Ferrari undirbýr tugmilljóna tilboð í Hamilton Aron Guðmundsson skrifar 23. maí 2023 23:15 Mun Hamilton aka við hlið Charles Leclerc hjá Ferrari á næsta tímabili? Vísir/Getty Svo gæti farið að sjöfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes skipti yfir til keppinautanna í Ferrari fyrir næsta tímabil. Daily Mail segist hafa heimildir fyrir því að Ferrari sé nú að undirbúa tilboð að virði 40 milljóna punda í Hamilton en samningur hans við Mercedes rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Liðsstjóri Mercedes, Þjóðverjinn Toto Wolff, hefur áður látið hafa það eftir sér að samningur Mercedes við Hamilton verði framlengdur og að liðið sé ekki með plan B fari svo að Bretinn sigursæli ákveði að söðla um. Hins vegar virðist lítið hafa þokast í viðræðum Mercedes við Hamilton undanfarið. Að sama skapi hefur frammistaða liðsins hingað til á tímabilinu ekki lofað góðu en von er á uppfærslum á bíl liðsins á komandi keppnishelgi Formúlu 1 í Mónakó. Heimildir Daily Mail herma að samtöl innan herbúða Ferrari, þess efnis að fá Hamilton til liðsins, séu komnar á efsta stig innan liðsins. Foresti Ferrari, Johan Elkann, hafi meira að segja átt samtöl við Hamilton.Hamilton hefur áður verið orðaður við Ferrari. Árið 2019 flugu hátt sögusagnir um að Bretinn myndi ganga til liðs við Ítalska risann. Báðir ökumenn Ferrari, þeir Charles Leclerc og Carlos Sainz, eru með samning við liðið fyrir næsta tímabil. Hugmyndir Ferrari snúa hins vegar að því að Hamilton muni koma inn í stað Carlos Sainz og mynda ökumannsteymi með Leclerc á næsta tímabili. Hins vegar eru stjórnendur Ferrari einnig með þann möguleika í kollinum að bjóða Leclerc til Mercedes í skiptum fyrir Hamilton. Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Daily Mail segist hafa heimildir fyrir því að Ferrari sé nú að undirbúa tilboð að virði 40 milljóna punda í Hamilton en samningur hans við Mercedes rennur út eftir yfirstandandi tímabil. Liðsstjóri Mercedes, Þjóðverjinn Toto Wolff, hefur áður látið hafa það eftir sér að samningur Mercedes við Hamilton verði framlengdur og að liðið sé ekki með plan B fari svo að Bretinn sigursæli ákveði að söðla um. Hins vegar virðist lítið hafa þokast í viðræðum Mercedes við Hamilton undanfarið. Að sama skapi hefur frammistaða liðsins hingað til á tímabilinu ekki lofað góðu en von er á uppfærslum á bíl liðsins á komandi keppnishelgi Formúlu 1 í Mónakó. Heimildir Daily Mail herma að samtöl innan herbúða Ferrari, þess efnis að fá Hamilton til liðsins, séu komnar á efsta stig innan liðsins. Foresti Ferrari, Johan Elkann, hafi meira að segja átt samtöl við Hamilton.Hamilton hefur áður verið orðaður við Ferrari. Árið 2019 flugu hátt sögusagnir um að Bretinn myndi ganga til liðs við Ítalska risann. Báðir ökumenn Ferrari, þeir Charles Leclerc og Carlos Sainz, eru með samning við liðið fyrir næsta tímabil. Hugmyndir Ferrari snúa hins vegar að því að Hamilton muni koma inn í stað Carlos Sainz og mynda ökumannsteymi með Leclerc á næsta tímabili. Hins vegar eru stjórnendur Ferrari einnig með þann möguleika í kollinum að bjóða Leclerc til Mercedes í skiptum fyrir Hamilton.
Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira