Karl Friðleifur hafi verðskuldað „eldrautt spjald“ Aron Guðmundsson og Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifa 21. maí 2023 22:00 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur Vísir/Hulda Margrét Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings Reykjavíkur, var létt eftir 2-1 sigur liðsins gegn HK á útivelli í Bestu deildinni í kvöld. HK-ingar herjuðu á Víkinga undir lok leiks en þeir léku síðasta stundarfjórðunginn einum manni færri eftir verðskuldað rautt spjald Karls Friðleifs að mati Arnars. „Þetta er léttir og ég er þvílíkt ánægður með sigurinn því þetta er erfiður útivöllur, sagði Arnar í viðtali við Kristínu Björk Ingimarsdóttur á Stöð 2 Sport eftir leik. Mér fannst fyrri hálfleikurinn nánast fullkominn af okkar hálfu. Við höfðum fullkomna stjórn á öllum aðstæðum en til að láta mér líða betur í hálfleik hefði ég alveg verið til í að vera tveimur til þremur mörkum yfir.“ Arnar segist hafa látið sína menn vita af því í hálfleik að leikar myndu æsast. „HK hafði í raun og veru engu að tapa. Þeir fóru að dæla fram lengri boltum, urðu agressífari og voru að vinna seinni bolta. Mér fannst við hins vegar verjast ágætlega en svo varð þetta bara að nauðvörn hjá okkur eftir að Karl Friðleifur var rekinn af velli.“ Á 78.mínútu fékk Karl Friðleifur Gunnarsson að líta beint rautt spjald eftir brot á Eyþóri Wöhler. Karl kom fór allt of seint í tæklinguna og telur Arnar að um réttan dóm hafi verið að ræða. „Mér fannst þetta bara eldrautt spjald. Hann var seinn í tæklinguna en mögulega, til að verja mína menn, fannst mér eins og að einhverjum sekúndum áður hafi verið brotið á Erlingi. Það var ýtt í bakið á honum en dómarinn lét leikinn ganga. Mögulega var Karl Friðleifur kannski eitthvað pirraður yfir því en mér fannst þetta vera klárt rautt spjald.“ Víkingar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu átta leiki tímabilsins. Er þetta eitthvað sem lagt var upp með fyrir tímabilið? „Auðvitað viltu vinna alla leiki sem þú ferð í en ég væri kannski að ljúga því ef ég myndi segja núna að ég hefði haft trú á því að við myndum vinna alla átta fyrstu leiki okkar því þetta er gríðarlega sterkt mót með mörgum mismunandi áskorunum. Ekki bara hvað varðar gæði liðanna heldur einnig á þeim útivöllum sem við höfum spilað á. Við fórum til Eyja og spiluðum við erfiðar aðstæður, þá er líka alltaf mjög erfitt að koma hingað inn í Kórinn. Nú tekur við annað krefjandi tímabil með þremur afar erfiðum leikjum gegn KA úti, Val heima og Breiðablik úti. Þetta er algjör veisla og við þurfum bara að halda fókus. Taka einn leik í einu og ekkert vera að horfa á hvað önnur lið eru að gera. Við erum bara í góðum málum eins og staðan er í dag.“ Besta deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
„Þetta er léttir og ég er þvílíkt ánægður með sigurinn því þetta er erfiður útivöllur, sagði Arnar í viðtali við Kristínu Björk Ingimarsdóttur á Stöð 2 Sport eftir leik. Mér fannst fyrri hálfleikurinn nánast fullkominn af okkar hálfu. Við höfðum fullkomna stjórn á öllum aðstæðum en til að láta mér líða betur í hálfleik hefði ég alveg verið til í að vera tveimur til þremur mörkum yfir.“ Arnar segist hafa látið sína menn vita af því í hálfleik að leikar myndu æsast. „HK hafði í raun og veru engu að tapa. Þeir fóru að dæla fram lengri boltum, urðu agressífari og voru að vinna seinni bolta. Mér fannst við hins vegar verjast ágætlega en svo varð þetta bara að nauðvörn hjá okkur eftir að Karl Friðleifur var rekinn af velli.“ Á 78.mínútu fékk Karl Friðleifur Gunnarsson að líta beint rautt spjald eftir brot á Eyþóri Wöhler. Karl kom fór allt of seint í tæklinguna og telur Arnar að um réttan dóm hafi verið að ræða. „Mér fannst þetta bara eldrautt spjald. Hann var seinn í tæklinguna en mögulega, til að verja mína menn, fannst mér eins og að einhverjum sekúndum áður hafi verið brotið á Erlingi. Það var ýtt í bakið á honum en dómarinn lét leikinn ganga. Mögulega var Karl Friðleifur kannski eitthvað pirraður yfir því en mér fannst þetta vera klárt rautt spjald.“ Víkingar eru með fullt hús stiga eftir fyrstu átta leiki tímabilsins. Er þetta eitthvað sem lagt var upp með fyrir tímabilið? „Auðvitað viltu vinna alla leiki sem þú ferð í en ég væri kannski að ljúga því ef ég myndi segja núna að ég hefði haft trú á því að við myndum vinna alla átta fyrstu leiki okkar því þetta er gríðarlega sterkt mót með mörgum mismunandi áskorunum. Ekki bara hvað varðar gæði liðanna heldur einnig á þeim útivöllum sem við höfum spilað á. Við fórum til Eyja og spiluðum við erfiðar aðstæður, þá er líka alltaf mjög erfitt að koma hingað inn í Kórinn. Nú tekur við annað krefjandi tímabil með þremur afar erfiðum leikjum gegn KA úti, Val heima og Breiðablik úti. Þetta er algjör veisla og við þurfum bara að halda fókus. Taka einn leik í einu og ekkert vera að horfa á hvað önnur lið eru að gera. Við erum bara í góðum málum eins og staðan er í dag.“
Besta deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira