Skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás gegn sambýliskonu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. maí 2023 22:28 Árásin átti sér stað í október 2015. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir stórfellda líkamsárás gegn þáverandi sambýliskonu sinni. Hann hrinti henni, sló hana í andlitið og ítrekað með beltissylgju. Landsréttur kvað upp dóm í málinu í gær og þyngdi þar með refsingu héraðsdóms um einn mánuð. Hún er þó, eins og fyrr segir, skilorðsbundin til tveggja ára. Þáverandi sambýliskona mannsins kærði hann upphaflega í maí 2020 en líkamsárásin átti sér stað í október 2015. Lögregla ákærði manninn loks í febrúar 2022 fyrir brotið. Við árásina hlaut brotaþoli viðbeinsbrot, mar og yfirborðsáverka víðsvegar á líkamanum, sár í munni og á kvið. Sagði brotaþola hafa dottið Ákærði neitaði að hafa beitt brotaþola ofbeldi. Hann bar fyrir sig að sambýliskonan þáverandi hafi ráðist að honum með barsmíðum, ýtt honum, runnið sjálf og slasast þannig. Hann kvaðst lítið muna eftir atvikum en sagðist hafa farið aftur inn í rúm og lagt sig. Þessu hélt hann fram bæði fyrir héraðsdómi og í Landsrétti en það hafði hann ekki gert við skýrslutöku hjá lögreglu, sem fram fór í tvígang. Brotaþoli lýsti málsatvikunum með allt öðrum hætti. Hún hafi komist á snoðir um framhjáhald ákærða, við það orðið mjög reið og beðið hann að yfirgefa íbúðina. Því hafi hann ekki við unað, haldið áfram að sofa, en brotaþoli þrábeðið hann að fara. Þá hafi hann látið til skarar skríða. Framburður trúverðugur Landsréttur sagði framburð brotaþola fá stoð í vottorði læknis á slysa- og bráðadeild Landspítala en hún leitaði samdægurs læknisaðstoðar eftir árásina. Ljósmyndir og vitnisburður vinkonu hennar, auk foreldra, bentu allar til þess að brotaþoli segði satt og rétt frá. Framburður ákærða var hins vegar hvorki talinn eiga sér stoð í gögnum málsins né í framburði vitna. Þá þyrfti einnig að líta til þess að hann hafi lagst aftur til svefns, eftir að brotaþoli slasaðist, eða fallið í gólfið að hans sögn, án þess að skeyta um ástand hennar. Hann hafi engar skýringar gefið á áverkum brotaþola að öðru leyti. Við ákvörðun refsingar var meðal annars horft til þess að þau hafi verið sambúðarfólk þegar árásin átti sér stað. Horfði það til refsiþyngingar. Hins vegar væri langt liðið frá því að ákærði hafi framið ofbeldisverknaðinn og þótti því unnt að skilorðsbinda refsinguna. Maðurinn var því dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og ber að greiða 885 þúsund í sakarkostnað fyrir héraðsdómi. Þá ber honum enn fremur að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmar 722 þúsund krónur. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm í málinu í gær og þyngdi þar með refsingu héraðsdóms um einn mánuð. Hún er þó, eins og fyrr segir, skilorðsbundin til tveggja ára. Þáverandi sambýliskona mannsins kærði hann upphaflega í maí 2020 en líkamsárásin átti sér stað í október 2015. Lögregla ákærði manninn loks í febrúar 2022 fyrir brotið. Við árásina hlaut brotaþoli viðbeinsbrot, mar og yfirborðsáverka víðsvegar á líkamanum, sár í munni og á kvið. Sagði brotaþola hafa dottið Ákærði neitaði að hafa beitt brotaþola ofbeldi. Hann bar fyrir sig að sambýliskonan þáverandi hafi ráðist að honum með barsmíðum, ýtt honum, runnið sjálf og slasast þannig. Hann kvaðst lítið muna eftir atvikum en sagðist hafa farið aftur inn í rúm og lagt sig. Þessu hélt hann fram bæði fyrir héraðsdómi og í Landsrétti en það hafði hann ekki gert við skýrslutöku hjá lögreglu, sem fram fór í tvígang. Brotaþoli lýsti málsatvikunum með allt öðrum hætti. Hún hafi komist á snoðir um framhjáhald ákærða, við það orðið mjög reið og beðið hann að yfirgefa íbúðina. Því hafi hann ekki við unað, haldið áfram að sofa, en brotaþoli þrábeðið hann að fara. Þá hafi hann látið til skarar skríða. Framburður trúverðugur Landsréttur sagði framburð brotaþola fá stoð í vottorði læknis á slysa- og bráðadeild Landspítala en hún leitaði samdægurs læknisaðstoðar eftir árásina. Ljósmyndir og vitnisburður vinkonu hennar, auk foreldra, bentu allar til þess að brotaþoli segði satt og rétt frá. Framburður ákærða var hins vegar hvorki talinn eiga sér stoð í gögnum málsins né í framburði vitna. Þá þyrfti einnig að líta til þess að hann hafi lagst aftur til svefns, eftir að brotaþoli slasaðist, eða fallið í gólfið að hans sögn, án þess að skeyta um ástand hennar. Hann hafi engar skýringar gefið á áverkum brotaþola að öðru leyti. Við ákvörðun refsingar var meðal annars horft til þess að þau hafi verið sambúðarfólk þegar árásin átti sér stað. Horfði það til refsiþyngingar. Hins vegar væri langt liðið frá því að ákærði hafi framið ofbeldisverknaðinn og þótti því unnt að skilorðsbinda refsinguna. Maðurinn var því dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og ber að greiða 885 þúsund í sakarkostnað fyrir héraðsdómi. Þá ber honum enn fremur að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmar 722 þúsund krónur.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira