Holmes sleppur ekki við fangelsið og þarf að greiða háar bætur Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2023 10:49 Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos, í réttarsal í San José í Kaliforníu í október. AP/Jeff Chiu Bandarískur áfrýjunardómstóll hafnaði kröfu Elizabeth Holmes, stofnanda fallna blóðprufufyrirtækisins Theranos, um að fá að ganga laus gegn tryggingu á meðan hún áfrýjar fangelsisdómi sínum í gær. Holmes og meðstjórnandi hennar þurfa að greiða milljarða króna í miskabætur. Holmes hlaut ellefu ára og þriggja mánaða fangelsisdóm fyrir að blekkja fjárfesta Theranos í fyrra. Fyrirtækið hélt því fram að það byggi yfir byltingarkenndri tækni sem gerði því kleift að greina hundruð sjúkdóma og kvilla með einum einasta blóðdropa. Lítil innistæða var fyrir þeim fullyrðingum. Theranos varð gjaldþrota eftir að bandarískar eftirlitsstofnanir byrjuðu að fara ofan í saumana á rekstri fyrirtækisins. Tveimur dögum áður en Holmes átti að hefja afplánun í apríl lagði hún fram kröfu um að hún fengi að ganga laus á meðan hún áfrýjar dómnum. Áfrýjunardómstóllinn hafnaði kröfunni í gær. Dómarinn í máli hennar þarf nú að ákveða hvenær hún byrjar afplánun sína, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann hafði áður mælt með því að Holmes afplánaði í kvennafangelsi í Texas. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hvort að fangelsismálayfirvöld hafi tekið það til greina. Rupert Murdoch var einn vellauðugra fjárfesta sem fóru flatt á að leggja traust sitt og trúnað á Elizabeth Holmes.Vísir/Getty Þurfa að greiða Rupert Murdoch og apótekakeðju milljarða Sami dómari í Kaliforníu gerði Holmes og Ramesh „Sunny“ Balwani, forseta Theranos og fyrrverandi ástmanni hennar, að greiða fórnarlömbum blekkinga þeirra 452 milljónir dollara í bætur, jafnvirði rúmra 63 milljarða íslenskra króna. Þau voru talin jafnábyrg fyrir upphæðinni. Á meðal þeirra sem þau þurfa að greiða er Rupert Murdoch, ástralski fjölmiðlakóngurinn, sem lagði mikið fé í Theranos. Þau skulda honum 125 milljónir dollara, jafnvirði meira en 17,5 milljarða króna, að sögn AP. Þá þurfa þau að greiða lyfjaverslanakeðjunni Walgreens fjörtíu milljónir dollara, rúma 5,6 milljarða króna, en fyrirtækið gerði samning við Theranos um að nota blóðgreiningartæki þess í verslunum. Bæði Holmes og Balwani héldu því fram fyrir dómi að þau væru því sem næst á hvínandi kúpunni vegna lögfræðikostnaðar. Hlutir þeirra í Theranos voru á tíma metnir á fleiri milljarða króna. Balwani hlaut enn lengri fangelsisdóm fyrir sinn þátt í blekkingunum, tólf ár og ellefu mánuði. Hann hóf afplánun 20. apríl eftir að áfrýjunardómstóll hafnaði sambærilegri kröfu um lausn á áfrýjunartíma og Holmes tapaði í gær. Elizabeth Holmes og Theranos Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00 Forstjóri Theranos frestar fangelsisvist með áfrýjun Elizabeth Holmes, forstjóri fallna tæknifyrirtækisins Theranos, hefur ekki afplánun á meira en ellefu ára fangelsisdómi í dag þar sem hún áfrýjaði niðurstöðu alríkisdómstóls. Samverkamaður Holmes seinkaði afplánun sinn um mánuð með sams konar áfrýjun í síðasta mánuði. 27. apríl 2023 09:15 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Holmes hlaut ellefu ára og þriggja mánaða fangelsisdóm fyrir að blekkja fjárfesta Theranos í fyrra. Fyrirtækið hélt því fram að það byggi yfir byltingarkenndri tækni sem gerði því kleift að greina hundruð sjúkdóma og kvilla með einum einasta blóðdropa. Lítil innistæða var fyrir þeim fullyrðingum. Theranos varð gjaldþrota eftir að bandarískar eftirlitsstofnanir byrjuðu að fara ofan í saumana á rekstri fyrirtækisins. Tveimur dögum áður en Holmes átti að hefja afplánun í apríl lagði hún fram kröfu um að hún fengi að ganga laus á meðan hún áfrýjar dómnum. Áfrýjunardómstóllinn hafnaði kröfunni í gær. Dómarinn í máli hennar þarf nú að ákveða hvenær hún byrjar afplánun sína, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann hafði áður mælt með því að Holmes afplánaði í kvennafangelsi í Texas. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hvort að fangelsismálayfirvöld hafi tekið það til greina. Rupert Murdoch var einn vellauðugra fjárfesta sem fóru flatt á að leggja traust sitt og trúnað á Elizabeth Holmes.Vísir/Getty Þurfa að greiða Rupert Murdoch og apótekakeðju milljarða Sami dómari í Kaliforníu gerði Holmes og Ramesh „Sunny“ Balwani, forseta Theranos og fyrrverandi ástmanni hennar, að greiða fórnarlömbum blekkinga þeirra 452 milljónir dollara í bætur, jafnvirði rúmra 63 milljarða íslenskra króna. Þau voru talin jafnábyrg fyrir upphæðinni. Á meðal þeirra sem þau þurfa að greiða er Rupert Murdoch, ástralski fjölmiðlakóngurinn, sem lagði mikið fé í Theranos. Þau skulda honum 125 milljónir dollara, jafnvirði meira en 17,5 milljarða króna, að sögn AP. Þá þurfa þau að greiða lyfjaverslanakeðjunni Walgreens fjörtíu milljónir dollara, rúma 5,6 milljarða króna, en fyrirtækið gerði samning við Theranos um að nota blóðgreiningartæki þess í verslunum. Bæði Holmes og Balwani héldu því fram fyrir dómi að þau væru því sem næst á hvínandi kúpunni vegna lögfræðikostnaðar. Hlutir þeirra í Theranos voru á tíma metnir á fleiri milljarða króna. Balwani hlaut enn lengri fangelsisdóm fyrir sinn þátt í blekkingunum, tólf ár og ellefu mánuði. Hann hóf afplánun 20. apríl eftir að áfrýjunardómstóll hafnaði sambærilegri kröfu um lausn á áfrýjunartíma og Holmes tapaði í gær.
Elizabeth Holmes og Theranos Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00 Forstjóri Theranos frestar fangelsisvist með áfrýjun Elizabeth Holmes, forstjóri fallna tæknifyrirtækisins Theranos, hefur ekki afplánun á meira en ellefu ára fangelsisdómi í dag þar sem hún áfrýjaði niðurstöðu alríkisdómstóls. Samverkamaður Holmes seinkaði afplánun sinn um mánuð með sams konar áfrýjun í síðasta mánuði. 27. apríl 2023 09:15 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Níu ráðherrar funda með Höllu Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00
Forstjóri Theranos frestar fangelsisvist með áfrýjun Elizabeth Holmes, forstjóri fallna tæknifyrirtækisins Theranos, hefur ekki afplánun á meira en ellefu ára fangelsisdómi í dag þar sem hún áfrýjaði niðurstöðu alríkisdómstóls. Samverkamaður Holmes seinkaði afplánun sinn um mánuð með sams konar áfrýjun í síðasta mánuði. 27. apríl 2023 09:15
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent