Veðrið meira og minna eins út mánuðinn Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 21. maí 2023 20:04 Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að veðrið verði líklega eins út mánuðinn. Stöð 2 „Ég myndi nú halda að þetta væri svona á þessum nótum, kannski aðeins skárra þegar líður á vikuna. En svona samt í þessum takti eiginlega meira og minna út mánuðinn,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Veðrið hefur verið óspennandi víða um land, í það minnsta á Suður-, Vestur- og Norðurlandi en norðausturhornið hefur sloppið sæmilega til. Á Egilsstöðum mældist til að mynda 20 stiga hiti á föstudaginn. Veðrið virðist ekki ætla að breytast í bráð, en hér að neðan er mynd af korti Veðurstofunnar sem sýnir hádegi föstudagsins næstkomandi; tuttugu og eins stiga hiti og sólarglæta á Egilsstöðum og norðar, en rigning og rok annars staðar. Úrkoma hefur verið töluvert yfir meðallagi í maí.Veðurstofan „Þetta er orðið hvimleitt fyrir marga en þeir sem búa á norðausturhorninu, þeim finnst þetta fínt. Þar er þurrt og bjart og sæmilega hlýtt á meðan við eru hérna í hagléljum og strekkingsvindi,“ segir veðurfræðingurinn enn fremur. Óli Þór segir að meðalhitinn hafi verið tiltölulega hár miðað við maímánuði fyrri ára. Norðanáttin hafi þó áður verið algengari, sem oft fylgir kuldi og næturfrost, ólíkt suðvestanáttinni sem nú sé ríkjandi. En hvað útskýrir þetta veðurfar? „Ein aðalástæðan er sú að hæðin, sem að öllu jafna – og er flesta vetur yfir Asóreyjum, hún situr þar enn; ætti svona að vera farin að hnika sér af stað til Spánar en virðist ekki hafa neinn áhuga á því. Og fyrir vikið þá komast lægðirnar ekkert aðra leið en hérna yfir suðurodda Grænlands og upp Grænlandssund, og þar af leiðandi liggjum við í suðvestanáttinni eftir lægðirnar,“ segir Óli Þór veðurfræðingur að lokum. Veður Tengdar fréttir Heitasti dagur ársins í dag Hiti fór yfir tuttugu stig á Austurlandi í dag og var dagurinn því sá heitasti ársins. Á Egilsstaðaflugvelli mældist hitinn 20,6 rétt eftir klukkan 12:00. 19. maí 2023 17:37 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Veðrið hefur verið óspennandi víða um land, í það minnsta á Suður-, Vestur- og Norðurlandi en norðausturhornið hefur sloppið sæmilega til. Á Egilsstöðum mældist til að mynda 20 stiga hiti á föstudaginn. Veðrið virðist ekki ætla að breytast í bráð, en hér að neðan er mynd af korti Veðurstofunnar sem sýnir hádegi föstudagsins næstkomandi; tuttugu og eins stiga hiti og sólarglæta á Egilsstöðum og norðar, en rigning og rok annars staðar. Úrkoma hefur verið töluvert yfir meðallagi í maí.Veðurstofan „Þetta er orðið hvimleitt fyrir marga en þeir sem búa á norðausturhorninu, þeim finnst þetta fínt. Þar er þurrt og bjart og sæmilega hlýtt á meðan við eru hérna í hagléljum og strekkingsvindi,“ segir veðurfræðingurinn enn fremur. Óli Þór segir að meðalhitinn hafi verið tiltölulega hár miðað við maímánuði fyrri ára. Norðanáttin hafi þó áður verið algengari, sem oft fylgir kuldi og næturfrost, ólíkt suðvestanáttinni sem nú sé ríkjandi. En hvað útskýrir þetta veðurfar? „Ein aðalástæðan er sú að hæðin, sem að öllu jafna – og er flesta vetur yfir Asóreyjum, hún situr þar enn; ætti svona að vera farin að hnika sér af stað til Spánar en virðist ekki hafa neinn áhuga á því. Og fyrir vikið þá komast lægðirnar ekkert aðra leið en hérna yfir suðurodda Grænlands og upp Grænlandssund, og þar af leiðandi liggjum við í suðvestanáttinni eftir lægðirnar,“ segir Óli Þór veðurfræðingur að lokum.
Veður Tengdar fréttir Heitasti dagur ársins í dag Hiti fór yfir tuttugu stig á Austurlandi í dag og var dagurinn því sá heitasti ársins. Á Egilsstaðaflugvelli mældist hitinn 20,6 rétt eftir klukkan 12:00. 19. maí 2023 17:37 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Heitasti dagur ársins í dag Hiti fór yfir tuttugu stig á Austurlandi í dag og var dagurinn því sá heitasti ársins. Á Egilsstaðaflugvelli mældist hitinn 20,6 rétt eftir klukkan 12:00. 19. maí 2023 17:37