Alfreð sá rautt í tapi Lyngby Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2023 13:59 Alfreð Finnbogason ver hér boltann á marklínunni í leik Lyngby og Odense í dag. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason fékk rautt spjald í fyrri hálfleik þegar lið hans Lyngby tapaði 4-0 á heimavelli gegn Odense í dönsku deildinni í dag. Fallbaráttan í Danmörku er enn æsispennandi. Fyrir leikinn í dag átti Lyngby möguleika á að lyfta sér úr fallsæti með sigri en liðið var í neðsta sæti deildarinnar með 25 stig en lið Horsens og Álaborgar í sætunum fyrir ofan með 27 stig. Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Finnsson voru báðir í byrjunarliði Freys Alexanderssonar þjálfara Lyngby en Sævar Atli Magnússon var í leikbanni eftir gult spjald sem hann fékk fyrir leikaraskap í síðustu umferð. Lyngby áfrýjaði leikbanninu en varð ekki ágengt. Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega í Lyngby. Strax í upphafi var dæmd vítaspyrna á Odense og leikmaður Tobias Slotsager rekinn af velli. Atvikið var hins vegar skoðað í VAR og kom þá í ljós að leikmaður Lyngby hafði verið rangstæður og bæði vítið og rauða spjaldið dregið til baka. Næst dró til tíðinda á 17. mínútu. Odense átti þá marktilraun sem Alfreð Finnbogason varði með höndinni á marklínunni. Alfreð fékk rautt spjald og Mads Frokjær-Jensen skoraði úr vítaspyrnunni fyrir Odense. Lyngby komið undir 1-0, einum leikmanni færri og útlitið orðið nokkuð svart. Dómarinn sýnir Alfreð rauða spjaldið.Vísir/Getty Útlitið batnaði heldur ekki mikið það sem eftir lifði leiks. Yankuba Minteh bætti öðru marki við fyrir Odense á 37. mínútu og Jeppe Tverskov því þriðja í upphafi síðari hálfleiks. Charly Horneman bætti fjórða markinu við undir lokin og stórsigur gestanna staðreynd. Lokatölur 4-0 en Lyngby á enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Tvær umferðir eru eftir og á liðið eftir að mæta bæði Horsens og Álaborg í síðustu leikjum deildarinnar en tvö af þessum þremur liðum munu falla. Elías Rafn Ólafsson sat allan leikinn á bekknum hjá FC Mitjylland sem vann 2-0 útisigur á Álaborg í dag. Midjylland er í efsta sæti neðri hlutans og í góðri stöðu að tryggja sér sæti í umspili um Evrópusæti. Danski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sjá meira
Fyrir leikinn í dag átti Lyngby möguleika á að lyfta sér úr fallsæti með sigri en liðið var í neðsta sæti deildarinnar með 25 stig en lið Horsens og Álaborgar í sætunum fyrir ofan með 27 stig. Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Finnsson voru báðir í byrjunarliði Freys Alexanderssonar þjálfara Lyngby en Sævar Atli Magnússon var í leikbanni eftir gult spjald sem hann fékk fyrir leikaraskap í síðustu umferð. Lyngby áfrýjaði leikbanninu en varð ekki ágengt. Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega í Lyngby. Strax í upphafi var dæmd vítaspyrna á Odense og leikmaður Tobias Slotsager rekinn af velli. Atvikið var hins vegar skoðað í VAR og kom þá í ljós að leikmaður Lyngby hafði verið rangstæður og bæði vítið og rauða spjaldið dregið til baka. Næst dró til tíðinda á 17. mínútu. Odense átti þá marktilraun sem Alfreð Finnbogason varði með höndinni á marklínunni. Alfreð fékk rautt spjald og Mads Frokjær-Jensen skoraði úr vítaspyrnunni fyrir Odense. Lyngby komið undir 1-0, einum leikmanni færri og útlitið orðið nokkuð svart. Dómarinn sýnir Alfreð rauða spjaldið.Vísir/Getty Útlitið batnaði heldur ekki mikið það sem eftir lifði leiks. Yankuba Minteh bætti öðru marki við fyrir Odense á 37. mínútu og Jeppe Tverskov því þriðja í upphafi síðari hálfleiks. Charly Horneman bætti fjórða markinu við undir lokin og stórsigur gestanna staðreynd. Lokatölur 4-0 en Lyngby á enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Tvær umferðir eru eftir og á liðið eftir að mæta bæði Horsens og Álaborg í síðustu leikjum deildarinnar en tvö af þessum þremur liðum munu falla. Elías Rafn Ólafsson sat allan leikinn á bekknum hjá FC Mitjylland sem vann 2-0 útisigur á Álaborg í dag. Midjylland er í efsta sæti neðri hlutans og í góðri stöðu að tryggja sér sæti í umspili um Evrópusæti.
Danski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sjá meira