Stuðningur við Úkraínu hljóti að vega þyngra en „sérhagsmunir í landbúnaði“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. maí 2023 15:33 ólafur Stephensen framkvæmdarstjóri félags atvinnurekanda Vísir/Vilhelm Alþingi samþykkti í fyrra að tillögu fjármála-og efnahagsráðherra að fella niður tolla á vörur sem koma frá Úkraínu en þetta var liður í stuðningi Íslands við efnahagslíf Úkraínu á stríðstímum. Í lok mánaðar rennur ákvæðið út og framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda óttast að fjármálaráðherra nái ekki að endurnýja ákvæðið í tæka tíð. Neytendur á Íslandi hafa þá einnig notið góðs af lægra vöruverði þeirra vara sem koma frá Úkraínu vegna bráðabirgðaákvæðisins. Ísland fetaði í fótspor Evrópusambandsins og Bretlands þegar bráðabirgðaákvæði í tollalögum var sett fram og samþykkt á Alþingi. Bæði ESB og Bretland hafa nú framlengt sín ákvæði og stuðning gagnvart Úkraínu en það íslenska rennur út í lok mánaðar. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hefur áhyggjur af því að fjármálaráðherra nái ekki að framlengja þetta úrræði í tæka tíð. „Það er ekki komið neitt frumvarp frá fjármálaráðherranum. Þau svör fást úr ráðuneytinu að það sé væntanlegt en við höfum áhyggjur af því að það náist einfaldlega ekki að afgreiða þetta á þinginu í tæka tíð. Ég hef ákveðna áhyggjur af því að þessi seinkun sé tilkomin vegna mikils þrýstings frá hagsmunaaðilum í landbúnaði sem hafa séð ofsjónum yfir þessari takmörkuðu samkeppni sem hefur komið frá úkraínskum búvörum. Ég vona að sjálfsögðu að svo sé ekki því annars vegar hagur neytenda og hins vegar stuðningurinn við okkar vinaríki Úkraínu hlýtur að vega miklu þyngra en einhverjir sérhagsmunir í landbúnaði.“ Bændasamtök Íslands sögðu í umsögn til Alþingis 13. júní 2022 að ákvæðið gæti leitt til þess að fluttar yrðu til Íslands landbúnaðarvörur frá Úkraínu í meira mæli sem gæti haft neikvæð áhrif á verð eða framboð íslenskra landbúnaðarvara. „Okkur finnst það bara satt að segja mjög sérkennilegt og lítil reisn yfir því að Bændasamtök Íslands voru eini hagsmunaaðilinn sem lagðist gegn þessari löggjöf á sínum tíma og hafa kvartað sáran undan henni síðan og legið í þingmönnum og ráðherrum um að falla frá þessu.“ Neytendur Skattar og tollar Úkraína Matvöruverslun Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 21. mars 2023 22:13 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira
Neytendur á Íslandi hafa þá einnig notið góðs af lægra vöruverði þeirra vara sem koma frá Úkraínu vegna bráðabirgðaákvæðisins. Ísland fetaði í fótspor Evrópusambandsins og Bretlands þegar bráðabirgðaákvæði í tollalögum var sett fram og samþykkt á Alþingi. Bæði ESB og Bretland hafa nú framlengt sín ákvæði og stuðning gagnvart Úkraínu en það íslenska rennur út í lok mánaðar. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hefur áhyggjur af því að fjármálaráðherra nái ekki að framlengja þetta úrræði í tæka tíð. „Það er ekki komið neitt frumvarp frá fjármálaráðherranum. Þau svör fást úr ráðuneytinu að það sé væntanlegt en við höfum áhyggjur af því að það náist einfaldlega ekki að afgreiða þetta á þinginu í tæka tíð. Ég hef ákveðna áhyggjur af því að þessi seinkun sé tilkomin vegna mikils þrýstings frá hagsmunaaðilum í landbúnaði sem hafa séð ofsjónum yfir þessari takmörkuðu samkeppni sem hefur komið frá úkraínskum búvörum. Ég vona að sjálfsögðu að svo sé ekki því annars vegar hagur neytenda og hins vegar stuðningurinn við okkar vinaríki Úkraínu hlýtur að vega miklu þyngra en einhverjir sérhagsmunir í landbúnaði.“ Bændasamtök Íslands sögðu í umsögn til Alþingis 13. júní 2022 að ákvæðið gæti leitt til þess að fluttar yrðu til Íslands landbúnaðarvörur frá Úkraínu í meira mæli sem gæti haft neikvæð áhrif á verð eða framboð íslenskra landbúnaðarvara. „Okkur finnst það bara satt að segja mjög sérkennilegt og lítil reisn yfir því að Bændasamtök Íslands voru eini hagsmunaaðilinn sem lagðist gegn þessari löggjöf á sínum tíma og hafa kvartað sáran undan henni síðan og legið í þingmönnum og ráðherrum um að falla frá þessu.“
Neytendur Skattar og tollar Úkraína Matvöruverslun Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 21. mars 2023 22:13 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira
Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 21. mars 2023 22:13