Á vef Veðurstofunnar kemur fram að hiti verði á bilinu sex til þrettán stiga hita í dag.
Á morgun er svo gert ráð fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi með mjög hvössum skúra eða élja hryðjum. Það kólnar dálítið í skúraloftinu.
Festa þarf lausamuni sem annars gætu fokið. Á miðvikudag en farið að lægja og draga úr úrkomu aftur og hlýnar þá dálítið aftur.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Gengur í suðvestan 13-20 m/s. Rigning og síðar skúrir, en yfirleitt þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 5 til 17 stig, hlýjast austanlands.
Á miðvikudag: Vestan 8-15 og smáskúrir eða slydduél, hiti 3 til 10 stig, mildast suðaustanlands.
Á fimmtudag: Suðvestan 5-10, skýjað með köflum og dálitlar skúrir vestantil. Hiti 7 til 13 stig.
Á föstudag: Suðvestanátt og súld eða rigning, en úrkomulítið austanlands. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á laugardag: Vestlæg átt með rigningu og síðar skúrum, en úrkomulítið austanlands. Heldur kólnandi.
Á sunnudag (hvítasunnudagur): Útlit fyrir suðvestlæga átt með skúrum en þurrt á austanverðu landinu. Hiti 6 til 12 stig.