Myndu bjóða Gylfa velkominn í Grindavík Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2023 19:57 Íslenski knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er án félags Vísir/Getty Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdarstjóri íþróttafélags Grindavíkur, segir félagið ekki hafa rætt við knattspyrnumanninn Gylfa Þór Sigurðsson um að ganga til liðs við knattspyrnulið félagsins. Óvissa hefur verið uppi um hver næstu skref Gylfa Þórs á knattspyrnuferlinum verða en hann er nú án félags og hefur mál á hendur honum á Bretlandseyjum, vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, verið látið niður falla. Gylfi Þór er nú kominn aftur heim til Íslands og hefur knattspyrnulið Grindavíkur verið nefnt til sögunnar sem mögulegur viðkomustaður hans og hefur heyrst að nú sé verið að afla styrkja til að fá leikmanninn suður með sjó. Vísir bar þessar sögusagnir undir framkvæmdarstjóra félagsins, Jón Júlíus Karlsson, sem kom af fjöllum. „Það væri það gaman ef það væri raunin,“ segir Jón Júlíus við sögusögnum um Gylfa Þór og Grindavík. „Eina tenging hans við félagið er að sonur Ólafs Más, bróður hans, er leikmaður hjá okkur. Við höfum ekkert talað við hann persónulega, bara bróður hans en ég er alveg viss um að öll lið á Íslandi myndu vilja hafa Gylfa á æfingu hjá sér.“ Þá ítrekaði Jón Júlíus við blaðamann að Grindavík hafi ekki verið í sambandi við Gylfa Þór. „Við höfum ekki haft samband við hann.“ „Myndi elska að fá hann aftur“ Áður en að umrætt mál gegn Gylfa Þór leit dagsins ljós var hann á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Tekin var sú ákvörðun að hann myndi hvorki æfa né spila með Everton á meðan að mál hans væri til rannsóknar. Svo rann samningur Gylfa Þórs við Everton út og í síðasta mánuði, nánar tiltekið þann 14. apríl, var málið látið niður falla. Nokkrum dögum síðar var tilkynnt um ráðningu Norðmannsins Åge Hareide í starf landsliðsþjálfara karlalandsliðs Íslands. Á sínum fyrsta blaðamannafundi var Åge spurður út í Gylfa Þór, sem var lykilleikmaður í glæstum árangri íslenska landsliðsins sem komst á sínum tíma tvívegis á stórmót. „Það er gott fyrir hann að málinu sé lokið. Ég fann virkilega til með honum. Ég hef hitt hann. Hann er fínn gaur og frábær leikmaður en hann hefur ekki spilað í tvö ár þannig ég get ekki talað mikið meira um hann,“ sagði Hareide. En það var síðan þann 15.maí síðastliðinn, í viðtali við Åge í þættinum Dagmál á mbl.is sem landsliðsþjálfarinn greindi frá því að hann hafi átt fund með Gylfa Þór. „Ég tjáði honum það að persónulega þá væri ég mjög áhugasamur um það að fá hann aftur í landsliðið,“ sagði Hareide. „Ég myndi elska að fá hann aftur og það væri bæði gott fyrir hann held ég og líka fyrir leikmannahópinn.“ Hafi Gylfi Þór áhuga á því að snúa aftur í íslenska landsliðið er því ljóst að hann mun þurfa að finna sér nýtt félagslið. Óvissa er þó um framhald knattspyrnuferils hans. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar UMF Grindavík Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Sjá meira
Óvissa hefur verið uppi um hver næstu skref Gylfa Þórs á knattspyrnuferlinum verða en hann er nú án félags og hefur mál á hendur honum á Bretlandseyjum, vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, verið látið niður falla. Gylfi Þór er nú kominn aftur heim til Íslands og hefur knattspyrnulið Grindavíkur verið nefnt til sögunnar sem mögulegur viðkomustaður hans og hefur heyrst að nú sé verið að afla styrkja til að fá leikmanninn suður með sjó. Vísir bar þessar sögusagnir undir framkvæmdarstjóra félagsins, Jón Júlíus Karlsson, sem kom af fjöllum. „Það væri það gaman ef það væri raunin,“ segir Jón Júlíus við sögusögnum um Gylfa Þór og Grindavík. „Eina tenging hans við félagið er að sonur Ólafs Más, bróður hans, er leikmaður hjá okkur. Við höfum ekkert talað við hann persónulega, bara bróður hans en ég er alveg viss um að öll lið á Íslandi myndu vilja hafa Gylfa á æfingu hjá sér.“ Þá ítrekaði Jón Júlíus við blaðamann að Grindavík hafi ekki verið í sambandi við Gylfa Þór. „Við höfum ekki haft samband við hann.“ „Myndi elska að fá hann aftur“ Áður en að umrætt mál gegn Gylfa Þór leit dagsins ljós var hann á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Everton. Tekin var sú ákvörðun að hann myndi hvorki æfa né spila með Everton á meðan að mál hans væri til rannsóknar. Svo rann samningur Gylfa Þórs við Everton út og í síðasta mánuði, nánar tiltekið þann 14. apríl, var málið látið niður falla. Nokkrum dögum síðar var tilkynnt um ráðningu Norðmannsins Åge Hareide í starf landsliðsþjálfara karlalandsliðs Íslands. Á sínum fyrsta blaðamannafundi var Åge spurður út í Gylfa Þór, sem var lykilleikmaður í glæstum árangri íslenska landsliðsins sem komst á sínum tíma tvívegis á stórmót. „Það er gott fyrir hann að málinu sé lokið. Ég fann virkilega til með honum. Ég hef hitt hann. Hann er fínn gaur og frábær leikmaður en hann hefur ekki spilað í tvö ár þannig ég get ekki talað mikið meira um hann,“ sagði Hareide. En það var síðan þann 15.maí síðastliðinn, í viðtali við Åge í þættinum Dagmál á mbl.is sem landsliðsþjálfarinn greindi frá því að hann hafi átt fund með Gylfa Þór. „Ég tjáði honum það að persónulega þá væri ég mjög áhugasamur um það að fá hann aftur í landsliðið,“ sagði Hareide. „Ég myndi elska að fá hann aftur og það væri bæði gott fyrir hann held ég og líka fyrir leikmannahópinn.“ Hafi Gylfi Þór áhuga á því að snúa aftur í íslenska landsliðið er því ljóst að hann mun þurfa að finna sér nýtt félagslið. Óvissa er þó um framhald knattspyrnuferils hans.
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar UMF Grindavík Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Sjá meira