Á von á mörgum sólardögum í sumar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. maí 2023 18:14 Miðað við langtímaspá má gera ráð fyrir svona stemningu í sumar. vísir/vilhelm Hitatölur fóru víða á landinu undir frostmark í nótt og sumarið ætlar að láta bíða eftir sér. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur samt sem áður litlar áhyggjur af sumrinu og býst við lítilli úrkomu og mörgum sólardögum. „Þetta er eðlileg vorkoma á Íslandi,“ segir Einar um veðrið undanfarna daga. Fyrstu langtímaspár hans bendi hins vegar til bjartari tíma. „Það sem ég les úr niðurstöðum Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar er allt öðruvísi heldur en í fyrra. Í staðinn fyrir að lægðabraut verði hér nærri landinu, eins og var í fyrra, þá er hún vart sýnileg. Ef hún er, þá er hún mjög sunnarlega. Það er að þvælast hingað, norður á bóginn, meira af mildu lofti en er alla jafna,“ segir Einar sem ræddi langtímaspánna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: Hitafrávik reiknast jafnframt hátt í spánni. „Það eru metnar yfir 70 prósent líkur á því að meðalhitinn hér verði í efri þriðjungi. Þá erum við að tala um eina til eina og hálfa gráðu yfir meðalhita, sem er í júlí milli tíu og ellefu gráður.“ Einar segir staðsetingu hæðasvæðis skipta öllu máli í sumar. „Það þarf mjög lítið að hnikast til, upp á hvort hér verði þungbúið suðvestanlands eða hvort vindur standi að jafnaði að landi. Þá er bæði hlýtt og bjart en það má mjög litlu muna.“ Í öllu falli gefi spáin góð fyrirheit um sumarið. „Núna eru þessar spár mjög hagstæðar fyrir okkur og við skulum bara vona að þær gangi eftir. Þær ganga auðvitað ekkert alltaf eftir. Þessi spá nær yfir júní, júlí, ágúst. En næstu tíu daga virðist vera nokkuð úrkomu- og vindasamt.“ Einar var að lokum spurður hvort það væri ekki mikið ábyrgðarhlutverk, í ljósi þess hve uppteknir Íslendingar geti verið af veðrinu. „Ég kippi mér ekkert upp við það þegar fólk er að velta fyrir sér veðri út af frístundum sínum. Það er miklu meiri ábyrgð sem fylgir því þegar það er verið að spá hér mjög vondu veðri og velta fyrir sér viðvörunum og viðbúnaði,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Veður Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Fleiri fréttir Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Sjá meira
„Þetta er eðlileg vorkoma á Íslandi,“ segir Einar um veðrið undanfarna daga. Fyrstu langtímaspár hans bendi hins vegar til bjartari tíma. „Það sem ég les úr niðurstöðum Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar er allt öðruvísi heldur en í fyrra. Í staðinn fyrir að lægðabraut verði hér nærri landinu, eins og var í fyrra, þá er hún vart sýnileg. Ef hún er, þá er hún mjög sunnarlega. Það er að þvælast hingað, norður á bóginn, meira af mildu lofti en er alla jafna,“ segir Einar sem ræddi langtímaspánna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: Hitafrávik reiknast jafnframt hátt í spánni. „Það eru metnar yfir 70 prósent líkur á því að meðalhitinn hér verði í efri þriðjungi. Þá erum við að tala um eina til eina og hálfa gráðu yfir meðalhita, sem er í júlí milli tíu og ellefu gráður.“ Einar segir staðsetingu hæðasvæðis skipta öllu máli í sumar. „Það þarf mjög lítið að hnikast til, upp á hvort hér verði þungbúið suðvestanlands eða hvort vindur standi að jafnaði að landi. Þá er bæði hlýtt og bjart en það má mjög litlu muna.“ Í öllu falli gefi spáin góð fyrirheit um sumarið. „Núna eru þessar spár mjög hagstæðar fyrir okkur og við skulum bara vona að þær gangi eftir. Þær ganga auðvitað ekkert alltaf eftir. Þessi spá nær yfir júní, júlí, ágúst. En næstu tíu daga virðist vera nokkuð úrkomu- og vindasamt.“ Einar var að lokum spurður hvort það væri ekki mikið ábyrgðarhlutverk, í ljósi þess hve uppteknir Íslendingar geti verið af veðrinu. „Ég kippi mér ekkert upp við það þegar fólk er að velta fyrir sér veðri út af frístundum sínum. Það er miklu meiri ábyrgð sem fylgir því þegar það er verið að spá hér mjög vondu veðri og velta fyrir sér viðvörunum og viðbúnaði,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.
Veður Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Fleiri fréttir Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Sjá meira