Fótbolti

Luton einum sigri frá sæti í efstu deild í fyrsta skipti í rúm 30 ár

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Luton Town er aðeins einum sigri frá sæti í deild þeirra bestu.
Luton Town er aðeins einum sigri frá sæti í deild þeirra bestu. Shaun Botterill/Getty Images

Luton Town vann vægast sagt mikilvægan sigur er liðið tók á móti Sunderland í undanúslitum umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-0 og Luton er því aðeins einum sigri frá sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta var seinni leikur liðanna í viðureigninni, en Sunderland hafði betur í þeim fyrri, 2-1.

Heimamenn í Luton byrjuðu leik kvöldsins þó af miklum krafti og Gabriel Osho kom liðinu yfir strax á tíundu mínútu og jafnaði um leið metin í eivíginu.

Það var svo Tom Lockyer sem tvöfaldaði forystu heimamanna stuttu fyrir hálfleik eftir stoðsendingu frá Alfie Doughty og því var staðan 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Hvorugu liðinu tókst að finna netmöskvana í síðari hálfleik og niðustaðan varð því 2-0 sigur Luton. Luton er því á leið í hreinan úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni gegn annað hvort Middlesbrough eða Coventry. Með sigri tryggir Luton sér sæti í deild þeirra bestu í fyrsta skipti síðan árið 1992.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×