Gömlu stefnumálunum pakkað ofan í pappakassa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. maí 2023 14:06 Bjarni og Kristrún tókust á í Silfrinu líkt og oft áður. vísir Talsmenn allra flokka á þingi mættu í Silfrið á RÚV í dag til að fara yfir veturinn. Aðallega var tekist á um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við verðbólgu og húsnæðisvandanum sem vofir yfir. Í upphafi þáttar tókust þau Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, formaður Samflykingarinnar, á. Bæði um efnahagsmálin og stefnu Samfylkingarinnar. Þversögn hjá Samfylkingu Kristrún hefur verið afar gagnrýnin á þá efnahagsstefnu sem rekin hefur verið með Sjálfstæðisflokk í fjármálaráðuneyti og sagt að það muni taka áratug að snúa aftur á „rétta braut“. „Ég er alls ekki að segja að hlutunum sé ekki viðbjargandi en við hefðum þurft að sjá aðgerðir strax síðasta haust,“ sagði Kristrún. Spurð hvað hún myndi gera öðruvísi í dag nefnir hún leigubremsu á leigumarkaði og vaxtabætur. Hlutverk ríkisstjórnar sé að stuðla að jöfnuði með þessum verkfærum. Bjarni var ósáttur við orð Kristrúnar um að áratugur hafi farið til spillis í efnahagsstefnunni. „Þetta er alveg ótrúleg fullyrðing,“ sagði hann. Sjálfstæðisflokkur hafi barist gegn þeim stefnumálum sem Samfylkingin hafi talað fyrir síðustu ár, Evrópusambandsaðild og nýrri stjórnarskrá. „Samfylkingin hefur nú tekið þessi stóru stefnumál sín, sem áttu að vera grunnurinn að velsældinni, pakkað ofan í pappakassa og hent til hliðar. Svo segja þau „þessi tíu ár fóru forgörðum“. Það er sem sagt búið að leggja til hliðar stóru málin sem við vorum að takast á við Samfylkinguna um, en segja í sömu andrá að áratugurinn hafi farið til spillis,“ sagði Bjarni og minntist á að kaupmáttur hafi vaxið yfir faraldur. Ríkisstjórnin hafi skapað skjól fyrir tekjulága og beitt ýmsum húsnæðisúrræðum. „Mér finnst merkilegt að Bjarni vilji meina að eini munurinn á Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu sé Evrópusambandið og stjórnarskrá. Við erum í grundvallaratriðum ósammála í pólitík,“ svaraði Kristrún. Hún hafi viljað færa umræðuna á kjarnamálin, velferðarkerfið og fjármögnun þess. Þar séu flokkarnir ósammála. Eðlilegt að fólk hugsi sinn gang Kristrún sagði þá að enginn vilji sé hjá ríkisstjórninni til að sækja tekjur til tekjuhárra, þrátt fyrir gríðarlegan vöxt á fjármagnstekjum og þenslu. „Þetta er bara gamla Samfylkingin, meiri skattar og stærra ríki. Þetta er alltaf það sama,“ sagði Bjarni þá. Í upphafi þáttar var Kristrún spurð út í þau orð sín sem hún lét falla í viðtali við Morgunblaðið, þar sem hún sagðist myndu hætta sem formaður flokksins, komist hún ekki í ríkisstjórn. „Ég held að það sé eðlilegt að fólk hugsi sinn gang ef það nær ekki árangri fyrir flokkinn sinn,“ sagði Kristrún. Sósíaldemókrataflokkar eigi að vera stjórnarflokkar en að öðru leyti sé hún ekki að velta þessu fyrir sér. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Í upphafi þáttar tókust þau Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, formaður Samflykingarinnar, á. Bæði um efnahagsmálin og stefnu Samfylkingarinnar. Þversögn hjá Samfylkingu Kristrún hefur verið afar gagnrýnin á þá efnahagsstefnu sem rekin hefur verið með Sjálfstæðisflokk í fjármálaráðuneyti og sagt að það muni taka áratug að snúa aftur á „rétta braut“. „Ég er alls ekki að segja að hlutunum sé ekki viðbjargandi en við hefðum þurft að sjá aðgerðir strax síðasta haust,“ sagði Kristrún. Spurð hvað hún myndi gera öðruvísi í dag nefnir hún leigubremsu á leigumarkaði og vaxtabætur. Hlutverk ríkisstjórnar sé að stuðla að jöfnuði með þessum verkfærum. Bjarni var ósáttur við orð Kristrúnar um að áratugur hafi farið til spillis í efnahagsstefnunni. „Þetta er alveg ótrúleg fullyrðing,“ sagði hann. Sjálfstæðisflokkur hafi barist gegn þeim stefnumálum sem Samfylkingin hafi talað fyrir síðustu ár, Evrópusambandsaðild og nýrri stjórnarskrá. „Samfylkingin hefur nú tekið þessi stóru stefnumál sín, sem áttu að vera grunnurinn að velsældinni, pakkað ofan í pappakassa og hent til hliðar. Svo segja þau „þessi tíu ár fóru forgörðum“. Það er sem sagt búið að leggja til hliðar stóru málin sem við vorum að takast á við Samfylkinguna um, en segja í sömu andrá að áratugurinn hafi farið til spillis,“ sagði Bjarni og minntist á að kaupmáttur hafi vaxið yfir faraldur. Ríkisstjórnin hafi skapað skjól fyrir tekjulága og beitt ýmsum húsnæðisúrræðum. „Mér finnst merkilegt að Bjarni vilji meina að eini munurinn á Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu sé Evrópusambandið og stjórnarskrá. Við erum í grundvallaratriðum ósammála í pólitík,“ svaraði Kristrún. Hún hafi viljað færa umræðuna á kjarnamálin, velferðarkerfið og fjármögnun þess. Þar séu flokkarnir ósammála. Eðlilegt að fólk hugsi sinn gang Kristrún sagði þá að enginn vilji sé hjá ríkisstjórninni til að sækja tekjur til tekjuhárra, þrátt fyrir gríðarlegan vöxt á fjármagnstekjum og þenslu. „Þetta er bara gamla Samfylkingin, meiri skattar og stærra ríki. Þetta er alltaf það sama,“ sagði Bjarni þá. Í upphafi þáttar var Kristrún spurð út í þau orð sín sem hún lét falla í viðtali við Morgunblaðið, þar sem hún sagðist myndu hætta sem formaður flokksins, komist hún ekki í ríkisstjórn. „Ég held að það sé eðlilegt að fólk hugsi sinn gang ef það nær ekki árangri fyrir flokkinn sinn,“ sagði Kristrún. Sósíaldemókrataflokkar eigi að vera stjórnarflokkar en að öðru leyti sé hún ekki að velta þessu fyrir sér.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira