Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf. Vísir

Forseti Úkraínu þvertekur fyrir að Rússar hafi náð borginni Bakhmút á sitt vald, þrátt fyrir afgerandi yfirlýsingar þeirra þar um í gær. Vafi var þó í fyrstu um afstöðu forsetans eftir svar hans við spurningu fréttamanns á G7-leiðtogafundinum í morgun. Bandaríkjaforseti kynnti þar stóraukinn stuðning við Úkraínu í formi hergagna. Við förum yfir morguninn á G7 í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Engar viðvaranir eða innviðir eru á Arnarstapa þar sem banaslys varð í vikunni þegar maður féll fram af bjargbrún og niður í fjöruna. Talsvert skortir upp á öryggi á fjölförnum ferðamannastöðum á landinu segir formaður Félags leiðsögumanna.

Samtökin HIV Ísland blása til minningar og sáttastundar í Fríkirkjunni í dag í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá fyrsta HIV smitinu á Íslandi. Framkvæmdastjóri samtakana segir stjórnvöld þurfa að gera upp fortíðina.

Bakgarðshlaup meistaranna stendur nú yfir í þýska smábænum Rettert, skammt utan við Frankfurt. Þau Mari Järsk og Þorleifur Þorleifsson, sem unnu bakgarsðhlaupið á Íslandi í október eru á meðal 35 keppenda í hlaupinu í Þýskalandi. Við hringjum til Þýskalands í hádegisfréttum, sem hefjast á slaginu 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×