Hrósar borgarbúum í hástert eftir fyrsta dag fundar Oddur Ævar Gunnarsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 16. maí 2023 22:51 Nærri allir lögreglumenn landsins koma að viðburðinum. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra segir leiðtogafund Evrópuráðsins í Hörpu langstærsta viðburðinn sem íslensk lögregluyfirvöld hafa skipulagt. Hann segir að um hundrað sérfræðingar séu hér frá lögregluyfirvöldum á norðurlöndum í tengslum við fundinn og segir fyrsta dag fundarins hafa gengið vel. Hann hrósar borgarbúum í hástert fyrir að hafa farið eftir reglum. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, ræddi fyrsta dag leiðtogafundar Evrópuráðsins, sem fram fór í Hörpu í dag í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að lögregla muni ekki gefa upp hve mikill mannskapur sé til taks á svæðinu vegna fundarins, það verði gefið upp að fundi loknum. „En það er nokkuð ljóst að þetta er langstærsti viðburður sem íslensk lögregluyfirvöld hafa komið að. Okkur til aðstoðar eru hér lögreglumenn frá nær öllum norðurlöndunum og öll norðurlöndin hafa unnið með okkur að undirbúningnum og við höfum fengið þeirra aðstoð,“ segir Karl Steinar. „Ég get reyndar staðfest það að eru rétt tæplega hundrað sérfræðingar frá norðurlöndunum, lögreglumenn og sérfræðingar sem verða hér með okkur næstu daga þar til þetta er búið.“ Lítilsháttar smáatriði komið upp á Karl Steinar segir daginn hafa gengið einstaklega vel hjá lögreglunni. Hann kveðst stoltur af hópnum sem komið hafi að skipulagningu viðburðarins. „Það er ekkert stórvægilegt sem hefur gerst, þetta hefur eiginlega bara gengið alveg snuðrulaust fyrir sig,“ segir Karl Steinar sem segir engar handtökur hafa farið fram vegna fundarins. „Við höfum verið að fylgjast með drónaumferð og það eru svona einhver tilvik en var nú eiginlega meira um það síðustu daga og þetta hafa meira verið smáatriði, fólk hefur ekki alveg verið að átta sig á regluverkinu sem er í gangi.“ Býst við töfum á morgun „Ég vil líka nota tækifærið og hrósa borgarbúum, fyrir það hvað þau hafa verið tillitssöm og hlýtt tilmælum okkar og leiðbeiningum. Fólk hefur greinilega virt þau og við erum afar þakklát fyrir það,“ segir Karl Steinar. Hann segir að á morgun megi einnig búast við umferðartöfum vegna fundarins, einkum frá hádegi og fram eftir degi en auk þess að morgni. „En þetta er ekki langur tími sem er eftir, þannig að vonandi gengur áfram vel á morgun eins og verið hefur í dag.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, ræddi fyrsta dag leiðtogafundar Evrópuráðsins, sem fram fór í Hörpu í dag í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að lögregla muni ekki gefa upp hve mikill mannskapur sé til taks á svæðinu vegna fundarins, það verði gefið upp að fundi loknum. „En það er nokkuð ljóst að þetta er langstærsti viðburður sem íslensk lögregluyfirvöld hafa komið að. Okkur til aðstoðar eru hér lögreglumenn frá nær öllum norðurlöndunum og öll norðurlöndin hafa unnið með okkur að undirbúningnum og við höfum fengið þeirra aðstoð,“ segir Karl Steinar. „Ég get reyndar staðfest það að eru rétt tæplega hundrað sérfræðingar frá norðurlöndunum, lögreglumenn og sérfræðingar sem verða hér með okkur næstu daga þar til þetta er búið.“ Lítilsháttar smáatriði komið upp á Karl Steinar segir daginn hafa gengið einstaklega vel hjá lögreglunni. Hann kveðst stoltur af hópnum sem komið hafi að skipulagningu viðburðarins. „Það er ekkert stórvægilegt sem hefur gerst, þetta hefur eiginlega bara gengið alveg snuðrulaust fyrir sig,“ segir Karl Steinar sem segir engar handtökur hafa farið fram vegna fundarins. „Við höfum verið að fylgjast með drónaumferð og það eru svona einhver tilvik en var nú eiginlega meira um það síðustu daga og þetta hafa meira verið smáatriði, fólk hefur ekki alveg verið að átta sig á regluverkinu sem er í gangi.“ Býst við töfum á morgun „Ég vil líka nota tækifærið og hrósa borgarbúum, fyrir það hvað þau hafa verið tillitssöm og hlýtt tilmælum okkar og leiðbeiningum. Fólk hefur greinilega virt þau og við erum afar þakklát fyrir það,“ segir Karl Steinar. Hann segir að á morgun megi einnig búast við umferðartöfum vegna fundarins, einkum frá hádegi og fram eftir degi en auk þess að morgni. „En þetta er ekki langur tími sem er eftir, þannig að vonandi gengur áfram vel á morgun eins og verið hefur í dag.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent