Stóraukið myndavélaeftirlit í miðborginni Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 19. maí 2023 19:45 Getty/Vísir/Vilhelm Myndavélar sem keyptar voru í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins verða ekki fjarlægðar. 24 nýjar vélar voru keyptar að sögn upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur miklar áhyggjur af auknu eftirliti. Viðbúnaður vegna leiðtogafundarins var mjög mikill. Ríflega hundrað erlendir lögreglumenn og sérfræðingar tóku þátt í löggæslu. Myndavélakaupin voru einn leggur eftirlits, en þær eru nú komnar til að vera. Trausti Breiðfjörð Magnússon borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir gagnrýni flokksins snúa að mestu leyti að rökstuðningi fyrir þessu aukna eftirliti. Myndavélarnar hafi verið settar upp til að fylgjast með „mögulegum mótmælum“ og þá sérstalega vegna leiðtogafundarins. „Nú er fundurinn búinn en það á ekki að taka myndavélarnar niður aftur. Þannig að það að myndavélar séu settar upp á þessum forsendum, við mótmælum því algjörlega, og það er verið að vega að frelsi íbúa með því,“ segir Trausti. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar er ekki alveg sammála Trausta. „Við teljum að það séu rök fyrir því að koma fleiri myndavélum hérna í miðbæinn af því miðbærinn er að stækka, hann hefur stækkað talsvert norður og þessar nýju myndavélar koma fyrst og fremst á þennan nýja hluta miðborgarinnar. Og ég skil alveg Sósíalista – og þess vegna Pírata – sem vantreysta svona öryggismyndavélum. En ég held samt að reynslan sýni það að það er skynsamlegt að hafa eitthvað eftirlit,“ segir Hjálmar. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Lögreglan Borgarstjórn Tengdar fréttir Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. 19. maí 2023 18:46 Leiðtogabílarnir verða ekki fluttir úr landi Fimmtíu Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar voru fluttir inn til landsins til að aka leiðtogum Evrópuráðsins milli staða á meðan fundur þeirra í Hörpu fór fram í vikunni. Til stóð að flytja hluta flotans úr landi en sökum mikils áhuga verða engir bílanna fluttir úr landi. 19. maí 2023 11:18 Ósáttur við aukið myndavélaeftirlit: „Hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt“ Sósíalistar eru ósáttir við fyrirhuguð áform um stóraukið öryggismyndavélaeftirlit í miðborg Reykjavíkur. Borgarfulltrúi segir óttann ekki mega taka yfir. 15. mars 2023 10:31 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Viðbúnaður vegna leiðtogafundarins var mjög mikill. Ríflega hundrað erlendir lögreglumenn og sérfræðingar tóku þátt í löggæslu. Myndavélakaupin voru einn leggur eftirlits, en þær eru nú komnar til að vera. Trausti Breiðfjörð Magnússon borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir gagnrýni flokksins snúa að mestu leyti að rökstuðningi fyrir þessu aukna eftirliti. Myndavélarnar hafi verið settar upp til að fylgjast með „mögulegum mótmælum“ og þá sérstalega vegna leiðtogafundarins. „Nú er fundurinn búinn en það á ekki að taka myndavélarnar niður aftur. Þannig að það að myndavélar séu settar upp á þessum forsendum, við mótmælum því algjörlega, og það er verið að vega að frelsi íbúa með því,“ segir Trausti. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar er ekki alveg sammála Trausta. „Við teljum að það séu rök fyrir því að koma fleiri myndavélum hérna í miðbæinn af því miðbærinn er að stækka, hann hefur stækkað talsvert norður og þessar nýju myndavélar koma fyrst og fremst á þennan nýja hluta miðborgarinnar. Og ég skil alveg Sósíalista – og þess vegna Pírata – sem vantreysta svona öryggismyndavélum. En ég held samt að reynslan sýni það að það er skynsamlegt að hafa eitthvað eftirlit,“ segir Hjálmar.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Lögreglan Borgarstjórn Tengdar fréttir Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. 19. maí 2023 18:46 Leiðtogabílarnir verða ekki fluttir úr landi Fimmtíu Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar voru fluttir inn til landsins til að aka leiðtogum Evrópuráðsins milli staða á meðan fundur þeirra í Hörpu fór fram í vikunni. Til stóð að flytja hluta flotans úr landi en sökum mikils áhuga verða engir bílanna fluttir úr landi. 19. maí 2023 11:18 Ósáttur við aukið myndavélaeftirlit: „Hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt“ Sósíalistar eru ósáttir við fyrirhuguð áform um stóraukið öryggismyndavélaeftirlit í miðborg Reykjavíkur. Borgarfulltrúi segir óttann ekki mega taka yfir. 15. mars 2023 10:31 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. 19. maí 2023 18:46
Leiðtogabílarnir verða ekki fluttir úr landi Fimmtíu Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar voru fluttir inn til landsins til að aka leiðtogum Evrópuráðsins milli staða á meðan fundur þeirra í Hörpu fór fram í vikunni. Til stóð að flytja hluta flotans úr landi en sökum mikils áhuga verða engir bílanna fluttir úr landi. 19. maí 2023 11:18
Ósáttur við aukið myndavélaeftirlit: „Hvert og eitt skref í þessa átt finnst mér hættulegt“ Sósíalistar eru ósáttir við fyrirhuguð áform um stóraukið öryggismyndavélaeftirlit í miðborg Reykjavíkur. Borgarfulltrúi segir óttann ekki mega taka yfir. 15. mars 2023 10:31