Rúnar Kristinsson: Leikmennirnir sýna að þeir hafi trú á verkefninu Árni Jóhannsson skrifar 22. maí 2023 21:43 Rúnar var ánægður með margt í leik kvölsins. Sérstaklega sigurinn Vísir / Anton Brink Þjálfari KR, Rúnar Kristinsson, var feginn þegar flautað var til leiksloka á Fram vellinum fyrr í kvöld. Hans menn náðu í langþráðan 1-2 sigur á Fram og hysjuðu sig upp úr fall sætunum. Rúnar var þó á því að mikil vinna sé framundan og þeir séu alls ekki hólpnir. „Ég er feginn að leiknum sé lokið og að við fengum þrjú stig sem er ofboðslega mikilvægt í þessari baráttu sem við erum í. Strákarnir lögðu á sig mikla vinnu og við eigum sigurinn fyllilega skilið“, sagði Rúnar þegar hann var spurður að því hvort hann væri feginn eftir sigur sinna manna í kvöld. Var hann á því að þetta hafi verið það besta sem KR hefur sýnt í sumar? Rúnar minnir fólk á að fyrstu tvær umferðirnar hafi verið góðar. „Fyrri hálfleikurinn var mjög góður og mönnum leið vel í þessu kerfi sem við vorum að spila. Við byrjuðum fyrstu tvær umferðirnar mjög vel eins og margir eru kannski búnir að gleyma en við höfum átt slæmu gengi að fagna. Við höfum þó fengið smá gleði í þetta aftur í dag og það sýndi í sig í dag. Við spiluðum góðan fótbolta og sköpuðum okkur færi og skoruðum tvö mörk og hefðum hæglega getað skorað fleiri.“ „Í síðari hálfleik tóku Framarar aðeins yfir og við fórum aðeins neðar. Við fórum kannski of djúpt í restina og löngu sendingarnar þeirra inn í teiginn gerðu okkur erfitt fyrir. Enda búnir að fylla teiginn af stórum strákum. Við erum mjög fegnir að þeir hafi ekki skorað úr þessum færum sem þeir fengu í lokin“, sagði Rúnar en Fram skaut m.a. í stöngina innanverða í uppbótartíma þegar staðan var 1-2. Meiðsli halda áfram að hrjá KR-inga og var Rúnar spurður út í stöðuna á Atla Sigurjónssyni og Kristni Jónssyni sem fóru út af að því er virtist meiddir. „Kristinn fékk krampa. Hann var búinn að vera veikur í síðustu viku, lá bara fyrir, gat ekki spilað bikarleikinn og það hefur haft mikil áhrif á hann. Hann ætti nú að ná sér aftur á lappir skjótt. Atli fór líka veikur í hálfleik. Honum leið ekki vel. Sigurður Bjartur var síðan orðinn stífur og er að glíma við nárameiðsl. Álagið er mikið, margir leikir og eins og ég sagði þá eru 3-4 leikmenn búnir að vera frá allt tímabilið og þá eykur það álagið á þá hina sem fyrir eru. Vonandi eru Grétar, Stefán Árni og Aron Kristófer að koma til baka á næstu dögum og vikum.“ Hvað mun þessi sigur gefa KR-ingum, kannski andlega, fyrir komandi átök? „Þetta mun auka andann algjörlega, við höfum séð hvað þessir tapleikir hafa gert okkur. Þetta hefur sett okkur djúpt inn í sálina á okkur og hefur verið erfitt og er erfitt fyrir okkur alla. Við erum í erfiðri stöðu. Þó við fáum þrjú stig í dag, það hjálpar fullt, en við erum enn á erfiðum stað. Við verðu að gera okkur grein fyrir stöðunni sem við erum í og halda áfram. Allir leikir eru mikilvægir, sama við hverja við erum að spila og hvar við spilum þá.“ „Við þurfum að halda áfram að leggja á okkur vinnu og hafa trú á því sem við erum að gera og leikmennirnir sýna að þeir hafi trú á verkefninu og hafa trú á því sem þeir gera í dag. Það kemur kannski frá því að við skoruðum fjögur í síðasta leik og við spiluðum boltanum vel á milli okkar og fundum fullt af svæðum til að spila í. Við getum gert það enn þá betur. Varnarleikurinn er enn að stríða okkur og við gerum oft svolítið klaufaleg mistök í honum. Það er ýmislegt sem við þurfum að laga þó við höfum unnið í dag þá erum við ekkert hólpnir. Við verðum að halda áfram.“ Fyrir leik sagði Rúnar að hann vildi sjá menn leggja sig fram fyrir klúbbinn og var spurður að lokum hvort hann hafi fengið það sem hann vildi frá sínum mönnum í dag. „Þeir lögðu ofboðslega vinnu í þetta, gerðu það líka síðast, það var 100% vinnuframlag frá öllum í dag. Það sést best þegar maður þarf að fara að kippa mönnum út af því þeir eru stífir og komnir með krampa. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því en ég vill meina að þeir hafi lagt sig það mikið fram að allir voru orðnir þreyttir og þungir þegar dómarinn flautaði leikinn af.“ Besta deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - KR 1-2 | KR upp úr kjallaranum eftir sigur á Fram KR náði að knýja fram sigur en tæpt var það. KR hafði mjög góð tök á leiknum í 85 mínútur en Fram velgdi þeim undir uggum. KR náði þó að sigla sigrinum í höfn og um leið hoppuðu þeir upp úr fallsætunum. 22. maí 2023 21:05 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Sjá meira
„Ég er feginn að leiknum sé lokið og að við fengum þrjú stig sem er ofboðslega mikilvægt í þessari baráttu sem við erum í. Strákarnir lögðu á sig mikla vinnu og við eigum sigurinn fyllilega skilið“, sagði Rúnar þegar hann var spurður að því hvort hann væri feginn eftir sigur sinna manna í kvöld. Var hann á því að þetta hafi verið það besta sem KR hefur sýnt í sumar? Rúnar minnir fólk á að fyrstu tvær umferðirnar hafi verið góðar. „Fyrri hálfleikurinn var mjög góður og mönnum leið vel í þessu kerfi sem við vorum að spila. Við byrjuðum fyrstu tvær umferðirnar mjög vel eins og margir eru kannski búnir að gleyma en við höfum átt slæmu gengi að fagna. Við höfum þó fengið smá gleði í þetta aftur í dag og það sýndi í sig í dag. Við spiluðum góðan fótbolta og sköpuðum okkur færi og skoruðum tvö mörk og hefðum hæglega getað skorað fleiri.“ „Í síðari hálfleik tóku Framarar aðeins yfir og við fórum aðeins neðar. Við fórum kannski of djúpt í restina og löngu sendingarnar þeirra inn í teiginn gerðu okkur erfitt fyrir. Enda búnir að fylla teiginn af stórum strákum. Við erum mjög fegnir að þeir hafi ekki skorað úr þessum færum sem þeir fengu í lokin“, sagði Rúnar en Fram skaut m.a. í stöngina innanverða í uppbótartíma þegar staðan var 1-2. Meiðsli halda áfram að hrjá KR-inga og var Rúnar spurður út í stöðuna á Atla Sigurjónssyni og Kristni Jónssyni sem fóru út af að því er virtist meiddir. „Kristinn fékk krampa. Hann var búinn að vera veikur í síðustu viku, lá bara fyrir, gat ekki spilað bikarleikinn og það hefur haft mikil áhrif á hann. Hann ætti nú að ná sér aftur á lappir skjótt. Atli fór líka veikur í hálfleik. Honum leið ekki vel. Sigurður Bjartur var síðan orðinn stífur og er að glíma við nárameiðsl. Álagið er mikið, margir leikir og eins og ég sagði þá eru 3-4 leikmenn búnir að vera frá allt tímabilið og þá eykur það álagið á þá hina sem fyrir eru. Vonandi eru Grétar, Stefán Árni og Aron Kristófer að koma til baka á næstu dögum og vikum.“ Hvað mun þessi sigur gefa KR-ingum, kannski andlega, fyrir komandi átök? „Þetta mun auka andann algjörlega, við höfum séð hvað þessir tapleikir hafa gert okkur. Þetta hefur sett okkur djúpt inn í sálina á okkur og hefur verið erfitt og er erfitt fyrir okkur alla. Við erum í erfiðri stöðu. Þó við fáum þrjú stig í dag, það hjálpar fullt, en við erum enn á erfiðum stað. Við verðu að gera okkur grein fyrir stöðunni sem við erum í og halda áfram. Allir leikir eru mikilvægir, sama við hverja við erum að spila og hvar við spilum þá.“ „Við þurfum að halda áfram að leggja á okkur vinnu og hafa trú á því sem við erum að gera og leikmennirnir sýna að þeir hafi trú á verkefninu og hafa trú á því sem þeir gera í dag. Það kemur kannski frá því að við skoruðum fjögur í síðasta leik og við spiluðum boltanum vel á milli okkar og fundum fullt af svæðum til að spila í. Við getum gert það enn þá betur. Varnarleikurinn er enn að stríða okkur og við gerum oft svolítið klaufaleg mistök í honum. Það er ýmislegt sem við þurfum að laga þó við höfum unnið í dag þá erum við ekkert hólpnir. Við verðum að halda áfram.“ Fyrir leik sagði Rúnar að hann vildi sjá menn leggja sig fram fyrir klúbbinn og var spurður að lokum hvort hann hafi fengið það sem hann vildi frá sínum mönnum í dag. „Þeir lögðu ofboðslega vinnu í þetta, gerðu það líka síðast, það var 100% vinnuframlag frá öllum í dag. Það sést best þegar maður þarf að fara að kippa mönnum út af því þeir eru stífir og komnir með krampa. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því en ég vill meina að þeir hafi lagt sig það mikið fram að allir voru orðnir þreyttir og þungir þegar dómarinn flautaði leikinn af.“
Besta deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - KR 1-2 | KR upp úr kjallaranum eftir sigur á Fram KR náði að knýja fram sigur en tæpt var það. KR hafði mjög góð tök á leiknum í 85 mínútur en Fram velgdi þeim undir uggum. KR náði þó að sigla sigrinum í höfn og um leið hoppuðu þeir upp úr fallsætunum. 22. maí 2023 21:05 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Sjá meira
Leik lokið: Fram - KR 1-2 | KR upp úr kjallaranum eftir sigur á Fram KR náði að knýja fram sigur en tæpt var það. KR hafði mjög góð tök á leiknum í 85 mínútur en Fram velgdi þeim undir uggum. KR náði þó að sigla sigrinum í höfn og um leið hoppuðu þeir upp úr fallsætunum. 22. maí 2023 21:05