Hefja atkvæðagreiðslur um verkföll í 29 sveitarfélögum Bjarki Sigurðsson skrifar 16. maí 2023 11:49 Magnús Már Guðmundsson er framkvæmdastjóri BSRB. BSRB hefur boðað atkvæðagreiðslur um verkföll í 29 sveitarfélögum sem hefjast í dag. Ekki er hægt að greina frá hver sveitarfélögin eru þar sem eftir á að tilkynna starfsmönnum um atkvæðagreiðsluna. Framkvæmdastjóri bandalagsins segir ekki vera neitt sérstakt tilefni til að vera bjartsýnn á að deilan leysist á næstu dögum. Í gær hófst fyrsta lota verkfalls félagsmanna BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu en bandalagið hefur ekki náð að semja við Samband íslenskra sveitarfélaga um kjör fyrir félagsmenn sína. Nær verkfallið til nærri þúsund starfsmanna í leik-, grunnskólum og frístundamiðstöðvum. Sex sveitarfélög bætast við verkfallið eftir helgi og tíu í viðbót eftir hvítasunnuhelgina. Þá munu sextán hundruð starfsmenn hafa lagt niður störf. Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB, segir fyrstu daga verkfallsaðgerða hafa gengið vel. „Fór vel af stað í gær og það er baráttuandi í okkar fólki í þessum fjórum sveitarfélögum og fólk hvergi bangið. Við höfum fengið jákvæð viðbrögð úr skólunum og frá öðrum starfshópum sem sýna þessu skilning. Sömuleiðis frá fjölmörgum foreldrum. Þannig við höldum bara ótrauð áfram,“ segir Magnús. Í dag hefst síðan atkvæðagreiðsla um næstu lotu verkfalla og nær sú atkvæðagreiðsla til 29 sveitarfélaga um land allt. Samkvæmt upplýsingum frá BSRB er ekki hægt að greina frá því hver sveitarfélögin eru strax þar sem eftir eigi að tilkynna starfsfólkinu um atkvæðagreiðsluna. Niðurstöður atkvæðagreiðslna munu liggja fyrir í hádeginu á föstudag og verða kynntar í kjölfarið. Magnús segir viðræðurnar vera nokkurn veginn strand en ekkert gerðist á síðasta fundi kjaranefnda bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga síðasta föstudag. „Það er alveg ótrúlegt að fundurinn á föstudaginn hafi verið stuttur fundur og hann látinn duga. Forsvarsfólk sambandsins um helgina lét í veðri vaka eins og staðan væri viðkvæm og þess vegna vildu þau ekki tjá sig um stöðuna. það rétta var að það var ekkert í gangi og það eru engir fundir boðaðir,“ segir Magnús. Hann reynir að vera bjartsýnn þó það sé erfitt að vera það eins og staðan er í dag. „Verðum við ekki að vera það? en svona miðað við það sem við höfum séð hingað til er ekkert sérstakt tilefni til þess. Eins og ég segi, þá sjáum við til,“ segir Magnús. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Í gær hófst fyrsta lota verkfalls félagsmanna BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu en bandalagið hefur ekki náð að semja við Samband íslenskra sveitarfélaga um kjör fyrir félagsmenn sína. Nær verkfallið til nærri þúsund starfsmanna í leik-, grunnskólum og frístundamiðstöðvum. Sex sveitarfélög bætast við verkfallið eftir helgi og tíu í viðbót eftir hvítasunnuhelgina. Þá munu sextán hundruð starfsmenn hafa lagt niður störf. Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB, segir fyrstu daga verkfallsaðgerða hafa gengið vel. „Fór vel af stað í gær og það er baráttuandi í okkar fólki í þessum fjórum sveitarfélögum og fólk hvergi bangið. Við höfum fengið jákvæð viðbrögð úr skólunum og frá öðrum starfshópum sem sýna þessu skilning. Sömuleiðis frá fjölmörgum foreldrum. Þannig við höldum bara ótrauð áfram,“ segir Magnús. Í dag hefst síðan atkvæðagreiðsla um næstu lotu verkfalla og nær sú atkvæðagreiðsla til 29 sveitarfélaga um land allt. Samkvæmt upplýsingum frá BSRB er ekki hægt að greina frá því hver sveitarfélögin eru strax þar sem eftir eigi að tilkynna starfsfólkinu um atkvæðagreiðsluna. Niðurstöður atkvæðagreiðslna munu liggja fyrir í hádeginu á föstudag og verða kynntar í kjölfarið. Magnús segir viðræðurnar vera nokkurn veginn strand en ekkert gerðist á síðasta fundi kjaranefnda bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga síðasta föstudag. „Það er alveg ótrúlegt að fundurinn á föstudaginn hafi verið stuttur fundur og hann látinn duga. Forsvarsfólk sambandsins um helgina lét í veðri vaka eins og staðan væri viðkvæm og þess vegna vildu þau ekki tjá sig um stöðuna. það rétta var að það var ekkert í gangi og það eru engir fundir boðaðir,“ segir Magnús. Hann reynir að vera bjartsýnn þó það sé erfitt að vera það eins og staðan er í dag. „Verðum við ekki að vera það? en svona miðað við það sem við höfum séð hingað til er ekkert sérstakt tilefni til þess. Eins og ég segi, þá sjáum við til,“ segir Magnús.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira