Titillinn rann úr greipum PSG og Berglind fékk bara korter á allri leiktíðinni Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2023 10:30 Berglind Björg Þorvaldsdóttir var keypt til franska stórliðsins PSG í fyrra en hefur nánast ekkert spilað fyrir liðið. Getty/Aurelien Meunier Landsliðskonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir var líkt og jafnan áður í vetur ekki í leikmannahópi PSG í stórleiknum við Lyon í gær, þar sem úrslitin réðust í frönsku 1. deildinni í fótbolta. Það var danska landsliðskonan Signe Bruun, fyrrverandi leikmaður PSG, sem tryggði Lyon 1-0 sigur í gær og þar með franska meistaratitilinn en hún mun kveðja Lyon eftir tímabilið. Eftir sigurinn er Lyon með sex stiga forskot á PSG þegar aðeins ein umferð er eftir en PSG var með örlögin í eigin höndum þar til að liðið gerði markalaust jafntefli við Paris FC í þriðju síðustu umferð og tapaði svo leiknum í gær. Í millitíðinni tapaði PSG svo 2-1 gegn Lyon í bikarúrslitaleiknum. Berglind var ekki með í þessum leikjum og hefur raunar sjaldan verið í leikmannahópi PSG á leiktíðinni. Hún hefur aðeins komið við sögu í einum deildarleik, í september, og spilaði þá 15 mínútur, eftir að hafa verið keypt frá Brann í Noregi síðasta sumar. Síðasti leikur sem Berglind spilaði var því með landsliðinu þegar liðið vann Pinatar-bikarinn á Spáni í febrúar. View this post on Instagram A post shared by Berglind Björg Þorvaldsdóttir (@berglindbjorg) Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tjáði sig um stöðu Berglindar í lok mars, eftir að hún fékk ekki sæti í síðasta landsliðshópi. Þar sagði hann að sjálfsögðu áhyggjuefni að Berglind fengi engin tækifæri hjá sínu félagsliði. Hann hefði reynt að hjálpa henni með því að velja hana í febrúar en það hefði engu máli skipt. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur, það eru komnir átta mánuðir [og núna tíu mánuðir] síðan hún spilaði reglulega með félagsliði. Það er helvíti langur tími. Hún þarf að fara spila reglulega til að koma sér í gang og vera í spilformi til að geta spilað á hæsta „levelinu“,“ sagði Þorsteinn þá í viðtali við Fótbolta.net. Samningur Berglindar við PSG, sem hún skrifaði undir síðasta sumar, gildir til sumarsins 2024. Franski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira
Það var danska landsliðskonan Signe Bruun, fyrrverandi leikmaður PSG, sem tryggði Lyon 1-0 sigur í gær og þar með franska meistaratitilinn en hún mun kveðja Lyon eftir tímabilið. Eftir sigurinn er Lyon með sex stiga forskot á PSG þegar aðeins ein umferð er eftir en PSG var með örlögin í eigin höndum þar til að liðið gerði markalaust jafntefli við Paris FC í þriðju síðustu umferð og tapaði svo leiknum í gær. Í millitíðinni tapaði PSG svo 2-1 gegn Lyon í bikarúrslitaleiknum. Berglind var ekki með í þessum leikjum og hefur raunar sjaldan verið í leikmannahópi PSG á leiktíðinni. Hún hefur aðeins komið við sögu í einum deildarleik, í september, og spilaði þá 15 mínútur, eftir að hafa verið keypt frá Brann í Noregi síðasta sumar. Síðasti leikur sem Berglind spilaði var því með landsliðinu þegar liðið vann Pinatar-bikarinn á Spáni í febrúar. View this post on Instagram A post shared by Berglind Björg Þorvaldsdóttir (@berglindbjorg) Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tjáði sig um stöðu Berglindar í lok mars, eftir að hún fékk ekki sæti í síðasta landsliðshópi. Þar sagði hann að sjálfsögðu áhyggjuefni að Berglind fengi engin tækifæri hjá sínu félagsliði. Hann hefði reynt að hjálpa henni með því að velja hana í febrúar en það hefði engu máli skipt. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur, það eru komnir átta mánuðir [og núna tíu mánuðir] síðan hún spilaði reglulega með félagsliði. Það er helvíti langur tími. Hún þarf að fara spila reglulega til að koma sér í gang og vera í spilformi til að geta spilað á hæsta „levelinu“,“ sagði Þorsteinn þá í viðtali við Fótbolta.net. Samningur Berglindar við PSG, sem hún skrifaði undir síðasta sumar, gildir til sumarsins 2024.
Franski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Sjá meira