Hræðilegt að þurfa að vera í verkfalli Bjarki Sigurðsson skrifar 25. maí 2023 11:30 Edda Davíðsdóttir er formaður starfsmannafélags Mosfellsbæjar. Vísir/Arnar Fjöldi starfsmanna Mosfellsbæjar kom saman á samstöðufundi í dag vegna verkfalls félagsfólks BSRB í sveitarfélaginu. Formaður starfsmannafélags sveitarfélagsins segir stöðuna vera hræðilega. Í dag var haldinn samstöðufundur fyrir starfsmenn BSRB í Mosfellsbæ sem eru í verkfalli. Kjaraviðræður bandalagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa lítið komist áfram. Fundurinn var haldinn í félagsheimilinu Hlégarði og mættu um 150 manns þangað. Að sögn formanns starfsmannafélags Mosfellsbæjar var mikil samstaða meðal gesta fundarins en mikið lófatak mátti heyra í salnum í hvert sinn sem ræðumenn slepptu orðinu. Frá fundinum í Hlégarði í morgun.BSRB „Fólk er að sýna samstöðu og samfélagið er að sýna samstöðu. Hvorki við né aðrir skiljum að við séum í þessari stöðu. Þetta er hræðileg staða. Þetta fólk sem er í verkfalli núna er að passa börnin okkar þannig við erum að rugla svolítið í því. En það verður bara að klára þetta. Það verður að klára þetta,“ segir Edda Davíðsdóttir, formaður starfsmannafélags Mosfellsbæjar. Búið er að boða til verkfalla í 29 sveitarfélögum um land allt og verði ekki samið áður en þau hefjast munu 2.500 manns hafa lagt niður störf, mestmegnis ófaglærðir leikskólastarfsmenn. Formaður BSRB segir mikilvægt að sveitarfélögin fari að meta stöðuna og átta sig á því hver fórnarkostnaðurinn við að hlusta ekki á kröfur starfsfólk sé. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.Vísir/Arnar „Það er auðvitað markmiðið með verkfalli að knýja fram kröfur okkar við samningaborðið og við finnum að það eru mjög víðtæk áhrifin. Það hefur verið mjög mikill hugur í fólki og gríðarlega góð mæting á alla samstöðufundina. Þau standa keik og sterk saman í baráttunni,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Samningafundur BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga á föstudaginn í síðustu viku endaði á örlítið bjartari nótum en fundirnir á undan en þrátt fyrir það sá sáttasemjari deilunnar ekki tilefni til að boða til nýs fundar milli samningsaðila. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Mosfellsbær Tengdar fréttir „Maður verður sár að finna fyrir mismunun í starfi“ Verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB fara stígandi og óhætt að segja að sveitarfélögin tíu séu farin að finna fyrir áhrifum þeirra. Starfsfólk grunnskóla í Reykjanesbæ skoraði í dag á bæjarstjórann að stíga inn í deiluna. 24. maí 2023 22:28 Sambandið hafi boðið BSRB „mjög góð kjör“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sambandið hafa boðið BSRB „mjög góð kjör“ í tilboði sínu. Fundur sambandsins og BSRB með ríkissáttasemjara í dag bar hins vegar ekki árangur. Þá var ekki boðað til annars fundar sökum þess hve langt er á milli samninganefnda beggja aðila. 22. maí 2023 20:03 „Versta niðurstaða sem hægt er að hugsa sér“ Félagsmenn BSRB í Garðabæ bættust í dag í stóran hóp félagsmanna sem fara munu að óbreyttu í víðtæk verkföll eftir um tvær vikur. Aðgerðirnar ná til tuttugu og níu sveitarfélaga og munu meðal annars bitna á sundlaugum, sem víða gætu staðið lokaðar fram eftir sumri. Varaformaður BSRB segir verkföll verstu niðurstöðu sem hann geti hugsað sér. 20. maí 2023 21:04 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
Í dag var haldinn samstöðufundur fyrir starfsmenn BSRB í Mosfellsbæ sem eru í verkfalli. Kjaraviðræður bandalagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa lítið komist áfram. Fundurinn var haldinn í félagsheimilinu Hlégarði og mættu um 150 manns þangað. Að sögn formanns starfsmannafélags Mosfellsbæjar var mikil samstaða meðal gesta fundarins en mikið lófatak mátti heyra í salnum í hvert sinn sem ræðumenn slepptu orðinu. Frá fundinum í Hlégarði í morgun.BSRB „Fólk er að sýna samstöðu og samfélagið er að sýna samstöðu. Hvorki við né aðrir skiljum að við séum í þessari stöðu. Þetta er hræðileg staða. Þetta fólk sem er í verkfalli núna er að passa börnin okkar þannig við erum að rugla svolítið í því. En það verður bara að klára þetta. Það verður að klára þetta,“ segir Edda Davíðsdóttir, formaður starfsmannafélags Mosfellsbæjar. Búið er að boða til verkfalla í 29 sveitarfélögum um land allt og verði ekki samið áður en þau hefjast munu 2.500 manns hafa lagt niður störf, mestmegnis ófaglærðir leikskólastarfsmenn. Formaður BSRB segir mikilvægt að sveitarfélögin fari að meta stöðuna og átta sig á því hver fórnarkostnaðurinn við að hlusta ekki á kröfur starfsfólk sé. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.Vísir/Arnar „Það er auðvitað markmiðið með verkfalli að knýja fram kröfur okkar við samningaborðið og við finnum að það eru mjög víðtæk áhrifin. Það hefur verið mjög mikill hugur í fólki og gríðarlega góð mæting á alla samstöðufundina. Þau standa keik og sterk saman í baráttunni,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Samningafundur BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga á föstudaginn í síðustu viku endaði á örlítið bjartari nótum en fundirnir á undan en þrátt fyrir það sá sáttasemjari deilunnar ekki tilefni til að boða til nýs fundar milli samningsaðila.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Mosfellsbær Tengdar fréttir „Maður verður sár að finna fyrir mismunun í starfi“ Verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB fara stígandi og óhætt að segja að sveitarfélögin tíu séu farin að finna fyrir áhrifum þeirra. Starfsfólk grunnskóla í Reykjanesbæ skoraði í dag á bæjarstjórann að stíga inn í deiluna. 24. maí 2023 22:28 Sambandið hafi boðið BSRB „mjög góð kjör“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sambandið hafa boðið BSRB „mjög góð kjör“ í tilboði sínu. Fundur sambandsins og BSRB með ríkissáttasemjara í dag bar hins vegar ekki árangur. Þá var ekki boðað til annars fundar sökum þess hve langt er á milli samninganefnda beggja aðila. 22. maí 2023 20:03 „Versta niðurstaða sem hægt er að hugsa sér“ Félagsmenn BSRB í Garðabæ bættust í dag í stóran hóp félagsmanna sem fara munu að óbreyttu í víðtæk verkföll eftir um tvær vikur. Aðgerðirnar ná til tuttugu og níu sveitarfélaga og munu meðal annars bitna á sundlaugum, sem víða gætu staðið lokaðar fram eftir sumri. Varaformaður BSRB segir verkföll verstu niðurstöðu sem hann geti hugsað sér. 20. maí 2023 21:04 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
„Maður verður sár að finna fyrir mismunun í starfi“ Verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB fara stígandi og óhætt að segja að sveitarfélögin tíu séu farin að finna fyrir áhrifum þeirra. Starfsfólk grunnskóla í Reykjanesbæ skoraði í dag á bæjarstjórann að stíga inn í deiluna. 24. maí 2023 22:28
Sambandið hafi boðið BSRB „mjög góð kjör“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sambandið hafa boðið BSRB „mjög góð kjör“ í tilboði sínu. Fundur sambandsins og BSRB með ríkissáttasemjara í dag bar hins vegar ekki árangur. Þá var ekki boðað til annars fundar sökum þess hve langt er á milli samninganefnda beggja aðila. 22. maí 2023 20:03
„Versta niðurstaða sem hægt er að hugsa sér“ Félagsmenn BSRB í Garðabæ bættust í dag í stóran hóp félagsmanna sem fara munu að óbreyttu í víðtæk verkföll eftir um tvær vikur. Aðgerðirnar ná til tuttugu og níu sveitarfélaga og munu meðal annars bitna á sundlaugum, sem víða gætu staðið lokaðar fram eftir sumri. Varaformaður BSRB segir verkföll verstu niðurstöðu sem hann geti hugsað sér. 20. maí 2023 21:04