einnig fram að sjóbjörgunargallar þeir sem félagar sveitarinnar klæddust hafi lekið, er rétt að árétta að vatn virðist hafa smitast inn í gallana með rennilásum, en texta skýrslunar má skilja sem vatn hafi flætt inn í gallana, sem ekki var. Engu að síður hafa þessir gallar verið teknir úr notkun, þrátt fyrir að þeir hafi verið nýkomnir úr yfirferð og skoðun hjá umboðsmanni framleiðanda þeirra og sagðir í góðu lagi. Þessi atburður er hins vegar okkur öllum mikilvæg árétting þess að allir geta lent í óhöppum, líka björgunarsveitarfólk, og að verklag okkar þegar kemur að áhættumati, verður að stýra för í öllum þeim aðgerðum sem við förum í. Skýrsla nefndarinnar verður nú rýnd innan félagsins til að draga af henni lærdóm.
Samgönguslys Mýrdalshreppur Björgunarsveitir Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira