Gríðarleg eftirspurn í Mosó og þættirnir hjálpa til Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2023 13:30 Haukar lönduðu sætum sigri í framlengdum leik gegn Aftureldingu í síðasta leik á Varmá. vísir/Diego Mun færri komast að en vilja á Varmá í Mosfellsbæ í kvöld þegar oddaleikur Aftureldingar og Hauka fer fram, í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. „Ég held að við séum að stilla upp fyrir stærsta íþróttaviðburð sem hefur nokkurn tímann verið haldinn í bænum. Það er hátíð í Mosfellsbæ,“ segir Haukur Sigurvinsson, formaður meistaraflokksráðs Aftureldingar, en Mosfellingar standa í ströngu í dag til að hægt sé að koma sem flestum áhorfendum fyrir í kvöld. Haukur segist ekki geta svarað því nákvæmlega hve margir verði á leiknum en að það verði vel yfir þúsund manns, fyrir utan þá sem starfi við leikinn, og verður boðið upp á dagskrá frá klukkan 18. Á meðal gesta, sem mögulega fá að vera í nýjum sætum alveg við völlinn, er hluti af hópnum á bakvið sjónvarpsþættina Aftureldingu sem notið hafa mikilla vinsælda síðustu vikur. Stúkur leigðar og ný sæti við hliðarlínuna „Þessir þættir hafa kastað mjög miklu ljósi á félagið. Það er engum blöðum um það að fletta,“ segir Haukur og ítrekar að mun meiri eftirspurn hafi verið eftir miðum í kvöld en hægt hafi verið að anna. Þó hafi allt verið reynt til að koma sem flestum að: „Við erum vanalega bara með stúku öðru megin í salnum en erum búin að leigja aukastúkur sem er verið að setja upp í dag, og svo verða pallar líka þar sem fólk getur staðið. Auk þess prófum við í fyrsta skipti núna að vera með stóla alveg við völlinn, „courtside“, þar sem fólk verður í miklu návígi við leikinn. Við reynum bara að gera okkar besta til að svara þeirri eftirspurn sem er eftir miðum á leikinn. Það er greinilega gríðarleg spenna fyrir honum, og það seldist upp á rétt rúmum klukkutíma í gær,“ segir Haukur. Staðan í einvíginu er 2-2 eftir að Afturelding fagnaði sigri á Ásvöllum í síðasta leik, en Haukar höfðu komist yfir í einvíginu með því að vinna framlengdan spennutrylli í síðasta leik á Varmá. Þar sauð upp úr undir lok venjulegs leiktíma og Ihor Kopyshynskyi var rekinn af velli, en rauða spjaldið var dregið til baka eftir leik. Áhorfandi, sem skipti sér af málinu, er til skoðunar hjá HSÍ en hann virtist hrinda Ihor í hamagangnum. Leikur Aftureldingar og Hauka hefst klukkan 20:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending úr Mosó hefst hálftíma fyrr. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Afturelding Haukar Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
„Ég held að við séum að stilla upp fyrir stærsta íþróttaviðburð sem hefur nokkurn tímann verið haldinn í bænum. Það er hátíð í Mosfellsbæ,“ segir Haukur Sigurvinsson, formaður meistaraflokksráðs Aftureldingar, en Mosfellingar standa í ströngu í dag til að hægt sé að koma sem flestum áhorfendum fyrir í kvöld. Haukur segist ekki geta svarað því nákvæmlega hve margir verði á leiknum en að það verði vel yfir þúsund manns, fyrir utan þá sem starfi við leikinn, og verður boðið upp á dagskrá frá klukkan 18. Á meðal gesta, sem mögulega fá að vera í nýjum sætum alveg við völlinn, er hluti af hópnum á bakvið sjónvarpsþættina Aftureldingu sem notið hafa mikilla vinsælda síðustu vikur. Stúkur leigðar og ný sæti við hliðarlínuna „Þessir þættir hafa kastað mjög miklu ljósi á félagið. Það er engum blöðum um það að fletta,“ segir Haukur og ítrekar að mun meiri eftirspurn hafi verið eftir miðum í kvöld en hægt hafi verið að anna. Þó hafi allt verið reynt til að koma sem flestum að: „Við erum vanalega bara með stúku öðru megin í salnum en erum búin að leigja aukastúkur sem er verið að setja upp í dag, og svo verða pallar líka þar sem fólk getur staðið. Auk þess prófum við í fyrsta skipti núna að vera með stóla alveg við völlinn, „courtside“, þar sem fólk verður í miklu návígi við leikinn. Við reynum bara að gera okkar besta til að svara þeirri eftirspurn sem er eftir miðum á leikinn. Það er greinilega gríðarleg spenna fyrir honum, og það seldist upp á rétt rúmum klukkutíma í gær,“ segir Haukur. Staðan í einvíginu er 2-2 eftir að Afturelding fagnaði sigri á Ásvöllum í síðasta leik, en Haukar höfðu komist yfir í einvíginu með því að vinna framlengdan spennutrylli í síðasta leik á Varmá. Þar sauð upp úr undir lok venjulegs leiktíma og Ihor Kopyshynskyi var rekinn af velli, en rauða spjaldið var dregið til baka eftir leik. Áhorfandi, sem skipti sér af málinu, er til skoðunar hjá HSÍ en hann virtist hrinda Ihor í hamagangnum. Leikur Aftureldingar og Hauka hefst klukkan 20:15 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending úr Mosó hefst hálftíma fyrr. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Afturelding Haukar Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira