Kynami og samkynhneigð ungmenna Hallgeir Jónsson skrifar 22. maí 2023 19:03 Englendingar eru þessa dagana að undirbúa lokun Tavistock GIDS, einu klíníkinni þar í landi sem hefur sérstaklega meðhöndlað börn og ungmenni með kynama. Sú ákvörðun var tekin af heilbrigðisyfirvöldum eftir röð hneykslismála. Þar í landi verður þó áfram boðið upp á meðhöndlun fyrir börn með kynama en í smærri einingum ásamt því að farið verður úr staðfestandi meðhöndlun (e. affirmative care) yfir í heildrænni nálgun. Ein ástæða þess að ákveðið var að loka stofnuninni er sú að hún gat ekki vísað í læknisfræðileg gögn þess efnis að meðferðin sem þar var boðið upp á bætti líðan þeirra ungmenna sem þangað var vísað. Sú gífurlega aukning sem orðið hefur á tilvísunum barna á tiltölulega fáum árum blasir hins vegar við. Aukin tíðni kynama Starfsárið 2009/10 var 32 stúlkum og 40 drengjum vísað til Tavistock GIDS. Á árinu 2011/12 snerist kynjahlutfallið við og bilið á milli drengja og stúlkna hefur síðan haldið áfram að aukast. Heildarfjöldi tilvísana fyrir árið 2018/19 er 624 drengir og 1.740 stúlkur. Á innan við áratug hefur því orðið 1.460% aukning á tilvísunum drengja og heil 5.337% aukning á tilvísunum stúlkna. Þótt hér sé einungis horft til Englands þá hafa samskonar breytingar átt sér stað í fleiri löndum, einkum á Vesturlöndum, ekki bara á tíðni heldur einnig á kynjahlutföllum. Á Íslandi hefur aukningin síðastliðin ár ekki orðið eins mikil í prósentum talið og til að mynda á Englandi en heildarfjöldi tilvísana er þó meiri hér á landi sé miðað við höfðatölu. Árið 2012 voru 6 tilvísanir barna til transteymis Landspítala en árið 2022 voru þær 61 talsins sem jafngildir 917% aukningu á einum áratug. Einhverjir munu eflaust líta svo á að þetta sé tilkomið sökum þess að nú sé auðveldara að koma út úr skápnum með óhefðbundna kynvitund. Vel kann að vera að það eigi einhvern þátt í því, en það útskýrir þó varla breytt kynjahlutföll. Er til dæmis hægt að útiloka að tilkoma samfélagsmiðla hafi átt þátt í þessari gífurlegu aukningu? Með öðrum orðum, getum við útilokað að félagsleg smitun (e. social contagion) eigi þátt í því að unglingsstúlkur eru nú langstærsti hópurinn sem þjáist af kynama? Vitað er að þær eru móttækilegri en aðrir hópar fyrir slíkum áhrifum þegar kemur til dæmis að átröskunum og annarskonar sjálfsskaða. Með aukinni tíðni þeirra sem kjósa að fara í ferlið hefur einnig orðið fjölgun þeirra sem skipta um skoðun og sjá eftir því, svokallaðir detransitioners eða detrans fólk. Transaktívistar eru duglegir að benda á að sú tíðni sé lág, en gallinn er hins vegar sá að skortur er á langtíma rannsóknum ásamt því að veldisvöxturinn hjá ungmennum er nýlega tilkominn. Því kann vel að vera að tíðni þeirra sem sjá eftir því að hafa farið í ferlið sé vanmetinn. Skiljanlega getur það tekið einstakling einhver ár að viðurkenna það fyrir sjálfum sér og öðrum að það hafi verið mistök að hafa farið í óafturkræfar breytingar á líkama sínum. Á Englandi er nú í undirbúningi hópmálsókn gegn Tavistock GIDS og er áætlað að fjöldi skjólstæðinga verði að minnsta kosti 1.000 talsins. Stelpustrákar og strákastelpur Mörg okkar sem erum samkynhneigð erum með ódæmigerða kyntjáningu. Sumir hommar eru kvenlegir og sumar lesbíur eru karlmannlegar. Á æskuárunum voru sum okkar „stelpustrákar“ og „strákastelpur“, rétt eins og margt transfólk. Í því ljósi er mikilvægt að hafa í huga að flest börn sem eru með ódæmigerða kyntjáningu fyrir kynþroskaaldur vaxa upp úr því á kynþroskaárunum og meirihluti þeirra barna sem það gera ekki reynast vera samkynhneigð. Einmitt þess vegna lít ég á trans málin þeim augum að meira sé ekki endilega betra og þróunin undanfarið vekur upp margar spurningar. Er það til dæmis endilega af hinu góða að setja barn á hormónabælandi lyf sem halda aftur af kynþroska þess? Ef strákur upplifir sig á þann veg að hann sé ekki eins og hinir strákarnir, mun það þá mögulega styrkja þá upplifun enn frekar þegar hann verður ekki kynþroska líkt og bekkjabræðurnir? Og er endilega rétt að kynna samkynhneigðum ungmennum á viðkvæmu þroskaskeiði fyrir þeirri hugmynd að kyntjáning þeirra sé mögulega merki þess að þau hafi „fæðst í röngum líkama“? Eða væru ef til vill heilbrigðari skilaboð samfélagsins þau að það sé ekkert að þeim sjálfum og líkömum þeirra, að líkami og kyntjáning þurfi ekki að „passa saman“ eftir aldagömlum og úreltum staðalímyndum kynjanna? Íslenskt samfélag er komið á þann stað að börn alveg niður í leikskólaaldur eru farin að skilgreina sig sem trans. Er það þróun sem ber að fagna? Vitanlega er sjálfsagt að leyfa börnum að prófa sig áfram þegar kemur að kyntjáningu en að sama skapi er að mínum dómi skaðlegt að samfélagið og hinir fullorðnu komi fram við slík börn eins og þau séu með einhverskonar fæðingargalla sem þurfi að „leiðrétta“. Samkynhneigð ungmenni og þau sem eru með óhefðbundna kynvitund eiga það til að tikka í mörg sömu boxin. Þau upplifa gjarnan að þau passi ekki í hópinn, þau eru oft og tíðum með ódæmigerða kyntjáningu, laðast að eigin kyni og eiga erfiðara með kynþroskaskeiðið en jafnaldrarnir. Ef geðlæknum og öðrum fagaðilum er stillt upp við vegg á þann veg að þeir megi ekki annað en staðfesta hugmyndir þeirra um að þau hafi „fæðst í röngum líkama“ þá er raunveruleg hætta á að samkynhneigð ungmenni verði misgreind og þeim beint inn á braut óafturkræfra breytinga á líkömum sínum. Slíkir einstaklingar hafa reyndar þegar stígið fram í nágrannalöndum okkar og lýst því hvernig þeir telji að hómófóbía hafi beinlínis átt þátt í að þeir vildu breyta kyni sínu. Ekki er eingöngu um að ræða ytri hómófóbíu, til dæmis ástvina eða samfélagsins, heldur einnig innri hómófóbíu þar sem einstaklingurinn sjálfur er ósáttur við kynhneigð sína og sér það sem vænlegri kost að lifa lífinu sem „gagnkynhneigður“ einstaklingur af gagnstæða kyninu. Niðurstaðan getur því í raun orðið ákveðið form af bælingarmeðferð á samkynhneigð þó það sé ekki endilega ætlunin hjá meðferðaraðilum. Uppljóstrarar sem störfuðu hjá Tavistock hafa bent á að þessi hætta hafi ekki verið nægjanlega vel ígrunduð og að stofnunin hafi verið í miklum samskiptum við baráttusamtök transfólks sem hafi þrýst á þau. Meðal starfsfólks gekk sá svarti húmor „að brátt verði ekkert samkynhneigt fólk lengur til“. Fyrir þau sem vilja kynna sér betur mál detrans fólks bendi ég á mál Keira Bell sem stendur í málaferlum gegn breskum heilbrigðisyfirvöldum. Lokaorð Fullorðið fólk á að sjálfsögðu að hafa frelsi til að trúa því sem það vill og gera það sem það vill á meðan það skaðar ekki aðra. Fullorðinn einstaklingur sem telur það lausn sinna mála að fara í aðgerðir og taka lyf til þess að líkjast meira hinu kyninu á að hafa það val. Að sama skapi má viðkomandi trúa því að hægt sé að fæðast í röngu kyni og að mögulegt sé að leiðrétta það. Flest erum við sammála um að transfólk líkt og aðrir hópar eigi að njóta borgaralegra réttinda og verndar. Þau réttindi mega hins vegar ekki verða til þess að skerða réttindi annarra hópa svo sem kvenna, samkynhneigðra og allra síst barna. Umræður um þetta verða að geta átt sér stað hér á landi líkt og í nágrannalöndum okkar. Samfélag sem heldur því beinlínis að börnum og ungmennum að hægt sé að „fæðast í röngum líkama“ stendur að mínu mati ekki vörð um réttindi þeirra. Og samtök sem standa fyrir slíkri hugmyndafræði eru að mínum dómi ekki að vinna að hag samkynhneigðra lengur. Höfundur er hommi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Englendingar eru þessa dagana að undirbúa lokun Tavistock GIDS, einu klíníkinni þar í landi sem hefur sérstaklega meðhöndlað börn og ungmenni með kynama. Sú ákvörðun var tekin af heilbrigðisyfirvöldum eftir röð hneykslismála. Þar í landi verður þó áfram boðið upp á meðhöndlun fyrir börn með kynama en í smærri einingum ásamt því að farið verður úr staðfestandi meðhöndlun (e. affirmative care) yfir í heildrænni nálgun. Ein ástæða þess að ákveðið var að loka stofnuninni er sú að hún gat ekki vísað í læknisfræðileg gögn þess efnis að meðferðin sem þar var boðið upp á bætti líðan þeirra ungmenna sem þangað var vísað. Sú gífurlega aukning sem orðið hefur á tilvísunum barna á tiltölulega fáum árum blasir hins vegar við. Aukin tíðni kynama Starfsárið 2009/10 var 32 stúlkum og 40 drengjum vísað til Tavistock GIDS. Á árinu 2011/12 snerist kynjahlutfallið við og bilið á milli drengja og stúlkna hefur síðan haldið áfram að aukast. Heildarfjöldi tilvísana fyrir árið 2018/19 er 624 drengir og 1.740 stúlkur. Á innan við áratug hefur því orðið 1.460% aukning á tilvísunum drengja og heil 5.337% aukning á tilvísunum stúlkna. Þótt hér sé einungis horft til Englands þá hafa samskonar breytingar átt sér stað í fleiri löndum, einkum á Vesturlöndum, ekki bara á tíðni heldur einnig á kynjahlutföllum. Á Íslandi hefur aukningin síðastliðin ár ekki orðið eins mikil í prósentum talið og til að mynda á Englandi en heildarfjöldi tilvísana er þó meiri hér á landi sé miðað við höfðatölu. Árið 2012 voru 6 tilvísanir barna til transteymis Landspítala en árið 2022 voru þær 61 talsins sem jafngildir 917% aukningu á einum áratug. Einhverjir munu eflaust líta svo á að þetta sé tilkomið sökum þess að nú sé auðveldara að koma út úr skápnum með óhefðbundna kynvitund. Vel kann að vera að það eigi einhvern þátt í því, en það útskýrir þó varla breytt kynjahlutföll. Er til dæmis hægt að útiloka að tilkoma samfélagsmiðla hafi átt þátt í þessari gífurlegu aukningu? Með öðrum orðum, getum við útilokað að félagsleg smitun (e. social contagion) eigi þátt í því að unglingsstúlkur eru nú langstærsti hópurinn sem þjáist af kynama? Vitað er að þær eru móttækilegri en aðrir hópar fyrir slíkum áhrifum þegar kemur til dæmis að átröskunum og annarskonar sjálfsskaða. Með aukinni tíðni þeirra sem kjósa að fara í ferlið hefur einnig orðið fjölgun þeirra sem skipta um skoðun og sjá eftir því, svokallaðir detransitioners eða detrans fólk. Transaktívistar eru duglegir að benda á að sú tíðni sé lág, en gallinn er hins vegar sá að skortur er á langtíma rannsóknum ásamt því að veldisvöxturinn hjá ungmennum er nýlega tilkominn. Því kann vel að vera að tíðni þeirra sem sjá eftir því að hafa farið í ferlið sé vanmetinn. Skiljanlega getur það tekið einstakling einhver ár að viðurkenna það fyrir sjálfum sér og öðrum að það hafi verið mistök að hafa farið í óafturkræfar breytingar á líkama sínum. Á Englandi er nú í undirbúningi hópmálsókn gegn Tavistock GIDS og er áætlað að fjöldi skjólstæðinga verði að minnsta kosti 1.000 talsins. Stelpustrákar og strákastelpur Mörg okkar sem erum samkynhneigð erum með ódæmigerða kyntjáningu. Sumir hommar eru kvenlegir og sumar lesbíur eru karlmannlegar. Á æskuárunum voru sum okkar „stelpustrákar“ og „strákastelpur“, rétt eins og margt transfólk. Í því ljósi er mikilvægt að hafa í huga að flest börn sem eru með ódæmigerða kyntjáningu fyrir kynþroskaaldur vaxa upp úr því á kynþroskaárunum og meirihluti þeirra barna sem það gera ekki reynast vera samkynhneigð. Einmitt þess vegna lít ég á trans málin þeim augum að meira sé ekki endilega betra og þróunin undanfarið vekur upp margar spurningar. Er það til dæmis endilega af hinu góða að setja barn á hormónabælandi lyf sem halda aftur af kynþroska þess? Ef strákur upplifir sig á þann veg að hann sé ekki eins og hinir strákarnir, mun það þá mögulega styrkja þá upplifun enn frekar þegar hann verður ekki kynþroska líkt og bekkjabræðurnir? Og er endilega rétt að kynna samkynhneigðum ungmennum á viðkvæmu þroskaskeiði fyrir þeirri hugmynd að kyntjáning þeirra sé mögulega merki þess að þau hafi „fæðst í röngum líkama“? Eða væru ef til vill heilbrigðari skilaboð samfélagsins þau að það sé ekkert að þeim sjálfum og líkömum þeirra, að líkami og kyntjáning þurfi ekki að „passa saman“ eftir aldagömlum og úreltum staðalímyndum kynjanna? Íslenskt samfélag er komið á þann stað að börn alveg niður í leikskólaaldur eru farin að skilgreina sig sem trans. Er það þróun sem ber að fagna? Vitanlega er sjálfsagt að leyfa börnum að prófa sig áfram þegar kemur að kyntjáningu en að sama skapi er að mínum dómi skaðlegt að samfélagið og hinir fullorðnu komi fram við slík börn eins og þau séu með einhverskonar fæðingargalla sem þurfi að „leiðrétta“. Samkynhneigð ungmenni og þau sem eru með óhefðbundna kynvitund eiga það til að tikka í mörg sömu boxin. Þau upplifa gjarnan að þau passi ekki í hópinn, þau eru oft og tíðum með ódæmigerða kyntjáningu, laðast að eigin kyni og eiga erfiðara með kynþroskaskeiðið en jafnaldrarnir. Ef geðlæknum og öðrum fagaðilum er stillt upp við vegg á þann veg að þeir megi ekki annað en staðfesta hugmyndir þeirra um að þau hafi „fæðst í röngum líkama“ þá er raunveruleg hætta á að samkynhneigð ungmenni verði misgreind og þeim beint inn á braut óafturkræfra breytinga á líkömum sínum. Slíkir einstaklingar hafa reyndar þegar stígið fram í nágrannalöndum okkar og lýst því hvernig þeir telji að hómófóbía hafi beinlínis átt þátt í að þeir vildu breyta kyni sínu. Ekki er eingöngu um að ræða ytri hómófóbíu, til dæmis ástvina eða samfélagsins, heldur einnig innri hómófóbíu þar sem einstaklingurinn sjálfur er ósáttur við kynhneigð sína og sér það sem vænlegri kost að lifa lífinu sem „gagnkynhneigður“ einstaklingur af gagnstæða kyninu. Niðurstaðan getur því í raun orðið ákveðið form af bælingarmeðferð á samkynhneigð þó það sé ekki endilega ætlunin hjá meðferðaraðilum. Uppljóstrarar sem störfuðu hjá Tavistock hafa bent á að þessi hætta hafi ekki verið nægjanlega vel ígrunduð og að stofnunin hafi verið í miklum samskiptum við baráttusamtök transfólks sem hafi þrýst á þau. Meðal starfsfólks gekk sá svarti húmor „að brátt verði ekkert samkynhneigt fólk lengur til“. Fyrir þau sem vilja kynna sér betur mál detrans fólks bendi ég á mál Keira Bell sem stendur í málaferlum gegn breskum heilbrigðisyfirvöldum. Lokaorð Fullorðið fólk á að sjálfsögðu að hafa frelsi til að trúa því sem það vill og gera það sem það vill á meðan það skaðar ekki aðra. Fullorðinn einstaklingur sem telur það lausn sinna mála að fara í aðgerðir og taka lyf til þess að líkjast meira hinu kyninu á að hafa það val. Að sama skapi má viðkomandi trúa því að hægt sé að fæðast í röngu kyni og að mögulegt sé að leiðrétta það. Flest erum við sammála um að transfólk líkt og aðrir hópar eigi að njóta borgaralegra réttinda og verndar. Þau réttindi mega hins vegar ekki verða til þess að skerða réttindi annarra hópa svo sem kvenna, samkynhneigðra og allra síst barna. Umræður um þetta verða að geta átt sér stað hér á landi líkt og í nágrannalöndum okkar. Samfélag sem heldur því beinlínis að börnum og ungmennum að hægt sé að „fæðast í röngum líkama“ stendur að mínu mati ekki vörð um réttindi þeirra. Og samtök sem standa fyrir slíkri hugmyndafræði eru að mínum dómi ekki að vinna að hag samkynhneigðra lengur. Höfundur er hommi.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar