Farið fram á nauðungarsölu á heimili borgarfulltrúa Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2023 15:23 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skuldar Skattinum á þriðju milljón króna. Vísir/samsett Skatturinn hefur óskað eftir nauðungarsölu á heimili Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, í Vesturbæ Reykjavíkur, Kjartan segir að beiðnina megi rekja til skattskuldar sem varð til á meðan hann var utan borgarstjórnar. Hús Kjartans að Hávallagötu í Reykjavík er á meðal þeirra eigna sem Skatturinn óskar eftir nauðungarsölu á til fullnustu á kröfum um peningagreiðslur. Beiðnin var birt á vef Lögbirtingarblaðsins í dag. Fjárhæð kröfunnar er rúmar tvær og hálf milljón króna. Krafan verður tekin fyrir hjá sýslumanni 22. júní nema hún verði felld niður áður. Í samtali við Vísi segir Kjartan að um skattskuld sé að ræða sem eftir eigi að ganga frá. Hún hafi orðið til þegar hann hafði stopular tekjur eftir að hann var utan borgarstjórnar í kosningunum 2018. Skatturinn hafi þá áætlað á hann álagningu. Hann muni gera skuldina upp. Fyrir utan kjörtímabilið 2018 til 2022 hefur Kjartan setið í borgarstjórn, ýmist sem aðal- eða varamaður undanfarin tæp þrjátíu ár. Hann var varaborgarfulltrúi frá 1994 til 1999 og borgarfulltrúi frá 1999 til 2018. Kjartan lenti í þriðja sæti í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2018. Eyþór Arnalds leiddi listann en Kjartan var ekki á framboðslista flokksins. Fyrir kosningarnar í fyrra gaf hann kost á sér í annað sæti á lista sjálfstæðismanna en endaði í því þriðja. Kjartan situr nú meðal annars í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar. Reykjavík Skattar og tollar Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Fleiri fréttir Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Sjá meira
Hús Kjartans að Hávallagötu í Reykjavík er á meðal þeirra eigna sem Skatturinn óskar eftir nauðungarsölu á til fullnustu á kröfum um peningagreiðslur. Beiðnin var birt á vef Lögbirtingarblaðsins í dag. Fjárhæð kröfunnar er rúmar tvær og hálf milljón króna. Krafan verður tekin fyrir hjá sýslumanni 22. júní nema hún verði felld niður áður. Í samtali við Vísi segir Kjartan að um skattskuld sé að ræða sem eftir eigi að ganga frá. Hún hafi orðið til þegar hann hafði stopular tekjur eftir að hann var utan borgarstjórnar í kosningunum 2018. Skatturinn hafi þá áætlað á hann álagningu. Hann muni gera skuldina upp. Fyrir utan kjörtímabilið 2018 til 2022 hefur Kjartan setið í borgarstjórn, ýmist sem aðal- eða varamaður undanfarin tæp þrjátíu ár. Hann var varaborgarfulltrúi frá 1994 til 1999 og borgarfulltrúi frá 1999 til 2018. Kjartan lenti í þriðja sæti í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2018. Eyþór Arnalds leiddi listann en Kjartan var ekki á framboðslista flokksins. Fyrir kosningarnar í fyrra gaf hann kost á sér í annað sæti á lista sjálfstæðismanna en endaði í því þriðja. Kjartan situr nú meðal annars í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar.
Reykjavík Skattar og tollar Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Fleiri fréttir Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Sjá meira