Hefja atkvæðagreiðslur um verkföll í 29 sveitarfélögum Bjarki Sigurðsson skrifar 16. maí 2023 11:49 Magnús Már Guðmundsson er framkvæmdastjóri BSRB. BSRB hefur boðað atkvæðagreiðslur um verkföll í 29 sveitarfélögum sem hefjast í dag. Ekki er hægt að greina frá hver sveitarfélögin eru þar sem eftir á að tilkynna starfsmönnum um atkvæðagreiðsluna. Framkvæmdastjóri bandalagsins segir ekki vera neitt sérstakt tilefni til að vera bjartsýnn á að deilan leysist á næstu dögum. Í gær hófst fyrsta lota verkfalls félagsmanna BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu en bandalagið hefur ekki náð að semja við Samband íslenskra sveitarfélaga um kjör fyrir félagsmenn sína. Nær verkfallið til nærri þúsund starfsmanna í leik-, grunnskólum og frístundamiðstöðvum. Sex sveitarfélög bætast við verkfallið eftir helgi og tíu í viðbót eftir hvítasunnuhelgina. Þá munu sextán hundruð starfsmenn hafa lagt niður störf. Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB, segir fyrstu daga verkfallsaðgerða hafa gengið vel. „Fór vel af stað í gær og það er baráttuandi í okkar fólki í þessum fjórum sveitarfélögum og fólk hvergi bangið. Við höfum fengið jákvæð viðbrögð úr skólunum og frá öðrum starfshópum sem sýna þessu skilning. Sömuleiðis frá fjölmörgum foreldrum. Þannig við höldum bara ótrauð áfram,“ segir Magnús. Í dag hefst síðan atkvæðagreiðsla um næstu lotu verkfalla og nær sú atkvæðagreiðsla til 29 sveitarfélaga um land allt. Samkvæmt upplýsingum frá BSRB er ekki hægt að greina frá því hver sveitarfélögin eru strax þar sem eftir eigi að tilkynna starfsfólkinu um atkvæðagreiðsluna. Niðurstöður atkvæðagreiðslna munu liggja fyrir í hádeginu á föstudag og verða kynntar í kjölfarið. Magnús segir viðræðurnar vera nokkurn veginn strand en ekkert gerðist á síðasta fundi kjaranefnda bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga síðasta föstudag. „Það er alveg ótrúlegt að fundurinn á föstudaginn hafi verið stuttur fundur og hann látinn duga. Forsvarsfólk sambandsins um helgina lét í veðri vaka eins og staðan væri viðkvæm og þess vegna vildu þau ekki tjá sig um stöðuna. það rétta var að það var ekkert í gangi og það eru engir fundir boðaðir,“ segir Magnús. Hann reynir að vera bjartsýnn þó það sé erfitt að vera það eins og staðan er í dag. „Verðum við ekki að vera það? en svona miðað við það sem við höfum séð hingað til er ekkert sérstakt tilefni til þess. Eins og ég segi, þá sjáum við til,“ segir Magnús. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í gær hófst fyrsta lota verkfalls félagsmanna BSRB í fjórum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu en bandalagið hefur ekki náð að semja við Samband íslenskra sveitarfélaga um kjör fyrir félagsmenn sína. Nær verkfallið til nærri þúsund starfsmanna í leik-, grunnskólum og frístundamiðstöðvum. Sex sveitarfélög bætast við verkfallið eftir helgi og tíu í viðbót eftir hvítasunnuhelgina. Þá munu sextán hundruð starfsmenn hafa lagt niður störf. Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB, segir fyrstu daga verkfallsaðgerða hafa gengið vel. „Fór vel af stað í gær og það er baráttuandi í okkar fólki í þessum fjórum sveitarfélögum og fólk hvergi bangið. Við höfum fengið jákvæð viðbrögð úr skólunum og frá öðrum starfshópum sem sýna þessu skilning. Sömuleiðis frá fjölmörgum foreldrum. Þannig við höldum bara ótrauð áfram,“ segir Magnús. Í dag hefst síðan atkvæðagreiðsla um næstu lotu verkfalla og nær sú atkvæðagreiðsla til 29 sveitarfélaga um land allt. Samkvæmt upplýsingum frá BSRB er ekki hægt að greina frá því hver sveitarfélögin eru strax þar sem eftir eigi að tilkynna starfsfólkinu um atkvæðagreiðsluna. Niðurstöður atkvæðagreiðslna munu liggja fyrir í hádeginu á föstudag og verða kynntar í kjölfarið. Magnús segir viðræðurnar vera nokkurn veginn strand en ekkert gerðist á síðasta fundi kjaranefnda bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga síðasta föstudag. „Það er alveg ótrúlegt að fundurinn á föstudaginn hafi verið stuttur fundur og hann látinn duga. Forsvarsfólk sambandsins um helgina lét í veðri vaka eins og staðan væri viðkvæm og þess vegna vildu þau ekki tjá sig um stöðuna. það rétta var að það var ekkert í gangi og það eru engir fundir boðaðir,“ segir Magnús. Hann reynir að vera bjartsýnn þó það sé erfitt að vera það eins og staðan er í dag. „Verðum við ekki að vera það? en svona miðað við það sem við höfum séð hingað til er ekkert sérstakt tilefni til þess. Eins og ég segi, þá sjáum við til,“ segir Magnús.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira