Gömlu stefnumálunum pakkað ofan í pappakassa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. maí 2023 14:06 Bjarni og Kristrún tókust á í Silfrinu líkt og oft áður. vísir Talsmenn allra flokka á þingi mættu í Silfrið á RÚV í dag til að fara yfir veturinn. Aðallega var tekist á um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við verðbólgu og húsnæðisvandanum sem vofir yfir. Í upphafi þáttar tókust þau Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, formaður Samflykingarinnar, á. Bæði um efnahagsmálin og stefnu Samfylkingarinnar. Þversögn hjá Samfylkingu Kristrún hefur verið afar gagnrýnin á þá efnahagsstefnu sem rekin hefur verið með Sjálfstæðisflokk í fjármálaráðuneyti og sagt að það muni taka áratug að snúa aftur á „rétta braut“. „Ég er alls ekki að segja að hlutunum sé ekki viðbjargandi en við hefðum þurft að sjá aðgerðir strax síðasta haust,“ sagði Kristrún. Spurð hvað hún myndi gera öðruvísi í dag nefnir hún leigubremsu á leigumarkaði og vaxtabætur. Hlutverk ríkisstjórnar sé að stuðla að jöfnuði með þessum verkfærum. Bjarni var ósáttur við orð Kristrúnar um að áratugur hafi farið til spillis í efnahagsstefnunni. „Þetta er alveg ótrúleg fullyrðing,“ sagði hann. Sjálfstæðisflokkur hafi barist gegn þeim stefnumálum sem Samfylkingin hafi talað fyrir síðustu ár, Evrópusambandsaðild og nýrri stjórnarskrá. „Samfylkingin hefur nú tekið þessi stóru stefnumál sín, sem áttu að vera grunnurinn að velsældinni, pakkað ofan í pappakassa og hent til hliðar. Svo segja þau „þessi tíu ár fóru forgörðum“. Það er sem sagt búið að leggja til hliðar stóru málin sem við vorum að takast á við Samfylkinguna um, en segja í sömu andrá að áratugurinn hafi farið til spillis,“ sagði Bjarni og minntist á að kaupmáttur hafi vaxið yfir faraldur. Ríkisstjórnin hafi skapað skjól fyrir tekjulága og beitt ýmsum húsnæðisúrræðum. „Mér finnst merkilegt að Bjarni vilji meina að eini munurinn á Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu sé Evrópusambandið og stjórnarskrá. Við erum í grundvallaratriðum ósammála í pólitík,“ svaraði Kristrún. Hún hafi viljað færa umræðuna á kjarnamálin, velferðarkerfið og fjármögnun þess. Þar séu flokkarnir ósammála. Eðlilegt að fólk hugsi sinn gang Kristrún sagði þá að enginn vilji sé hjá ríkisstjórninni til að sækja tekjur til tekjuhárra, þrátt fyrir gríðarlegan vöxt á fjármagnstekjum og þenslu. „Þetta er bara gamla Samfylkingin, meiri skattar og stærra ríki. Þetta er alltaf það sama,“ sagði Bjarni þá. Í upphafi þáttar var Kristrún spurð út í þau orð sín sem hún lét falla í viðtali við Morgunblaðið, þar sem hún sagðist myndu hætta sem formaður flokksins, komist hún ekki í ríkisstjórn. „Ég held að það sé eðlilegt að fólk hugsi sinn gang ef það nær ekki árangri fyrir flokkinn sinn,“ sagði Kristrún. Sósíaldemókrataflokkar eigi að vera stjórnarflokkar en að öðru leyti sé hún ekki að velta þessu fyrir sér. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Í upphafi þáttar tókust þau Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, formaður Samflykingarinnar, á. Bæði um efnahagsmálin og stefnu Samfylkingarinnar. Þversögn hjá Samfylkingu Kristrún hefur verið afar gagnrýnin á þá efnahagsstefnu sem rekin hefur verið með Sjálfstæðisflokk í fjármálaráðuneyti og sagt að það muni taka áratug að snúa aftur á „rétta braut“. „Ég er alls ekki að segja að hlutunum sé ekki viðbjargandi en við hefðum þurft að sjá aðgerðir strax síðasta haust,“ sagði Kristrún. Spurð hvað hún myndi gera öðruvísi í dag nefnir hún leigubremsu á leigumarkaði og vaxtabætur. Hlutverk ríkisstjórnar sé að stuðla að jöfnuði með þessum verkfærum. Bjarni var ósáttur við orð Kristrúnar um að áratugur hafi farið til spillis í efnahagsstefnunni. „Þetta er alveg ótrúleg fullyrðing,“ sagði hann. Sjálfstæðisflokkur hafi barist gegn þeim stefnumálum sem Samfylkingin hafi talað fyrir síðustu ár, Evrópusambandsaðild og nýrri stjórnarskrá. „Samfylkingin hefur nú tekið þessi stóru stefnumál sín, sem áttu að vera grunnurinn að velsældinni, pakkað ofan í pappakassa og hent til hliðar. Svo segja þau „þessi tíu ár fóru forgörðum“. Það er sem sagt búið að leggja til hliðar stóru málin sem við vorum að takast á við Samfylkinguna um, en segja í sömu andrá að áratugurinn hafi farið til spillis,“ sagði Bjarni og minntist á að kaupmáttur hafi vaxið yfir faraldur. Ríkisstjórnin hafi skapað skjól fyrir tekjulága og beitt ýmsum húsnæðisúrræðum. „Mér finnst merkilegt að Bjarni vilji meina að eini munurinn á Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu sé Evrópusambandið og stjórnarskrá. Við erum í grundvallaratriðum ósammála í pólitík,“ svaraði Kristrún. Hún hafi viljað færa umræðuna á kjarnamálin, velferðarkerfið og fjármögnun þess. Þar séu flokkarnir ósammála. Eðlilegt að fólk hugsi sinn gang Kristrún sagði þá að enginn vilji sé hjá ríkisstjórninni til að sækja tekjur til tekjuhárra, þrátt fyrir gríðarlegan vöxt á fjármagnstekjum og þenslu. „Þetta er bara gamla Samfylkingin, meiri skattar og stærra ríki. Þetta er alltaf það sama,“ sagði Bjarni þá. Í upphafi þáttar var Kristrún spurð út í þau orð sín sem hún lét falla í viðtali við Morgunblaðið, þar sem hún sagðist myndu hætta sem formaður flokksins, komist hún ekki í ríkisstjórn. „Ég held að það sé eðlilegt að fólk hugsi sinn gang ef það nær ekki árangri fyrir flokkinn sinn,“ sagði Kristrún. Sósíaldemókrataflokkar eigi að vera stjórnarflokkar en að öðru leyti sé hún ekki að velta þessu fyrir sér.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira