Lægð yfir landinu og ekkert hlé á vætutíðinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. maí 2023 08:14 Samkvæmt Veðurstofunni verður ekkert hlé á vætutíðinni næstu daga og eru tvær lægðir á leið yfir landið. Vísir/Vilhelm Lægð suðvestur af Reykjanesi hreyfist norðaustur yfir landið í dag og fylgja henni úrkomusvæði, sem rignir úr, einkum sunnan- og vestanlands. Veðurstofan gerir ráð fyrir að suðaustantil og síðar sunnantil verði átta til þrettán metrar á sekúndu og það verði víða rigning í dag. Það verði úrkomulítið norðaustantil og hlýjast norðaustanlands. Hiti verði á bilinu átta til átján stig. Seinni partinn verður vestlægari átt og þokusúld en seint í kvöld hvessir suðaustanlands með skúrum. Fyrir norðan og á Austurlandi verður veðrið nokkuð hlýtt og gott en það er ekki hægt að segja um suðvesturhornið og Suðurland.Skjáskot Lægðir á leið yfir landið Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að skammt suðvestur af Reykjanesi sé lægð. Hún muni hreyfast norðaustur yfir landið í dag. Henni fylgi úrkomusvæði, sem rignir úr, einkum sunnan- og vestanlands. Þá segir einnig að við Nýfundnaland sé ört vaxandi lægð, sem hreyfist allhratt norðnorðaustur á bóginn og verði með dýpsta móti þegar hún hreyfist norðaustur Grænlandssund. Í fyrramálið vaxi vindur úr suðri þegar lægðin nálgast og þá fer aftur að rigna. Það muni snúast í allhvassa eða hvassa suðvestanátt og síðan bæti í regnið síðdegis. Norðaustantil helst þurrt lengst af og það verði nokkuð hlýtt í veðri í dag og á morgun, einkum á Norðausturlandi. Reikna megi með snörpum vindhviðum norðvestantil síðdegis á morgun og ökumenn eru því hvattir til að fara varlega á þeim slóðum. Um helgina verði áfram suðvestanátt og ekkert hlé á vætutíðinni. Síðan muni í þokkabót kólnar heldur í veðri. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Gengur í sunnan og síðar suðvestan 13-20 m/s, hvassast noðvestanlands. Súld eða rigning með köflum, en yfirleitt bjartviðri á norðaustanverðu landinu. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi. Á laugardag: Suðvestan 13-18 m/s og skúrir eða dálítil rigning, en hægara og bjartviðri um landið norðaustanvert. Hiti 5 til 13 stig, mildast norðaustantil. Á sunnudag: Stíf suðlæg átt og talsverð rigning, en úkomulítið norðantil. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Á mánudag: Suðvestlæg eða breytileg átt, dálítil rigning með köflum og hiti 5 til 11 stig. Á þriðjudag: Útlit fyrist stífa suðvestanátt og rigningu, en lengst af þurrt norðaustanlands. Milt veður. Á miðvikudag: Útlit fyri vestanáttir með skúrum eða jafnvelslydduéljum, en þurrviðri austantil. Kólnandi veður. Veður Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Fleiri fréttir Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Sjá meira
Veðurstofan gerir ráð fyrir að suðaustantil og síðar sunnantil verði átta til þrettán metrar á sekúndu og það verði víða rigning í dag. Það verði úrkomulítið norðaustantil og hlýjast norðaustanlands. Hiti verði á bilinu átta til átján stig. Seinni partinn verður vestlægari átt og þokusúld en seint í kvöld hvessir suðaustanlands með skúrum. Fyrir norðan og á Austurlandi verður veðrið nokkuð hlýtt og gott en það er ekki hægt að segja um suðvesturhornið og Suðurland.Skjáskot Lægðir á leið yfir landið Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að skammt suðvestur af Reykjanesi sé lægð. Hún muni hreyfast norðaustur yfir landið í dag. Henni fylgi úrkomusvæði, sem rignir úr, einkum sunnan- og vestanlands. Þá segir einnig að við Nýfundnaland sé ört vaxandi lægð, sem hreyfist allhratt norðnorðaustur á bóginn og verði með dýpsta móti þegar hún hreyfist norðaustur Grænlandssund. Í fyrramálið vaxi vindur úr suðri þegar lægðin nálgast og þá fer aftur að rigna. Það muni snúast í allhvassa eða hvassa suðvestanátt og síðan bæti í regnið síðdegis. Norðaustantil helst þurrt lengst af og það verði nokkuð hlýtt í veðri í dag og á morgun, einkum á Norðausturlandi. Reikna megi með snörpum vindhviðum norðvestantil síðdegis á morgun og ökumenn eru því hvattir til að fara varlega á þeim slóðum. Um helgina verði áfram suðvestanátt og ekkert hlé á vætutíðinni. Síðan muni í þokkabót kólnar heldur í veðri. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Gengur í sunnan og síðar suðvestan 13-20 m/s, hvassast noðvestanlands. Súld eða rigning með köflum, en yfirleitt bjartviðri á norðaustanverðu landinu. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi. Á laugardag: Suðvestan 13-18 m/s og skúrir eða dálítil rigning, en hægara og bjartviðri um landið norðaustanvert. Hiti 5 til 13 stig, mildast norðaustantil. Á sunnudag: Stíf suðlæg átt og talsverð rigning, en úkomulítið norðantil. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Á mánudag: Suðvestlæg eða breytileg átt, dálítil rigning með köflum og hiti 5 til 11 stig. Á þriðjudag: Útlit fyrist stífa suðvestanátt og rigningu, en lengst af þurrt norðaustanlands. Milt veður. Á miðvikudag: Útlit fyri vestanáttir með skúrum eða jafnvelslydduéljum, en þurrviðri austantil. Kólnandi veður.
Veður Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Fleiri fréttir Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Sjá meira