Rúnar Kristinsson: Leikmennirnir sýna að þeir hafi trú á verkefninu Árni Jóhannsson skrifar 22. maí 2023 21:43 Rúnar var ánægður með margt í leik kvölsins. Sérstaklega sigurinn Vísir / Anton Brink Þjálfari KR, Rúnar Kristinsson, var feginn þegar flautað var til leiksloka á Fram vellinum fyrr í kvöld. Hans menn náðu í langþráðan 1-2 sigur á Fram og hysjuðu sig upp úr fall sætunum. Rúnar var þó á því að mikil vinna sé framundan og þeir séu alls ekki hólpnir. „Ég er feginn að leiknum sé lokið og að við fengum þrjú stig sem er ofboðslega mikilvægt í þessari baráttu sem við erum í. Strákarnir lögðu á sig mikla vinnu og við eigum sigurinn fyllilega skilið“, sagði Rúnar þegar hann var spurður að því hvort hann væri feginn eftir sigur sinna manna í kvöld. Var hann á því að þetta hafi verið það besta sem KR hefur sýnt í sumar? Rúnar minnir fólk á að fyrstu tvær umferðirnar hafi verið góðar. „Fyrri hálfleikurinn var mjög góður og mönnum leið vel í þessu kerfi sem við vorum að spila. Við byrjuðum fyrstu tvær umferðirnar mjög vel eins og margir eru kannski búnir að gleyma en við höfum átt slæmu gengi að fagna. Við höfum þó fengið smá gleði í þetta aftur í dag og það sýndi í sig í dag. Við spiluðum góðan fótbolta og sköpuðum okkur færi og skoruðum tvö mörk og hefðum hæglega getað skorað fleiri.“ „Í síðari hálfleik tóku Framarar aðeins yfir og við fórum aðeins neðar. Við fórum kannski of djúpt í restina og löngu sendingarnar þeirra inn í teiginn gerðu okkur erfitt fyrir. Enda búnir að fylla teiginn af stórum strákum. Við erum mjög fegnir að þeir hafi ekki skorað úr þessum færum sem þeir fengu í lokin“, sagði Rúnar en Fram skaut m.a. í stöngina innanverða í uppbótartíma þegar staðan var 1-2. Meiðsli halda áfram að hrjá KR-inga og var Rúnar spurður út í stöðuna á Atla Sigurjónssyni og Kristni Jónssyni sem fóru út af að því er virtist meiddir. „Kristinn fékk krampa. Hann var búinn að vera veikur í síðustu viku, lá bara fyrir, gat ekki spilað bikarleikinn og það hefur haft mikil áhrif á hann. Hann ætti nú að ná sér aftur á lappir skjótt. Atli fór líka veikur í hálfleik. Honum leið ekki vel. Sigurður Bjartur var síðan orðinn stífur og er að glíma við nárameiðsl. Álagið er mikið, margir leikir og eins og ég sagði þá eru 3-4 leikmenn búnir að vera frá allt tímabilið og þá eykur það álagið á þá hina sem fyrir eru. Vonandi eru Grétar, Stefán Árni og Aron Kristófer að koma til baka á næstu dögum og vikum.“ Hvað mun þessi sigur gefa KR-ingum, kannski andlega, fyrir komandi átök? „Þetta mun auka andann algjörlega, við höfum séð hvað þessir tapleikir hafa gert okkur. Þetta hefur sett okkur djúpt inn í sálina á okkur og hefur verið erfitt og er erfitt fyrir okkur alla. Við erum í erfiðri stöðu. Þó við fáum þrjú stig í dag, það hjálpar fullt, en við erum enn á erfiðum stað. Við verðu að gera okkur grein fyrir stöðunni sem við erum í og halda áfram. Allir leikir eru mikilvægir, sama við hverja við erum að spila og hvar við spilum þá.“ „Við þurfum að halda áfram að leggja á okkur vinnu og hafa trú á því sem við erum að gera og leikmennirnir sýna að þeir hafi trú á verkefninu og hafa trú á því sem þeir gera í dag. Það kemur kannski frá því að við skoruðum fjögur í síðasta leik og við spiluðum boltanum vel á milli okkar og fundum fullt af svæðum til að spila í. Við getum gert það enn þá betur. Varnarleikurinn er enn að stríða okkur og við gerum oft svolítið klaufaleg mistök í honum. Það er ýmislegt sem við þurfum að laga þó við höfum unnið í dag þá erum við ekkert hólpnir. Við verðum að halda áfram.“ Fyrir leik sagði Rúnar að hann vildi sjá menn leggja sig fram fyrir klúbbinn og var spurður að lokum hvort hann hafi fengið það sem hann vildi frá sínum mönnum í dag. „Þeir lögðu ofboðslega vinnu í þetta, gerðu það líka síðast, það var 100% vinnuframlag frá öllum í dag. Það sést best þegar maður þarf að fara að kippa mönnum út af því þeir eru stífir og komnir með krampa. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því en ég vill meina að þeir hafi lagt sig það mikið fram að allir voru orðnir þreyttir og þungir þegar dómarinn flautaði leikinn af.“ Besta deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - KR 1-2 | KR upp úr kjallaranum eftir sigur á Fram KR náði að knýja fram sigur en tæpt var það. KR hafði mjög góð tök á leiknum í 85 mínútur en Fram velgdi þeim undir uggum. KR náði þó að sigla sigrinum í höfn og um leið hoppuðu þeir upp úr fallsætunum. 22. maí 2023 21:05 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Fleiri fréttir Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Arsenal - Bayern München | Stórleikur á Emirates Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Sjá meira
„Ég er feginn að leiknum sé lokið og að við fengum þrjú stig sem er ofboðslega mikilvægt í þessari baráttu sem við erum í. Strákarnir lögðu á sig mikla vinnu og við eigum sigurinn fyllilega skilið“, sagði Rúnar þegar hann var spurður að því hvort hann væri feginn eftir sigur sinna manna í kvöld. Var hann á því að þetta hafi verið það besta sem KR hefur sýnt í sumar? Rúnar minnir fólk á að fyrstu tvær umferðirnar hafi verið góðar. „Fyrri hálfleikurinn var mjög góður og mönnum leið vel í þessu kerfi sem við vorum að spila. Við byrjuðum fyrstu tvær umferðirnar mjög vel eins og margir eru kannski búnir að gleyma en við höfum átt slæmu gengi að fagna. Við höfum þó fengið smá gleði í þetta aftur í dag og það sýndi í sig í dag. Við spiluðum góðan fótbolta og sköpuðum okkur færi og skoruðum tvö mörk og hefðum hæglega getað skorað fleiri.“ „Í síðari hálfleik tóku Framarar aðeins yfir og við fórum aðeins neðar. Við fórum kannski of djúpt í restina og löngu sendingarnar þeirra inn í teiginn gerðu okkur erfitt fyrir. Enda búnir að fylla teiginn af stórum strákum. Við erum mjög fegnir að þeir hafi ekki skorað úr þessum færum sem þeir fengu í lokin“, sagði Rúnar en Fram skaut m.a. í stöngina innanverða í uppbótartíma þegar staðan var 1-2. Meiðsli halda áfram að hrjá KR-inga og var Rúnar spurður út í stöðuna á Atla Sigurjónssyni og Kristni Jónssyni sem fóru út af að því er virtist meiddir. „Kristinn fékk krampa. Hann var búinn að vera veikur í síðustu viku, lá bara fyrir, gat ekki spilað bikarleikinn og það hefur haft mikil áhrif á hann. Hann ætti nú að ná sér aftur á lappir skjótt. Atli fór líka veikur í hálfleik. Honum leið ekki vel. Sigurður Bjartur var síðan orðinn stífur og er að glíma við nárameiðsl. Álagið er mikið, margir leikir og eins og ég sagði þá eru 3-4 leikmenn búnir að vera frá allt tímabilið og þá eykur það álagið á þá hina sem fyrir eru. Vonandi eru Grétar, Stefán Árni og Aron Kristófer að koma til baka á næstu dögum og vikum.“ Hvað mun þessi sigur gefa KR-ingum, kannski andlega, fyrir komandi átök? „Þetta mun auka andann algjörlega, við höfum séð hvað þessir tapleikir hafa gert okkur. Þetta hefur sett okkur djúpt inn í sálina á okkur og hefur verið erfitt og er erfitt fyrir okkur alla. Við erum í erfiðri stöðu. Þó við fáum þrjú stig í dag, það hjálpar fullt, en við erum enn á erfiðum stað. Við verðu að gera okkur grein fyrir stöðunni sem við erum í og halda áfram. Allir leikir eru mikilvægir, sama við hverja við erum að spila og hvar við spilum þá.“ „Við þurfum að halda áfram að leggja á okkur vinnu og hafa trú á því sem við erum að gera og leikmennirnir sýna að þeir hafi trú á verkefninu og hafa trú á því sem þeir gera í dag. Það kemur kannski frá því að við skoruðum fjögur í síðasta leik og við spiluðum boltanum vel á milli okkar og fundum fullt af svæðum til að spila í. Við getum gert það enn þá betur. Varnarleikurinn er enn að stríða okkur og við gerum oft svolítið klaufaleg mistök í honum. Það er ýmislegt sem við þurfum að laga þó við höfum unnið í dag þá erum við ekkert hólpnir. Við verðum að halda áfram.“ Fyrir leik sagði Rúnar að hann vildi sjá menn leggja sig fram fyrir klúbbinn og var spurður að lokum hvort hann hafi fengið það sem hann vildi frá sínum mönnum í dag. „Þeir lögðu ofboðslega vinnu í þetta, gerðu það líka síðast, það var 100% vinnuframlag frá öllum í dag. Það sést best þegar maður þarf að fara að kippa mönnum út af því þeir eru stífir og komnir með krampa. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því en ég vill meina að þeir hafi lagt sig það mikið fram að allir voru orðnir þreyttir og þungir þegar dómarinn flautaði leikinn af.“
Besta deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - KR 1-2 | KR upp úr kjallaranum eftir sigur á Fram KR náði að knýja fram sigur en tæpt var það. KR hafði mjög góð tök á leiknum í 85 mínútur en Fram velgdi þeim undir uggum. KR náði þó að sigla sigrinum í höfn og um leið hoppuðu þeir upp úr fallsætunum. 22. maí 2023 21:05 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Fleiri fréttir Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Arsenal - Bayern München | Stórleikur á Emirates Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Sjá meira
Leik lokið: Fram - KR 1-2 | KR upp úr kjallaranum eftir sigur á Fram KR náði að knýja fram sigur en tæpt var það. KR hafði mjög góð tök á leiknum í 85 mínútur en Fram velgdi þeim undir uggum. KR náði þó að sigla sigrinum í höfn og um leið hoppuðu þeir upp úr fallsætunum. 22. maí 2023 21:05