Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttastofu.
„Nei, það hefur ekkert komið. Annað hvort er þetta minna í sniðum en búist var við eða þá að fólk hafi bundið niður lausamuni og verið vel undirbúið,“ segir Jón Þór.
Gular veðurviðvaranir tóku gildi á mest öllu landinu vegna suðvestan hvassvirðis eða storms í gær. Viðvaranirnar á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi eru í gildi til klukkan 15, Austurland að Glettingi til klukkan 14 og Miðhálendi til klukkan 18.
Veðurstofan hefur varað við snörpum vindhviðum við fjöll. Er ferðaveður víða sagt varasamt og fólk hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.