„Þetta er óvanalegt en þetta er Ísland“ Máni Snær Þorláksson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. maí 2023 19:30 Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, segir að líklegast séu til betri landgangar en þeir sem notaðir eru í dag. Vísir/Friðrik Þór Flugumferð fór úr skorðum í dag vegna hvassviðris en gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu landinu. Öllu innanlandsflugi var aflýst og þrettán brottförum frá Keflavík. Ekki var hægt að nota landganga á Keflavíkurflugvelli vegna vindhraða og þeim flugferðum sem ekki var aflýst var frestað fram á kvöld. „Þetta veðurfar í dag er sennilega að hafa áhrif á í kringum sex þúsund farþega hjá okkur. Þetta eru alveg umtalsverð áhrif sem þetta hefur,“ segir Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair í samtali við fréttastofu. Flugfélagið sé komið á fulla ferð í sumarstarfsemi, mikið sé af flugum og því nóg að gera. „Eðlilega hefur þetta mikil áhrif.“ Haukur segir að reiknað sé með því að Icelandair nái að vinna upp aflýstu flugferðirnar seinni partinn á morgun eða annað kvöld. Þá verði það að segjast eins og er að veðurfar sem þetta sé óvenjulegt á þessum tíma ársins: „Það er nú samt sem áður ekki lengra síðan heldur en árið 2021, þá vorum við með svipað veðurfar í lok maí. Það reyndar hafði ekki eins mikil áhrif þar sem áætlunin okkar var ekki jafn stór. Þannig jú, þetta er óvanalegt en þetta er Ísland - það er svona frekar óútreiknanlegt veðurfarið á þessu landi. Betri landgangar Reglulega hafa borist fréttir af því að fólk þurfi að sitja klukkutímunum saman í flugvélum út af roki. Til að mynda sátu um tvö þúsund farþegar fastir í fjórtán flugvélum frá Icelandair og Play vegna hvassviðris fyrir rúmum mánuði síðan. Ekki má hafa landgangana sem notaðir eru opna þegar vindhviður fara í fimmtíu hnúta. Er ekki hægt að finna eitthvað betra en þessa landganga til að bregðast við þessu veðri? „Líklegast eru til betri landgangar. Ég er reyndar ekki sérfræðingur í landgöngum, Isavia er með fjöldann allan af góðu fólki sem sérhæfir sig í þeim málum. Við hefðum klárlega kosið það að geta tekið fólk frá borði í meiri vindi heldur en fimmtíu hnútum en ég treysti þeim til að meta það.“ Veður Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Sjá meira
„Þetta veðurfar í dag er sennilega að hafa áhrif á í kringum sex þúsund farþega hjá okkur. Þetta eru alveg umtalsverð áhrif sem þetta hefur,“ segir Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair í samtali við fréttastofu. Flugfélagið sé komið á fulla ferð í sumarstarfsemi, mikið sé af flugum og því nóg að gera. „Eðlilega hefur þetta mikil áhrif.“ Haukur segir að reiknað sé með því að Icelandair nái að vinna upp aflýstu flugferðirnar seinni partinn á morgun eða annað kvöld. Þá verði það að segjast eins og er að veðurfar sem þetta sé óvenjulegt á þessum tíma ársins: „Það er nú samt sem áður ekki lengra síðan heldur en árið 2021, þá vorum við með svipað veðurfar í lok maí. Það reyndar hafði ekki eins mikil áhrif þar sem áætlunin okkar var ekki jafn stór. Þannig jú, þetta er óvanalegt en þetta er Ísland - það er svona frekar óútreiknanlegt veðurfarið á þessu landi. Betri landgangar Reglulega hafa borist fréttir af því að fólk þurfi að sitja klukkutímunum saman í flugvélum út af roki. Til að mynda sátu um tvö þúsund farþegar fastir í fjórtán flugvélum frá Icelandair og Play vegna hvassviðris fyrir rúmum mánuði síðan. Ekki má hafa landgangana sem notaðir eru opna þegar vindhviður fara í fimmtíu hnúta. Er ekki hægt að finna eitthvað betra en þessa landganga til að bregðast við þessu veðri? „Líklegast eru til betri landgangar. Ég er reyndar ekki sérfræðingur í landgöngum, Isavia er með fjöldann allan af góðu fólki sem sérhæfir sig í þeim málum. Við hefðum klárlega kosið það að geta tekið fólk frá borði í meiri vindi heldur en fimmtíu hnútum en ég treysti þeim til að meta það.“
Veður Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Sjá meira