Ferðalangar í ógöngum og alelda bátur við Stykkishólm Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. maí 2023 10:11 Fólkið var að lokum sótt á sexhjólum. Landsbjörg Nokkrar björgunarsveitir voru kallaðar út í gær vegna tveggja tilvika þar sem ferðalangar lentu í vandræðum á göngu. Þá barst útkall vegna báts sem varð alelda rétt utan við Stykkishólm. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitir í Ölfusi voru kallaðar út um klukkan 17 vegna ferðalangs sem hafði gengið inn í Reykjadal. Á leiðinni úr dalnum fór viðkomandi að upplifa vanlíðan og máttleysi. „Björgunarsveitir fóru upp gönguleiðina frá Hveragerði, sem og að aka upp á Hellisheiði, inn heiðina og ganga niður í Reykjadal þaðan. Um 40 mínútum eftir að útkall barst, eða um 17:40, voru björgunarsveitir komnar að viðkomandi, sem hlaut aðhlynningu og var svo fluttur niður í sjúkrabíl,“ segir í tilkynningunni. Mikil þoka gerði björgunarsveitarmönnum erfitt fyrir.Landsbjörg Þá var óskað eftir aðstoð björgunarsveita um klukkan 19.30 vegna tveggja göngumanna á Hafnarfjalli sem voru orðnir kaldir og treystu sér ekki lengra. Björgunarsveitir frá Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði voru ræstar út og gengu upp Hafnarfjall norðanvert. Að því er fram kemur í tilkynningunni var fólkið þokkalega vel búið en veðrið erfitt; slagviðri og skyggni lítið. Svartaþoka var á leitarsvæðinu, sem hamlaði för björgunarsveitarmanna. Frá aðgerðum á Hafnarfjalli.Landsbjörg „Rétt fyrir klukkan 23 var komið að fólkinu, en skyggnið var svo lítið að þau þurftu að flauta hátt í flautu sem þau voru með, svo björgunarfólk hitti á þau í þokunni. Björgunarfólk gat gefið þeim heitt að drekka og einhverja næringu, og lagt af stað til móts við annað björgunarfólk, sem meðal annars var á leið á staðinn á sexhjólum. Rétt fyrir miðnætti var hægt að koma fólkinu á sexhjól, sem flutti það niður. Þessari aðgerð lauk um eitt leitið í nótt.“ Á sama tíma barst útkall til björgunarsveita í Stykkishólmi vegna elds í bát rétt utan við bæinn. Þar hafði eldur orðið laus, líklega í lúkar, sem skipverji réði ekki við og neyddist til að yfirgefa bátinn. Honum var bjargað af nærstöddum bátum. „Báturinn varð fljótt alelda og rak nánast upp í fjöru suðvestan Stykkishólms, þar sem slökkvilið frá Stykkishólmi gat barist við eldinn frá landi.“ Björgunarsveitir Stykkishólmur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Björgunarsveitir í Ölfusi voru kallaðar út um klukkan 17 vegna ferðalangs sem hafði gengið inn í Reykjadal. Á leiðinni úr dalnum fór viðkomandi að upplifa vanlíðan og máttleysi. „Björgunarsveitir fóru upp gönguleiðina frá Hveragerði, sem og að aka upp á Hellisheiði, inn heiðina og ganga niður í Reykjadal þaðan. Um 40 mínútum eftir að útkall barst, eða um 17:40, voru björgunarsveitir komnar að viðkomandi, sem hlaut aðhlynningu og var svo fluttur niður í sjúkrabíl,“ segir í tilkynningunni. Mikil þoka gerði björgunarsveitarmönnum erfitt fyrir.Landsbjörg Þá var óskað eftir aðstoð björgunarsveita um klukkan 19.30 vegna tveggja göngumanna á Hafnarfjalli sem voru orðnir kaldir og treystu sér ekki lengra. Björgunarsveitir frá Akranesi, Borgarnesi og Borgarfirði voru ræstar út og gengu upp Hafnarfjall norðanvert. Að því er fram kemur í tilkynningunni var fólkið þokkalega vel búið en veðrið erfitt; slagviðri og skyggni lítið. Svartaþoka var á leitarsvæðinu, sem hamlaði för björgunarsveitarmanna. Frá aðgerðum á Hafnarfjalli.Landsbjörg „Rétt fyrir klukkan 23 var komið að fólkinu, en skyggnið var svo lítið að þau þurftu að flauta hátt í flautu sem þau voru með, svo björgunarfólk hitti á þau í þokunni. Björgunarfólk gat gefið þeim heitt að drekka og einhverja næringu, og lagt af stað til móts við annað björgunarfólk, sem meðal annars var á leið á staðinn á sexhjólum. Rétt fyrir miðnætti var hægt að koma fólkinu á sexhjól, sem flutti það niður. Þessari aðgerð lauk um eitt leitið í nótt.“ Á sama tíma barst útkall til björgunarsveita í Stykkishólmi vegna elds í bát rétt utan við bæinn. Þar hafði eldur orðið laus, líklega í lúkar, sem skipverji réði ekki við og neyddist til að yfirgefa bátinn. Honum var bjargað af nærstöddum bátum. „Báturinn varð fljótt alelda og rak nánast upp í fjöru suðvestan Stykkishólms, þar sem slökkvilið frá Stykkishólmi gat barist við eldinn frá landi.“
Björgunarsveitir Stykkishólmur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira