Skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás gegn sambýliskonu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. maí 2023 22:28 Árásin átti sér stað í október 2015. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir stórfellda líkamsárás gegn þáverandi sambýliskonu sinni. Hann hrinti henni, sló hana í andlitið og ítrekað með beltissylgju. Landsréttur kvað upp dóm í málinu í gær og þyngdi þar með refsingu héraðsdóms um einn mánuð. Hún er þó, eins og fyrr segir, skilorðsbundin til tveggja ára. Þáverandi sambýliskona mannsins kærði hann upphaflega í maí 2020 en líkamsárásin átti sér stað í október 2015. Lögregla ákærði manninn loks í febrúar 2022 fyrir brotið. Við árásina hlaut brotaþoli viðbeinsbrot, mar og yfirborðsáverka víðsvegar á líkamanum, sár í munni og á kvið. Sagði brotaþola hafa dottið Ákærði neitaði að hafa beitt brotaþola ofbeldi. Hann bar fyrir sig að sambýliskonan þáverandi hafi ráðist að honum með barsmíðum, ýtt honum, runnið sjálf og slasast þannig. Hann kvaðst lítið muna eftir atvikum en sagðist hafa farið aftur inn í rúm og lagt sig. Þessu hélt hann fram bæði fyrir héraðsdómi og í Landsrétti en það hafði hann ekki gert við skýrslutöku hjá lögreglu, sem fram fór í tvígang. Brotaþoli lýsti málsatvikunum með allt öðrum hætti. Hún hafi komist á snoðir um framhjáhald ákærða, við það orðið mjög reið og beðið hann að yfirgefa íbúðina. Því hafi hann ekki við unað, haldið áfram að sofa, en brotaþoli þrábeðið hann að fara. Þá hafi hann látið til skarar skríða. Framburður trúverðugur Landsréttur sagði framburð brotaþola fá stoð í vottorði læknis á slysa- og bráðadeild Landspítala en hún leitaði samdægurs læknisaðstoðar eftir árásina. Ljósmyndir og vitnisburður vinkonu hennar, auk foreldra, bentu allar til þess að brotaþoli segði satt og rétt frá. Framburður ákærða var hins vegar hvorki talinn eiga sér stoð í gögnum málsins né í framburði vitna. Þá þyrfti einnig að líta til þess að hann hafi lagst aftur til svefns, eftir að brotaþoli slasaðist, eða fallið í gólfið að hans sögn, án þess að skeyta um ástand hennar. Hann hafi engar skýringar gefið á áverkum brotaþola að öðru leyti. Við ákvörðun refsingar var meðal annars horft til þess að þau hafi verið sambúðarfólk þegar árásin átti sér stað. Horfði það til refsiþyngingar. Hins vegar væri langt liðið frá því að ákærði hafi framið ofbeldisverknaðinn og þótti því unnt að skilorðsbinda refsinguna. Maðurinn var því dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og ber að greiða 885 þúsund í sakarkostnað fyrir héraðsdómi. Þá ber honum enn fremur að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmar 722 þúsund krónur. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm í málinu í gær og þyngdi þar með refsingu héraðsdóms um einn mánuð. Hún er þó, eins og fyrr segir, skilorðsbundin til tveggja ára. Þáverandi sambýliskona mannsins kærði hann upphaflega í maí 2020 en líkamsárásin átti sér stað í október 2015. Lögregla ákærði manninn loks í febrúar 2022 fyrir brotið. Við árásina hlaut brotaþoli viðbeinsbrot, mar og yfirborðsáverka víðsvegar á líkamanum, sár í munni og á kvið. Sagði brotaþola hafa dottið Ákærði neitaði að hafa beitt brotaþola ofbeldi. Hann bar fyrir sig að sambýliskonan þáverandi hafi ráðist að honum með barsmíðum, ýtt honum, runnið sjálf og slasast þannig. Hann kvaðst lítið muna eftir atvikum en sagðist hafa farið aftur inn í rúm og lagt sig. Þessu hélt hann fram bæði fyrir héraðsdómi og í Landsrétti en það hafði hann ekki gert við skýrslutöku hjá lögreglu, sem fram fór í tvígang. Brotaþoli lýsti málsatvikunum með allt öðrum hætti. Hún hafi komist á snoðir um framhjáhald ákærða, við það orðið mjög reið og beðið hann að yfirgefa íbúðina. Því hafi hann ekki við unað, haldið áfram að sofa, en brotaþoli þrábeðið hann að fara. Þá hafi hann látið til skarar skríða. Framburður trúverðugur Landsréttur sagði framburð brotaþola fá stoð í vottorði læknis á slysa- og bráðadeild Landspítala en hún leitaði samdægurs læknisaðstoðar eftir árásina. Ljósmyndir og vitnisburður vinkonu hennar, auk foreldra, bentu allar til þess að brotaþoli segði satt og rétt frá. Framburður ákærða var hins vegar hvorki talinn eiga sér stoð í gögnum málsins né í framburði vitna. Þá þyrfti einnig að líta til þess að hann hafi lagst aftur til svefns, eftir að brotaþoli slasaðist, eða fallið í gólfið að hans sögn, án þess að skeyta um ástand hennar. Hann hafi engar skýringar gefið á áverkum brotaþola að öðru leyti. Við ákvörðun refsingar var meðal annars horft til þess að þau hafi verið sambúðarfólk þegar árásin átti sér stað. Horfði það til refsiþyngingar. Hins vegar væri langt liðið frá því að ákærði hafi framið ofbeldisverknaðinn og þótti því unnt að skilorðsbinda refsinguna. Maðurinn var því dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og ber að greiða 885 þúsund í sakarkostnað fyrir héraðsdómi. Þá ber honum enn fremur að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmar 722 þúsund krónur.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent