Handbolti

Refirnir með góðan sigur í Hannover

Smári Jökull Jónsson skrifar
Ýmir Örn og félagar eru í fimmta sæti þýsku deildarinnar.
Ýmir Örn og félagar eru í fimmta sæti þýsku deildarinnar. Vísir/Getty

Kiel er á ný komið í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir stórsigur á Erlangen í dag. Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein-Neckar Löwen unnu góðan útisigur á Hannover-Burgdorf.

Magdeburg náði toppsæti þýsku deildarinnar fyrr í dag eftir sigur á Flensburg en Kiel átti möguleika á að ná því á nýjan leik þegar liðið mætti lærisveinum Ólafs Stefánssonar í Erlangen í dag.

Það var aldrei spurning hvernig leikurinn í Kiel færi. Heimamenn leiddu 18-12 í hálfleik og unnu að lokum níu marka sigur 35-26. Kiel er jafnt Magdeburg að stigum í deildinni en á leik til góða. Erlangen er í tólfta sæti.

Í Hannover tók lið Hannover-Burgdorf á móti Rhein-Neckar Löwen. Ýmir Örn Gíslason skoraði tvö mörk fyrir Ljónin frá Rhein-Neckar sem vann góðan 31-30 útisigur og er enn í fimmta sæti deildarinnar. Hannover-Burgdorf er í sjöunda sæti deildarinnar en Heiðmar Felixson er þjálfari liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×