Fótbolti

Sjáðu at­vikið: Hitnaði í kolunum er Sveinn Aron braut á Arnóri í Sví­­þjóð

Aron Guðmundsson skrifar
Það hitnaði í kolunum í leik IFK Norrköping og Elfsborgar í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Leik þar sem Íslendingar voru áberandi.
Það hitnaði í kolunum í leik IFK Norrköping og Elfsborgar í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Leik þar sem Íslendingar voru áberandi. Vísir/Samsett mynd

Ís­lendinga­slagur gær­dagsins í sænsku úr­vals­deildinni í knatt­spyrnu, á milli IFK Norr­köping og Elfs­borg, bauð upp á allt sem góður Ís­lendinga­slagur ætti að bjóða upp á.

Nafnarnir Arnór Sigurðs­son og Arnór Ingvi Trausta­son voru í byrjunar­liði IFK Norr­köping í leiknum á meðan að Sveinn Aron Guð­john­sen var í fremstu víg­línu í liði Elfs­borg.

Á tuttugustu mínútu hitnaði heldur betur í kolunum á milli liðanna þegar að Sveinn Aron Guð­john­sen var allt of seinn í tæklingu og keyrði af fullu afli inn í Arnór Sigurðs­son í stöðunni 0-0.

Sjá mátti að liðs­fé­lagar Arnórs, auk þjálfara IFK Norr­köping, voru allt annað en sáttir með tæk­lingu Sveins Arons.

Sveinn Aron fékk gult spjald að launum fyrir tæk­linguna og átta mínútum síðar kvittaði Arnór fyrir brotið með marki beint úr auka­spyrnu.

Leiknum lauk þó með 2-1 endur­komu­sigri Elfs­borgar en Arnór Ingvi Trausta­son varð fyrir því ó­láni að skora sjálfs­mark í seinni marki Elfs­borgar.

At­vikið milli Sveins Arons og Arnórs á tuttugustu mínútu leiksins má sjá hér fyrir neðan:

 


Tengdar fréttir

Mikill á­hugi á kröftum Arnórs sem hefur farið á kostum

Næstu vikur hjá Arnóri Sigurðs­syni verða fróð­legar. Mikill á­hugi er á leik­manninum, sem hefur farið á kostum með IFK Norr­köping í Sví­þjóð á láni frá rúss­neska fé­laginu CSKA Moskvu í Rúss­landi.

Sjálfs­mark Arnórs Ingva gaf Elfs­borg sigur gegn Norr­köping

Arnór Sigurðsson kom Norrköping yfir í Íslendingslag gegn Elfsborg í sænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Það dugði hins vegar ekki þar sem Elfsborg kom til baka og vann 2-1 sigur þar sem Arnór Ingvi Traustason setti boltann í eigið net. Þá vann Kalmar 1-0 útisigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×